Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1991, Blaðsíða 16

Æskan - 01.04.1991, Blaðsíða 16
methafi í tugþraut, hvatt mig ákaft. Það er mjög gott að æfa þar. Tvo daga í viku eru tækniæfingar, þá hoppa ég líka og hleyp á spretti. Kúluvarp er í raun- inni mikil „tækni- grein". Maður styrk- ir sig með lyfting- um og öðru, lyftir 210 kg á bekk - í keppninni þarf að nýta styrkinn til þess eins að kasta kúlunni sem er einungis sjö kíló að þyngd. Aætíunin er ekki „fastnegld". Ég hef alltaf æft eftir tilfinningu. Hve mikið ég tek á fer eftir því hve vel ég er á mig kom- inn. Mér finnst algjört frumskil- yrði að hafa gaman af þessu, ann- ars þola menn ekki álagið. Það er nauðsynlegt að vera kappsamur og hafa metnað en slæmt að vænta of mikils." - Hverjir hafa leiðbeint þér? „Ég hef fengið ráðleggingar frá mörgum. Af þeim nefni ég helst Erlend Valdimarsson og Stefán fó- hannsson. En ég haga æfingum eftir mínu höfði og móta minn eigin stíl. Ég æfi núna með Andrési bróður mínum. Það er mjög gott að vera tveir saman við æfingar. Þá hvetur hvor annan. Við eigurn líka vel saman, bræðurnir. Andrés er 26 ára. Hann hefur kastað 17.94 og er í mikilli framför. Á íþróttahátíð- inni í fyrra vorum við í tveimur efstu sætunum í landskeppni ís- lands, Skotlands og írlands. Við stefnum að því að verða það oft- ar!" - Áttu fleiri systkini sem stunda íþróttir? „Systir mín, 14 ára, æfir glímu. Hún er best í sínum aldursflokki. til að styrkja sig. Ég hef leitað til nokkurra, mætt skilningi og feng- ið stuðning. Apple-tölvuumboðið og Eimskipafélag íslands hafa stutt mig all-rausnarlega ásarnt öðrum fyrirtækjum. Auk vinnutaps fylgir þessu ým- iss konar kostnaður. Til að mynda slít ég til agna einum æfingaskóm á mánuði. Þetta eru dýrir skór, kosta urn tíu þúsund krónur. Ég var svo heppinn að kornast á samning við Nike-fyrirtækið. Það útvegar mér allan búnað til æfinga og keppni." Hef alltof æft eftir tilfinningu - Hvernig hagar þú æfingum? „Ég æfi lyftingar fjórum sinnurn í viku. Tvær æfinganna eru þung- ar, hinar tvær léttar. Ég lyfti lóð- um í Orkulind. Þar hefur Stefán Hallgrímsson, fyrrverandi Islands- Ég held að hún hafi hæfileika til að verða afrekskona í íþróttum. Ég á einn bróður sem er eldri en ég og tvo yngri. Andrés er sá eini sem æfir íþróttir núna." Meðan við Pétur höfum rætt saman hefur lítil telpa setið í fangi hans. Nú baslar hún við að stíga fyrstu skrefin og setur per- sónulegt met í skrefafjölda! Því liggur beint við að spyrja Pétur um fjölskylduna ... „Kona mín heitir Elísabet Helga Pálmadóttir (... Gíslasonar, for- manns UMFÍ). Við kynntumst 1984, líklega eftir leik í blaki, og gengum í hjónaband í október á því ári. Ég harmaði á sínum tíma að verða hætta í skólanum í Ala- bama vegna meiðsla. Nú má ég vera þakklátur fyrir það - annars hefðum við kona mín sjálfsagt ekki kynnst! Við eigum þrjú börn, Karen Ósk 5 ára, Pálma 4 ára og Lindu Björk 10 mánaða." - Þú nefndir blak ... Hefur þú stundað það líka? „Já, ég hef lengi haft mjög gam- an af að leika blak. Ég hef keppt með Samhygð og liði HSK. Það hefur unnið blakkeppni á lands- móturn UMFÍ þrisvar sinnum. Ég var með í tvö fyrri skiptin. Við æfðum vel fyrstu tvö árin en lítið eftir það. Nú hefur það lið verið leyst upp - en ég var síðast í gær- kvöldi að keppa með Samhygð í héraðsmóti HSK. Við unnum gull í þetta skipti. Það er ágæt snerpuþjálfun að stunda blak. í því er mikið stokkið og boltanum skellt („smash"). Það reynir bæði á fætur og handleggi. Þegar knettinum er skellt yfir til andstæðinganna eftir stökk við netið fer um mann áreynslubylgja allt frá tám og fram í fingurgóma! Þannig er það líka í kúluvarpinu." - Hafa aðrar íþróttagreinar „náð tökum á þér"? „Nei, ég hef gætt þess að fara ekki á skíði eða byrja á neinu sem gæti togað mig til sín!" 1 d» Æskan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.