Æskan

Volume

Æskan - 01.08.1991, Page 7

Æskan - 01.08.1991, Page 7
„ Sœktu Staldrað vib hjá ungum veibimönnum Þessir ungu menn voru ab veið- um í smábátahöfninni á Akureyri þegar blabamann Æskunnar bar þar ab garbi í sumar. Drengurinn á efri myndinni meb húfuna heitir Davíb Sigurbur Snorrason og er 11 ára. Vib hlibina á honum stendur Egg- ert Hannesson 10 ára. Hann er meb Maríufiskinn sinn, fyrsta fiskinn sem hann veibir á ævinni, á færinu sínu. Þetta er marhnútur sem beit á einmitt þegar ab þeir voru ab stilla sér upp fyrir framan myndavélina. Eggert var ab vonum ánægbur meb veibina og ákvebinn í ab kaupa sér stöng við fyrsta tækifæri. Þetta var fjórbi dagurinn í röb sem Davíb renndi færi. Hann hafbi ekkert veitt þennan dag en sagbist alltaf veiba eitthvab, hann færi aldrei heim meb öngulinn í rassinum. Á nebri myndinni er Andri Páls- son 11 ára. Hann er reyndur veibi- mabur og hafbi fengib tvo litla þorska. Þeir Andri og Davíb sögbu ab aballega veiddust smáþorskar og marhnútar í höfninni. „Vib gefum ketti, sem heitir Leó, alla þorska sem vib veibum en hann vill ekki sjá marhnútana," sögbu þeir. „Þab er oft betra ab veiba í mik- illi sól en rigningu því ab þá heldur fiskurinn sig mikib í skugganum af bryggjustaurunum." Strákarnir fræddu okkur á því ab í hvert skipti sem þeir hrepptu mar- hnút opnubu þeir á honum kjaft- inn, hræktu upp í hann og segbu: „Sæktu hann afa þinn!" og hentu honum um leib út í sjóinn aftur. En af hverju gera þeir þetta? „Af því ab þab veit á veibi- heppni," svörubu þeir um hæl. Piltarnir hafa ekki hugsab sér ab leggja fyrir sig sjómennsku í fram- tíbinni þó ab veibiskapurinn heilli á vissan hátt. Davíb og Andri ætla ab verba flugmenn en Eggert mat- reibslumabur. „Þab er miklu skemmtilegra ab veiba fiska í tómstundunum heldur en hafa þab ab atvinnu," sögbu þeir ab síbustu. Eggert Hannesson og Davíð Sigurður Snorrason Andri Pálsson i Mjóeyrarvíkinni Á hringferb okkar um landib rákumst vib á fleiri unga veibi- menn og nú á Eskifirbi. Þessir sveinar voru ab veibum í Mjó- eyrarvíkinni, rétt utan vib bæ- inn, ab kvöldi til. Veður var á- kjósanlegt, hlýtt og algert logn. Ekki hafbi bitib á hjá strákunum þegar okkur bar ab enda voru þeir svo ab segja nýbyrjabir. Tveir þeirra höfbu orbib fyrir því óláni í upphafi ab línur þeirra flæktust; þeir höfbu kastab of nálægt hvor öbmm. Fullorbinn mabur, sem var meb þeim, gat, sem betur fór, greitt snarlega úr flækj- unni piltunum til mikils léttis. Strákarnir tjábu okkur ab á Eskifirbi veiddust aballega smáseibi. Einn þeirra hafbi reyndar verib svo heppinn ab veiba fjögurra punda lax í fyrrasumar. Agnib, sem þeir nota til ab lokka fiskinn ab önglinum, er einkum fluga eða mabkur. Þeir kvábust ekk- ert vissir um ab verba sjó- menn í framtíbinni þó ab þeim þætti gaman ab veiba. Hvab þeir tækju sér fyrir hend- ur yrbi bara ab koma í Ijós. -E.I. Eskfirskir veiðimenn. Fremstir eru þeir Birnir Snœr Gunnlaugsson 8 ára og Sturia Halldór Kristjánsson 6 ára. Fyrir aftan þá sjást ógreinilega þeir Vilhelm Arnar Kristjánsson 8 ára og Ragnar Sigurmundsson 7 ára. 7 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.