Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1991, Blaðsíða 20

Æskan - 01.08.1991, Blaðsíða 20
verið komið fyrir í Næfurholti til að leita þeirra. Gekk hann á fjöll og reyndi að hafa uppi á þeim en án ár- angurs. Var eins og jörðin hefði gleypt þá. Nú sá ég í hendi mér að svo var ekki. Þeir höfðu aðeins verið fluttir um set. En að ég yrði þátttakandi í feluleiknum og ævintýrinu, það hafði mér aldrei dottið í hug. Þá hafði pabbi talað urn að þetta gæti verið hættu- Sögumaður er ungur dreng- ur, bóndasonur í Selsundi, skammt frá Heklu. Sagan gerist í byrjun síðari heims- styrjaldarinnar. Þar er kom- ið sögu í 2. kafla að faðir drengsins hefur sagt honum að tveir Þjóðverjar um tví- tugt séu í felum í Bólhelli í hrauninu skammt frá bœn- um. Þeir séu að flýja Breta. Hœttulegt geti verið að vita um þá. Hann vill að engir viti neitt nema þeir tveir ... Mér var ekki alveg ókunnugt um þessa menn. En að þeir væru svona nærri hafði mér aldrei komið til hug- ar. Snemma um vorið hafði komið að Selsundi hópur manna af þýska skip- inu Bahaia Blanca sem sokkið hafði undan íslandsströndum. Við vissum ekki annað en að þeir hefðu komið til að skoða Heklu. Þeir tóku ósköp- in öll af myndum og oft af ýmsu sem mér fannst nú ekkert sérstakt. Þeir fengu að sofa í hlöðunni og einhverj- ir tveir í Bláu stofunni sem annars var svefnstaður minn. Svo var það eitt kvöldið að þeir rifu allar filmum- ar úr vélum sínum og af spólunum sem þeir höfðu tekið á. Næsta morg- un voru þeir svo horfnir. Hirti ég nú allar þessar filmur og spólur til að leika mér að. Fékk ég þannig mikið af óvenjulegum leikföngum sem ég vissi eiginlega ekki hvernig ég ætti að nýta mér. Þeir höfðu líka verið með útvörp að ég hélt en samt aldrei hlustað á það sarna og var í útvarp- inu okkar og við vorum að hlusta á. Mér fannst allt sem þeir voru að hlusta á vera tómar truflanir og snark í tækjunum. Varð ég þess líka var að þeim var lítið gefið um að ég væri að þvælast í kringum þá. Þó sögðu þeir ekkert beint við mig enda skildi ég þá ekki því að eina erlenda málið sem ég hafði einhverja hugmynd um, var sænska. Tveim dögum eftir að þeir fóru vorum við pabbi að vinna á túni í Leyninum snemma morguns. Þá kallaði mamma í okkur og sagði okk- ur að koma strax heim og hlusta á útvarpið, það væru fréttir í morgun- útvarpinu sem við yrðum að heyra. Þama fengum við að heyra að ísland hefði verið hernumið af Bretum um morguninn eða nóttina. Seinna fréttum við svo að menn- irnir, sem verið höfðu hjá okkur, hefðu verið handteknir af hermönn- urn á leið sinni til Reykjavíkur og sendir áfram í fangabúðir til Bret- lands. Nokkru seinna fréttum við af tveirn mönnum í tjaldi í hólma úti í Rangá, ofan við Glerhausvaðið. Var talið að þama væri um að ræða Þjóð- verja sem væru á flótta undan hern- um. Síðan höfðu þeir horfið og eng- inn vissi hvert. Það næsta, sem frétt- ist, var að enskum hermanni hefði legt. „Vegna þess að nú er stríð í heiminum," hafði hann sagt. Eg hafði um nóg að hugsa þetta kvöld. Ég svaf í Bláu stofunni þar sem Þjóðverjarnir höfðu fengið að sofa í byrjun maí. Það gefur auga leið að ég sofnaði heldur seint þessa nótt. Forvitnin varð öllu öðm yfirsterk- ari. Auðvitað vildi ég, sveitastrákur- inn uppi í afdal, verða þátttakandi í slíku ævintýri. Mér fannst þetta satt að segja ekki vera neitt ómerkilegra ævintýri en þau sem ég hafði lesið um í bókum eða hlustað á í útvarpi. Nú gerðist það allt í einu heima hjá mér. Ég gerði mér enga grein fyrir hættum eða slíku sem af þessu gæti leitt. Allar hættur í ævintýrum vom þannig að menn sluppu frá þeim. Þannig hlaut einnig að fara með þetta ævintýri. Björn bróðir minn hafði útvegað mér sænska kennslubók og kennt mér það mikið í henni að einhvem veginn fannst mér ég fær í flestan sjó. Því gæti ég ef til vill talað eitthvað við þá. Forvitni og tilhlökkun voru því sterkustu kenndimar hjá mér þeg- ar ég vaknaði morguninn eftir. Ég beið þess með óþreyju að við pabbi 2 0 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.