Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1991, Blaðsíða 26

Æskan - 01.08.1991, Blaðsíða 26
Sumar eftir Guðrúnu S. Stefánsdóttur 16 ára. Vorið var komið og skólinn var bú- inn. Ama var glöð í bragði þegar hún gelclc heim á leið. Henni hafði geng- ið ágætlega í prófunum. Hún hafði verið að ljúka 8.bekk og henni hafði fundist veturinn fljótur að líða. Ama var búinn að fá sér vinnu fyr- ir sumarið. Hún hafði ákveðið að ráða sig sem kaupakonu í sveit hjá göml- um einsetubónda. Þessi bóndi var gamall vinur afa hennar og hún þekkti hann vel. Hann hét Lárus og átti heirna fyrir austan. Hún hafði komið í heimsókn til hans með mömmu sinni fyrir tveimur ámm og þótt mjög fallegt þar. Þá hafði Lárus sagt við hana að hún mætti koma og vera hjá honum eitthvert sumarið ef hún vildi og nú hafði hún ákveðið að fara í sumar. Starfið yrði ekki mjög erfitt. Hún átti að elda fyrir þau og þvo þvottinn og hjálpa Lámsi úti við. Lárus hafði alltaf tekið ungling í vinnu til sín á sumrin og nú hafði hann sagt að Ama yrði að standa sig. Hún var rnjög ánægð yfir því að Lár- us vildi taka hana því að henni fannst mjög gaman að dýrum og að vera úti í náttúrunni. En það var eitt sem skyggði á gleð- ina. Mamma hennar var búin að vera mikið veik um veturinn og í fyrstu vildi Arna ekki fara í sveitina. En mamma hennar hafði sagt að hún yrði að fara. Arna átti engin systkini og pabbi hennar hafði dáið þegar hún var tveggja ára. Hún hafði því alltaf ver- ið ein með mömmu sinni. Systir mömmu hennar, Dagný, ætlaði að hjálpa henni meðan Arna væri í sveitinni. Því mamma var slöpp og mátti lítið gera. Loksins var dagurinn mnninn upp. Ama átti að fara með rútu til Hafnar í Hornafirði og þangað ætlaði Lárus að sækja hana á jeppanum sínum. Arna vaknaði klukkan sjö því að rútan átti að fara klukkan átta. Hún var búin að pakka öllu niður í tösk- ur svo að hún var alveg tilbúin. Hún átti bara eftir að kveðja mömmu sína og svo ætlaði Dagný að aka henni niður á Umferðarmiðstöðina. Rútan brunaði áfram og Örnu fannst óþægilega heitt. Veðrið var mjög gott og rútan var full af alls kon- ar fólki. Þegar loks var komið á áfangastað þá var Arna orðin mjög þreytt. Láms tók á móti henni og þau þurftu að aka tuttugu kílómetra leið þangað sem hann átti heima. Arna var fegin þegar þau komu þangað eft- ir langa ferð. Bærinn, sem hann bjó á, hét Gil. Húsið var lítið, tvö svefnherbergi, eitt baðherbergi, ein stofa og eldhús. Ömu leist vel á þetta og fannst þetta allt vera mjög heimilislegt. Lárus sýndi henni herbergið hennar og sagði að hún gæti hvílt sig í dag en á morgun ætti hún að byrja að vinna. Daginn eftir vaknaði Arna klukk- an átta. Hún heyrði að Lárus var í eldhúsinu eitthvað að braska. Hún dreif sig strax á fætur og fór fram þar sem Lárus var að elda hafragraut. Hann bauð henni að setjast og skammtaði henni graut á disk. Á eft- ir gekk Arna frá öllu í eldhúsinu og svo sagði Lárus henni að koma út. Þegar hún kom út þá tók hundurinn Kátur á móti henni. Lárus sýndi henni öll dýrin. Hann átti tvo hesta, sem hétu Gráni og Sokki, og eina meri sem var kölluð Brúnka. Beljurnar voru tvær, þær Skjalda og Rauðka. Arna var strax hrifin af kálfinum hennar Skjöldu sem hét Dimma. Auk þess var Lárus með fimmtíu ær sem vom á beit á túninu næst bænum. Dagarnir liðu og Arna hafði alltaf nóg að gera bæði úti og inni. Hún fékk að fara á hestbak á kvöldin á honum Grána en hann var mjög spakur. Henni þótti líka mjög vænt um Brúnku en hún var fylfull og átti að kasta eftir rúmlega þrjár vikur. Arna hlakkaði mikið til því að hún hafði aldrei séð nýfætt folald. Æmar voru allar búnað að bera og lömbin farin að stækka. Eina nóttina vaknaði Arna við að Láms barði á hurðina. Hann bað hana 2 6 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.