Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1991, Side 5

Æskan - 01.04.1991, Side 5
Lúðrasveit Laugarnesskóla lék við opnun sýningarinnar í Gerðu- bergi. Auk nemenda þess skóla leika í henni börn úr Breiðagerðis- og Hvassaleitisskóla. Ljósmyndari okkar smellti mynd af fjórum telp- um sem leika á klarinett: Halldóru Ósk Hallgrímsdóttur, Brynhildi Að- alsteinsdóttur og Brynju Björk Baldursdóttur úr 5.K í Hvassaleitis- skóla - og Elvu Dröfn Adolfsdóttur úr Laugarnesskóla. Telpurnar í Hvassaleitisskóla fá kennslu á klarinett tvo daga í viku þar í skólanum og fara á æfingar með lúðrasveitinni í Laugarnes- skóla tvisvar í viku. Frá setningu listahátíbar æskunnar. Ljósm.: Odd Stefán sýndu þrjú af þessum leikverkum, Þögnina sem hvarf, Hvað gera full- orðnir og kabarett. Tólf krakkar léku í Þögninni sem hvarf. Það er um stúlku sem fer að leita að þögninni sem móðir hennar tap- aði! Verkið höfðar bæði til samtím- ans og ævintýraheima. Ymislegt ó- vænt verður á vegi stúlkunnar, álf- ar, dýr og fyrirbrigði úr náttúrunni, og hún verður að leysa þrautir til þess að komast til nornarinnar sem stal þögninni. Sigurður Lyngdal samdi leikritið og er leikstjóri. Krakkarnir sögðu að mamman væri tákn fyrir fullorðið fólk. Raun- ar hlustuðu mæður betur á þau en aðrir. En kennarar hleyptu þeim lít- ið að ... Tíu krakkar í Vogaskóla sömdu og fluttu leikritið, Það gera þetta allir aðrir. Það fjallar um unglinga og vímuefni. Krakkarnir vildu semja leikrit sem hefði gildi í for- varnarstarfi gegn fíkniefnum. Þeir sögðu að þeim fyndist óhugnanlegt að sjá hvernig færi fyrir sumum þeirra sem notuðu slík efni. I leikritinu segir frá tveim systr- um sem ánetjast fíkniefnum. Þær hafa ekki ætlað sér að nota þau en leiðast út í það eftir fyrirmynd ann- arra og vegna þess að þær hafa lít- inn stuðning af uppeldi. Allt fer þó betur en á horfðist af því að þær styðja hvor aðra. Myndlist 09 lúðroþyfur í Gerðubergi var myndlistarsýning reykvískrar æsku. Þar var til að mynda líflegt málverk af Reykjavík eftir nemendur úr Öskjuhlíðar- skóla. Eins og þið sjáið breiðir sól- in geisla sína yfir fólkið, húsin, hitaveitugeymana og glerhvolfið ofan á þeim, Perluna. Myndmennt 09 leiklist Halldóra Ósk hefur lært á klar- inettu í tvo vetur og byrjaði nú í haust í lúðrasveitinni. Hún segir að sveitin hafi leikið nokkrum sinnum opinberlega í vetur. - Hvar fannst þér skemmtilegast að koma fram? „Mér fannst skemmtilegast þegar viö fórum að Sólheimum í Gríms- nesi." - Hefur þú fengist við aðrar list- greinar? „Ég var í jassballett. Mér finnst HaHdóra Ósk, Brynhildur, Brynja Björk og Blva Dröfn. - Lúbrasveit Laugarnes skóla lék vib opnun myndlistarsýningar í Gerbubergi. Ljósm. Odd Stefán Æskan 5

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.