Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1991, Blaðsíða 7

Æskan - 01.08.1991, Blaðsíða 7
„ Sœktu Staldrað vib hjá ungum veibimönnum Þessir ungu menn voru ab veið- um í smábátahöfninni á Akureyri þegar blabamann Æskunnar bar þar ab garbi í sumar. Drengurinn á efri myndinni meb húfuna heitir Davíb Sigurbur Snorrason og er 11 ára. Vib hlibina á honum stendur Egg- ert Hannesson 10 ára. Hann er meb Maríufiskinn sinn, fyrsta fiskinn sem hann veibir á ævinni, á færinu sínu. Þetta er marhnútur sem beit á einmitt þegar ab þeir voru ab stilla sér upp fyrir framan myndavélina. Eggert var ab vonum ánægbur meb veibina og ákvebinn í ab kaupa sér stöng við fyrsta tækifæri. Þetta var fjórbi dagurinn í röb sem Davíb renndi færi. Hann hafbi ekkert veitt þennan dag en sagbist alltaf veiba eitthvab, hann færi aldrei heim meb öngulinn í rassinum. Á nebri myndinni er Andri Páls- son 11 ára. Hann er reyndur veibi- mabur og hafbi fengib tvo litla þorska. Þeir Andri og Davíb sögbu ab aballega veiddust smáþorskar og marhnútar í höfninni. „Vib gefum ketti, sem heitir Leó, alla þorska sem vib veibum en hann vill ekki sjá marhnútana," sögbu þeir. „Þab er oft betra ab veiba í mik- illi sól en rigningu því ab þá heldur fiskurinn sig mikib í skugganum af bryggjustaurunum." Strákarnir fræddu okkur á því ab í hvert skipti sem þeir hrepptu mar- hnút opnubu þeir á honum kjaft- inn, hræktu upp í hann og segbu: „Sæktu hann afa þinn!" og hentu honum um leib út í sjóinn aftur. En af hverju gera þeir þetta? „Af því ab þab veit á veibi- heppni," svörubu þeir um hæl. Piltarnir hafa ekki hugsab sér ab leggja fyrir sig sjómennsku í fram- tíbinni þó ab veibiskapurinn heilli á vissan hátt. Davíb og Andri ætla ab verba flugmenn en Eggert mat- reibslumabur. „Þab er miklu skemmtilegra ab veiba fiska í tómstundunum heldur en hafa þab ab atvinnu," sögbu þeir ab síbustu. Eggert Hannesson og Davíð Sigurður Snorrason Andri Pálsson i Mjóeyrarvíkinni Á hringferb okkar um landib rákumst vib á fleiri unga veibi- menn og nú á Eskifirbi. Þessir sveinar voru ab veibum í Mjó- eyrarvíkinni, rétt utan vib bæ- inn, ab kvöldi til. Veður var á- kjósanlegt, hlýtt og algert logn. Ekki hafbi bitib á hjá strákunum þegar okkur bar ab enda voru þeir svo ab segja nýbyrjabir. Tveir þeirra höfbu orbib fyrir því óláni í upphafi ab línur þeirra flæktust; þeir höfbu kastab of nálægt hvor öbmm. Fullorbinn mabur, sem var meb þeim, gat, sem betur fór, greitt snarlega úr flækj- unni piltunum til mikils léttis. Strákarnir tjábu okkur ab á Eskifirbi veiddust aballega smáseibi. Einn þeirra hafbi reyndar verib svo heppinn ab veiba fjögurra punda lax í fyrrasumar. Agnib, sem þeir nota til ab lokka fiskinn ab önglinum, er einkum fluga eða mabkur. Þeir kvábust ekk- ert vissir um ab verba sjó- menn í framtíbinni þó ab þeim þætti gaman ab veiba. Hvab þeir tækju sér fyrir hend- ur yrbi bara ab koma í Ijós. -E.I. Eskfirskir veiðimenn. Fremstir eru þeir Birnir Snœr Gunnlaugsson 8 ára og Sturia Halldór Kristjánsson 6 ára. Fyrir aftan þá sjást ógreinilega þeir Vilhelm Arnar Kristjánsson 8 ára og Ragnar Sigurmundsson 7 ára. 7 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.