Æskan - 01.04.1991, Síða 25
sögulegri fjolloferd
Iðunni Steinsdóftur
ar hafa sloppið óséðir úr mínu
umdæmi áður en þið komust á
legg, segir hann.
- Þetta hefur verið paradís fyr-
ir þjófa, segir Hrói og hlær.
- Þið heyrið frá mér síðar, seg-
ir Bjarni og klappar þeim í bak
og fyrir.
Skeggi og Snúður fara upp í
bílinn sinn. Þeir ætla að fara
með til Furuvíkur og skila Víð-
bláni.
- Farvel! kallar Hrói til Snúðs
þegar þeir aka af stað.
Lára og faðir hennar fara með
þeim í jeppanum hans Fúsa.
Jeppinn er svo stór að það er nóg
rými fyrir alla.
Það er mikið rætt og rabbað á
leiðinni. Lára er orðin vel hress
eftir allan svefninn og segist
ekki vera með neinn verk í höfð-
inu lengur.
- Þið verðið að fara til Spánar
eins og þið voruð búin að ætla
yklcur, segir hún við pabba sinn.
- Við sjáum til. Það skiptir
mestu að þú ert fundin, segir
hann.
- Ég veit að það var ljótt af
mér að strjúka. Mér leiddist bara
í Mýnesi af því að það voru engir
krakkar þar. Ég ætlaði að fara
heim til Lillu vinkonu minnar
og fá að gista þar, segir Lára.
- Þú mátt vera heima hjá mér
ef pabbi þinn og mamma fara í
frí, segir Lóa.
- Er það? spyr Lára spennt.
- Þó það nú væri. Við höfum
bara gaman af að hafa þig, segir
Þórir.
- Má ég það pabbi? spyr Lára.
- Kannski við samþykkjum
það. En við verðum samt að tala
um það við mömmu þína. Svo
þarf líka að láta lækni líta á þig,
segir pabbi hennar.
- Uss það er ekkert að mér,
svarar Lára.
- Útilegan varð ekki eins löng
og við gerðum ráð fyrir, segir
Fúsi við börnin.
- Nei, en hún var góð samt,
segir Búi.
- Við töpuðum að vísu tjald-
inu, segir Hrói.
- Og öllu sem í því var, segir
Búi.
- Við vorum þó búin að borða
matinn, segir Hrói.
- Þið hélduð lífi og eruð ó-
meidd. Við getum alltaf keypt
nýtt tjald og dót til útilegu, segir
Þórir.
Þau aka alltaf niður í móti og
eru nú farin að sjá fjöllin í sveit-
inni sinni. Hrói réttir úr sér.
- Ég er ægilega svangur, segir
hann.
- Það er ágætt. Nú förum við
að nálgast kakóið hjá ömmu,
segir Búi.
Og innan skamms aka þau
niður síðustu brekkuna og sjá
hópinn sem stendur utan við
húsið heima hjá Búa. Allir sem
þau þekkja eru þar og Óli og
Dóri, litlu bræður Hróa, fremstir
í flokki.
Þau stíga út úr bílnum. Ótal
hendur taka á móti þeim og eins
og hetjur dagsins ganga þau inn í
húsið. Ilmur af nýlöguðu kakói
berst að vitum þeirra í bylgjum.
Og allt í einu eru Ted og Hera,
Snúður og Skeggi og meira að
segja sjálfur Víðbláinn gleymd.
Ekkert kemst að í huga þeirra
nema þessi ilmur sem liggur í
loftinu og kitlar á þeim nefið og
kokið og heldur áfram að kitla
og kitla alveg niður í maga.
Sögulok.
Nýlega hlaut höfundur
þessarar sögu, Iðunn
Steinsdóttir, íslensku
barnabókaverðlaunin fyrir
söguna Gegnum
þyrnigerðið. Æskan óskar
henni hjartanlega til
hamingju.
Æskan 25