Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1991, Síða 15

Æskan - 01.10.1991, Síða 15
Nanna og Guö- rún Erla meö nokkra dauöa lunda. alls ekkert á sig fá þó a& haug- rigndi allan tímann me&an á æf- ingunni stóð. Þeir vissu sem var að þaö er sjaldan spurt að veðri þegar knattspyrnuleikir fara fram og því verður líka að æfa sig við erfiðar aðstæður. Þeir kváðust Vestmanna- eyjabœr flestir ætla að verða atvinnufót- boltamenn í framtíðinni. Þeir minntust þess áreiðanlega að á- trúnaðargoð þeirra, Vestmanna- eyingurinn Asgeir Sigurvinsson, gat látið drauminn um að leika með heimsfrægum liðum ræt- ast. Af hverju ekki þeir líka? Eftir að hafa fylgst með knatt- spyrnuæfingunni um stund héld- um við niður í Spröngu, eins og það er nefnt, í von um að hitta þar fyrir krakka í „þjóðaríþrótt" Eyjaæskunnar, sprangi. Jú, viti menn! Þarna voru tveir ungling- ar, strákur og stelpa, að sveifla sér í vaði á milli klettasyllna og gerðu það fimlega. Ungmennin gerðu hlé á leikn- um stutta stund til að spjalla við tíðindamann Æskunnar. Þau sögðust vera ofan af landi en ekki úr Eyjum. Þetta voru þau Valgeir Scheving Ævarsson, 11 ára Reykvíkingur, og Áslaug Sig- urðardóttir, 14 ára frænka hans, búsett í Hafnarfirði. Þau kváðust spranga í hvert skipti sem þau kæmu til Eyja og væri það ó- missandi liður í heimsókninni. Valgeir hafði komið tólf sinnum áður og oftast til að taka þátt í þjóðhátíðinni. Áslaug hafði líka komið margsinnis í sama til- gangi. Lundinn bragbvondur Fimm börn á aldrinum 2ja-6 ára voru við kofasmíðar í vesturhluta bæjarins. Þau voru of ung til að spranga en þau voru þeim mun kappsfyllri við smíðarnar. Eins og sjá má á myndinni hér á síðunni þá voru þau langt komin með kofann og elsta barnið, sem hafði orð fyrir hópnum, tók fram, líklega svo að það færi ekki á milli mála, að ætlunin væri að hafa þak á kofanum. Það yrði bara ekki smíðað fyrr en daginn eftir. Á einn gaflinn var búið að negla upp skilti sem á stóð: Ný málað! „Við ákváðum að setja það upp strax svo að það væri búið því að við ætlum að mála kof- ann mjög fljótlega," sagði for- mælandi hópsins. Blaðamabur fékk að taka myndir af krökkunum en hélt svo

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.