Æskan - 01.10.1991, Page 28
Vísindaþá ttur
Umsjón: Þór Jakobsson
Á hafísslóbum
í vísindaþáttum Æskunnar
hefur öðru hverju verið fjall-
að um Norður-íshaf. Það er
nyrsta haf á jörðinni, norðan
við Grænland, Kanada,
Alaska, Síberíu og
Skandinavíu. Það er ísi þakið
árið um kring en að vísu ekki
jafnþykkum ís á sumrin og á
veturna þegar kuldar ríkja
og myrkur grúfir yfir á enda-
lausum ísbreiðunum.
Vísindamenn, sem kanna
veðurfar jarðarinnar og
breytingar á því, leggja nú
mikla áherslu á að rannsaka
norðurslóðir og raunar veð-
urfar hinum megin á hnett-
inum líka eða með öðrum
orðum veðrið umhverfis
báða pólana, norðurpól og
suðurpól jarðar. Á suðurpól
er land en ekki haf, Suður-
heimskautslandið þar sem
eru há fjöll og jöklar. En
firnamikill hafís er á hafinu
kringum landið.
Talið er víst að breytingar
á veöri og hafstraumum pól-
svæða geti haft áhrif á veðr-
ið annars staðar á jörðinni.
Við rannsóknir á köldum
hafísslóðum eru notuð mæli-
tæki og farartæki sem eru
gjarnan öðruvísi en á hlýrri
stöðum. Skipin eru styrkt,
þ.e.a.s. smfðuð þannig að
þau þoli árekstra við fsinn.
ísbrjótar kallast skip sem eru
smíöuð sérstaklega með það
í huga ab þau geti brotist
gegnum þykkan ís. íslend-
Veburathugunar-
stöö fyrír skip.
ingar eiga engan ísbrjót en
íslensk skip eru þó yfirleitt ís-
styrkt svo að þau geta þokað
sér varlega í gegnum dreifð-
an ís.
Síbastlibið haust var ég
sem oftar í leiöangri norður
meb Grænlandi á hafrann-
sóknaskipinu Bjarna Sæ-
mundssyni. Á haustin er ís-
inn minnsturvið Grænland
en engu að síöur þurftum
við öbru hverju ab þoka okk-
ur ofurvarlega gegnum ís-
spangir. Hins vegar hef ég
farib með stærsta ísbrjóti
Kanada um hávetur norður
ísi þakið haf milli Grænlands
og Kanada. Hann heitir Lou-
is S. St. Laurent og er 1 0
þúsund tonn. Þá var ruðst
gegnum ísinn meb ógnar-
krafti. Þó fór svo ab ísinn
varb ísbrjótnum um megn
og vib þurftum að snúa vib.
í annað skipti fór ég á sov-
éska ísbrjótnum Otto
Schmidt norbur meb ísjabr-
inum vib Austur-Grænland.
Hann var minni en sá
kanadíski en gat þó siglt
miklu víðar um en nokkurt
íslenskt skip og jafnvel brot-
ist um eina sjómflu inn á
sjálfa ísbreiðuna.
Einn aflmesti ísbrjótur
heims er sovéska kjarnorku-
skipið Arktika. Hann getur
farib gegnum tveggja metra
þykkan ís viðstöðulaust á
talsverðum hraða. Stærsta
skip, sem breytt hefur verib í
ísbrjót, heitir Manhattan og
er hann 1 50 þúsund tonn,
engin smásmíði. Hann hefur
farið svonefnda norðvestur-
leib milli stóru eyjanna nyrst
í Kanada. Sú leib var farin
fyrst árið 1906. Hins vegar
kallast leiðin norðan Síberíu
um Norður-íshaf norðaust-
urleið. Þab er leiðin milli Atl-
antshafs og Kyrrahafs sem
vib höfum greint frá ábur í
vísindaþætti Æskunnar.
2 8 Æ S K A N