Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1991, Blaðsíða 18

Æskan - 01.08.1991, Blaðsíða 18
C ubjón Sveinsson: Meb skœrin ein áb vopni Stutt spjall vib Einar Arnason, bónda og myndasmib ab Felli i Breibdal. Á býlinu Felli í Breiðdal austur býr Einar Árnason ásamt konu sinni Guörúnu Þorleifsdóttur. Þau hófu þar hefbundinn sauðfjárbúskap 1960 en í rás tímans hefur hann breyst í ferðaþjónustu, hrossarækt og kálfaeldi. Um tíma ætluðu þau í refarækt en sáu fram á að hún myndi ekki bera sig. í tómstundum fæst bóndinn viö að gera myndir klipptar út úr marg- litum pappír. Þær eru einkum af ís- lenskum dýrum og náttúru. Með skæri í vinnulúnum höndum vekur Einar upp af pappírnum fótfráa fáka, lagbprúðar ær, sporlétta rakka, þrif- legar mjólkurkýr, værukæra ketti, spóa, hrafna, fjöll og firnindi og margt fleira. Hreyfingar hans eru hnitmibaðar. Honum mistekst tæp- ast, jafnvel þó ab hann sé ab klippa mjó ærhorn eða íbjúg spóanef. Og þó ab ekki séu dregin upp svipbrigöi skynjar maöur þau glöggt, sér á- gæta vel hugsanir dýranna og per- sónanna sem stíga fullmótuð út úr pappírsörkinni. Þar speglast gleði, ótti, fjör, ró. Mabur les þetta allt, rétt eins og hjá látbragösleikurum. Þessi iðja Einars hefur ekki farið hátt enda maðurinn hlédrægur, unir sér best úti í náttúrunni. En á hausti komanda er samt væntanleg á fjör- ur jólabókaflóðsins lítil ævintýrabók fyrir börn á öllum aldri, skreytt þess- um fágætu klippimyndum. Af því tilefni var ég beöinn að forvitnast örlítið um þennan mann. Eitt septemberkvöld þegar svalt haustið læddist yfir landib meb myrkrib ífarteskinu heimsótti ég Ein- ar. Vib settumst í stofusófann. Og meban ég fræddist lítillega um Einar Árnason sýnir Gubjóni Sveinssyni klippimynd. í haust kemur út hjá Æskunni bókin, Leitin oð Morukollu, sem Gubjón hefur samib og Einar myndskreytt. þennan sérstæba listamann skóp hann meb skærunum sínum nokk- ur algeng húsdýr sem skreyta þetta viötal. - Ég er fæddur í Neshjáleigu i Loðmundarfirði 30. nóv. 1924. For- eldrar mínir voru hjónin Þórdís Hannesdóttir og Árni Einarsson. Þau byrjuöu búskap sinn þar 1915. Við systkinin urðum þrettán en eitt dó fárra daga gamalt. Ég ólst upp við þessi algengu sveitastörf sem tals- vert hefur verib fjallað um í ræbu og riti. Þrettán ára flyst ég með foreldr- um mínum og systkinum ab Hóla- landi í Borgarfirði eystra. Þar á ég heimili til 1953 er ég kvænist Gub- rúnu Þorleifsdóttur frá Gilsárvölium í sömu sveit. Hófum viö búskap þar með tengdaforeldrum mínum. Við flytjumst svo út í Bakkageröisþorp 1955 og eigum heima þar næstu fimm ár. En 1960 förum vib frá Borgarfirði hingaö í Fell. Við hjónin eigum fjögur börn sem öll eru flog- in úr hreiðrinu. Hvenær byrjaðirðu ab klippa út og hvar læröirðu það? - Ég byrjaði snemma, meban ég var í Loðmundarfirði, lærði þetta af móður minni. Hún var nokkub lag- in við þetta og klippti út bústofn handa okkur eldri systkinunum. Síb- an tók ég vib fyrir þau yngri. Þetta varb fast starf hjá mér öll mín bernsku- og æskuár. Ég klippti mest úr dagblöðum. En ef vanda átti til verka, klippa út gæðinga, þá stalst ég gjarnan í bókarkápur - og fékk 18 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.