Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1991, Page 49

Æskan - 01.04.1991, Page 49
Ljóðaskrá Dovídhúsi eftir Döðvar Guðlaugsson Hann Dodda litla í Davíðshúsi dreymdi um skip og sjó; af dorginu á bryggju-hausnum fékk hann aldrei nóg, og þegar hann úr söltum sævi silfruð kóðin dró menn sögðu: Þessi Þórður hérna, þvílík aflakló! Langabryggja löngum helsti leikvangur hans er; þangað Dodda-drengurinn á degi hverjum fer. Um farmennsku og fiskveiðar svo fróður er nú hann, að jafnt á trillu, skútu og skipi skil á flestu kann. Og hver veit nema Dodda litla seinna sjáum við sem skipstjóra á skuttogara skunda á fengsæl mið og standast bæði stinningskalda, storm og páskahret og bæði í Húll og Bremerhaven bæta öll sölumet. Og frægðarorð hans flýgur víða um Frónið, trúi ég, og álit fólks mun yfirleitt á einn og sama veg, og þeir sem best til þelckja segja að þrekraun hverri í sé dugnaðurinn dæmalaus og dirfskan eftir því. Það dylst ei þeim sem drenginn þekkja að Doddi kemst til manns. Og Klara litla á Klifinu er konuefnið hans. Því setji hann óska-æviferil upp á draumasvið þá skipar Klara alltaf annað aðal-hlutverkið. Og máske seinna í sortabyl um svarralega dröfn hann Fossi eða Felli stýri farsællega í höfn. Eg kem í svipinn ekki auga á efni meiri en hann í skjótráðan og skörulegan skipstjórnunarmann. Æskan 53

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.