Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1991, Blaðsíða 37

Æskan - 01.08.1991, Blaðsíða 37
t Þrautatími eftir Petrínu Soffíu Þórarinsdóttur 13 ára. _____A____________A__ „Almáttugur! Þetta getur bara ekki staðist!" María taldi aftur dagana á dagatal- inu. Einn, tveir, þrír - fjórir dagar fram yfir. Þetta gat ekki verið, ekki núna. Hún hafði hætt að vera með Geira fyrir noklou. Kannski var þetta bara vegna taugaálags. Það gerðist víst oft. Ef hún væri ólétt ... Tilhugsunin var hræðileg. Mamma hennar myndi tryllast. Að bæta barni við á heimil- ið! Fjögur voru fyrir. María var elst, sextán ára. Mamma hennar og pabbi skildu skömmu eft- ir að hún fæddist. Þá giftist mamma hennar Svenna og þau eignuðust þrjú böm. Það yngsta var tveggja mánaða. Maríu líkaði ágætlega við lítil böm en henni leist ekki á að verða móðir svóna ung. Pabbi hennar bjó með konu og fjómm börnum úti á landi. Hann reri á trillu. María hugsaði til hans. Kannski gæti hún farið þang- að. Hún gat ekki hugsað sér að fara í fóstureyðingu. Henni fannst órétt- látt að deyða ófætt bam. Hvað sem hver segði ætti hún það og skoðun hennar skipti meginmáli. En það var best að hafa ekki svo miklar áhyggj- ur. Kannski var þetta bara vegna streitu. Hún fór fram í eldhús þar sem mamma hennar var að gefa tvíburun- um að borða. Þeir vom að rífast eins og venjulega. María hugsaði með skelfingu til þess að þetta gætu ver- ið tvíburar. Það var mikið af þeim í hennar ætt og mamma hennar var tvíburi. Yngsta bamið grét án afláts í vögg- unni á ganginum. Það var strákur. Hann var greinilega svangur og þagn- aði um leið og mamma settist með hann í sófann og gaf honum brjóst. Maríu gekk illa að sjá fyrir sér sjálfa sig með barn á brjósti. Hún hætti að hugsa um þetta og fór þess í stað að tala við mömmu sína. „Hvernig finnst þér að ég fari til pabba í sumar? Ég get áreiðanlega fengið vinnu í frystihúsinu þar eftir því sem hann segir. Mig langar líka til að kynnast þessum hálfsystkin- um mínum. Það er svo leiðinlegt að vita varla hvernig þau líta út, hvað þá meira." Það leit út fyrir að mamma henn- ar væri sammála henni. María var viss um að hún yrði fegin að losna við sig í smá tíma. Þær rifust oft og voru ekki alltaf góðar vinkonur. Eft- ir stutta stund var mamma hennar búin að samþykkja að hún færi. Mar- ía stökk að símanum til að hringja í pabba sinn. Henni var svarað sam- stundis. Það var stelpa sem svaraði. María bjóst við að það væri elsta hálf- systir hennar, Eydís, sem var á svip- uðum aldri og hún. Pabbi hennar var á sjó en Lauga, konan hans, kom í símann. Þegar hún hafði heyrt hvað María vildi virtist hún ánægð. Hún sagði að María væri alltaf velkomin og þau yrðu ánægð að fá hana. María sagði mömmu sinni hvað Lauga hefði sagt. Því næst hringdi hún á flugvöllinn. Hún fékk að vita að hún þyrfti að fara nærri helming leiðarinnar í rútu. Hún var ekki mjög hrifin af því en ákvað að fara samt. Hún stökk inn í herbergi og byrjaði að pakka niður. I rútunni fór hún að hugsa um mömmu sína. Þegar hún var að kveðja hana höfðu komið tár í aug- un á henni. Hún sagðist eiga eftir að sakna hennar. Hvernig ætli henni yrði við ef hún frétti að hún væri ó- létt? María gat ekki hugsað sér að verða móðir strax. Nú var hún hætt að vera með Geira. Hún yrði einstæð móð- ir. Hún gæti áreiðanlega ekki haldið áfram í skóla eins og hún hafði ætl- að sér. Kannski myndi mamma hennar þó hjálpa henni og gæta barnsins svo að hún gæti stundað nám. Kannski gæti hún gefið barn- ið. Raunar var alls ekki víst að hún væri ólétt. Hún hafði heyrt að allt að Æ S K A N 4 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.