Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1991, Blaðsíða 38

Æskan - 01.08.1991, Blaðsíða 38
þrír mánuðir gætu liðið milli blæð- inga hjá ungurn stelpum. En þetta hafði aldrei áður gerst hjá henni. Hún vildi ekki hugsa um þetta lengur. Hvernig ætli yrði hjá pabba hennar? Konan hans virtist indæl. María hafði bara séð tvö eldri bömin. Hún mundi ekki hvað hin tvö voru gömul en vissi að þau hétu Stefán og Sunna. Þegar hún var kornin á leiðarenda flýtti hún sér út. Fyrst sá hún engan sem hún þelckti en síðan sá hún Sæma hálfbróður sinn koma í áttina til sín. Hann var brosandi og heils- aði henni vingjarnlega. Hann sagði að þau þyrftu að ganga því að pabbi þeirra hefði farið á bílnum niður að höfn þegar hann fór á sjóinn. Sæmi vildi endilega halda á töskunni og brátt voru þau komin heim til hans. Það fyrsta, sem María sá, voru tvö börn í boltaleik í garðinum. Annað barnið, sem María giskaði á að væri Sunna, hljóp til hennar og vildi endi- lega kyssa hana. Hitt barnið horfði á hana úr fjarlægð. Það var væntanlega Stefán. Svo kom hann og heilsaði henni feimnislega. Þegar hún kom inn birtist Lauga. Hún heilsaði Mar- íu innilega, vísaði henni inn í eldhús og bauð henni að að fá sér að borða. Á meðan María var að borða tal- aði Lauga stanslaust. Hún sagði henni meðal annars að Eydís væri að vinna til klukkan fimm í frystihús- inu. Þá kæmi hún heim. Hún sagði henni líka að hún þyrfti að vera í her- bergi með Eydísi. Skyldi Eydís vera hrifin af því? María hugsaði með sér að ekki vildi hún deila herbergi með stelpu sem hún þekkti ekki. Hún vonaði að Ey- dís væri á annarri skoðun því að hún gat elclci hugsað sér að sofa þar ef Ey- dísi væri það á móti skapi. Sæmi fór með henni upp í herbergi Eydísar og sagði henni hvar hún ætti að sofa. María spurði hvort hann héldi að Eydísi líkaði illa að hún svæfi þar. Hann hló og sagði að Eydís hefði ekki viljað heyra á annað minnst. Maríu létti. Hún heyrði að einhver kom inn í húsið. Hún leit niður og sá þá bæði Eydísi og pabba sinn. Hún fann líka af þeim lykt sem hún var ekki mjög hrifin af - fisk- lykt. Hún sem ætlaði að fara að vinna í fiski þoldi elcki einu sinni lyktina! Hún heilsaði þeim og fór svo upp með Eydísi. Þegar Lauga kallaði á þær í matinn höfðu þær kynnst dálítið. Maríu líkaði mjög vel við Dísu eins og hún vildi láta kalla sig. Þegar þau voru sest og byrjuð að borða spurði hún hvað hún yrði lát- in gera í vinnunni. Henni leist ekk- ert á lýsingarnar. Dísa vann hálfan daginn, frá eitt til fimm, en mamma hennar frá átta til tólf. Þær skiptust á um að gæta barnanna. María ákvað að vinna eftir hádegi svo að hún gæti sofið út á morgnana. Hún hafði líka heyrt að ófrískum konum væri oft óglatt á morgnana og vildi því ekki vinna snemma dags. Hún óskaði þess að blæðingarnar hefðu dregist vegna einhvers annars en þungunar, t.d. streitu. Hún von- aði að þær byrjuðu í kvöld. Hún gæti ekki séð fyrir barni. Vonin brást. Þegar hún fór að sofa hugsaði hún um fóstureyðingu. Hana dreymdi hrikalegan draum. Hún var í herbergi og við hlið hennar var auð vagga. Út um gluggann sá hún böm að leik í sandkassa. Andlitin vantaði á þau. Eitt bamið var höfuðlaust. Það kallaði í sífellu: „Mamma vildi mig ekki." María vaknaði við það að Sunna var að kitla hana. Hún var fegin að vakna af þessum viðbjóðslega draumi. Hún gat elcki hugsað sér fóst- ureyðingu. Hún flýtti sér í föt og fór niður í eldhús. Þar var Dísa að borða. María fékk sér líka. Síðan fór hún með henni að skoða staðinn. Þær fóm niður á bryggju og María sá trilluna sem pabbi hennar átti. Faxi hét hún. Maríu fannst hún sóðaleg eins og hin- ar trillumar. í frystihúsinu var hún sett í pökk- un með Dísu. Þar vom margir hress- ir krakkar að vinna. María skemmti sér ágætlega. Þetta var ekki slæmt og vandist ótrúlega fljótt. Hún sá 4 2 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.