Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1991, Qupperneq 33

Æskan - 01.10.1991, Qupperneq 33
Pabbi: Ég skil ekki hvab gengur að úrinu mínu. Ég verð víst ab fara með þab til úrsmiðs. Binni: Þess þarf ekki, pabbi minn. Við Sigga þvoðum þab svo vel að innan úr sápuvatni í dag ... Kaupstaöarbúi: Mér sýnist kýrin þín horfa meö fyritlitningu á hann son þinn. Bóndinn: Hún hefur fulla ástœöu til þess því aö hún fékk fyrstu verölaun á gripasýningunni í gœr en strákurinn stóöst ekki prófiö í skólanum í dag. Skipstjóri viö hafnsögumann: Þér þekkið náttúrlega öll sker sem eru á þessari leið. Hafnsögumaðurinn: ]á, hvert og eitt einasta. í því bili rennur skipið á sker ... „Hérna kemur það fyrsta ..." Viðskiptavinur: Tvo bolla af kaffi, þökk fyrir. Án rjóma. Afgreiðslumaöur: Því miður bjóbum vib ekki rjóma. En þú getur fengiö tvo bolla af kaffi án mjólkur ... Kona kom þjótandi inn í verslun og kallaði: „Gætir þú verið svo góð að afgreiða mig ó undan öðrum? Maðurinn minn situr og bíður." Afgreiðslustúlkan: Hvað vantar þig? Konan: Salernispappír... Magga: Sérbu manninn á stígnum? Þab er maöurinn minn. Hann er að skokka. Sigga: Er þab sá sem er meb rauöa trefilinn? Magga: Þab er ekki trefill. Þetta er tungan! „Ertu nýkominn úrfríi? Hvernig var veðrið?" „Þab rigndi allan tímann." „En þú ert svo Ijómandi fallega brúnn." „Brúnn ...? Þetta er bara ryð." „Þúsund kall strax — efþú vilt ekki að ég skjóti." „Sjálfsagt. Geturðu skipt fimm þúsund króna seðli?" „Mamma! Eiríkur er sá eini rétti! Ég finn hvernig hjarta hans berst þegar hann heldur utan um mig." „Gættu þín, Ása mín. Mér fannst þetta líka þegar pabbi þinn faömaði mig. Hann lék á mig í eitt ár. En þab var bara gamla vasaúrið hans ..." Mamma: Óli þó! Hefurbu gleypt alla títuprjónana? Óli (fimm ára): Nei, nei. Ég gaf Katrínu litlu helminginn. Mabur kom inn á pósthús og spurði: „Verbur þetta bréf komiö til Egilsstaða á morgun ef ég afhendi það núna?" „Já, já." „Hver skollinn. Þab á bara að fara til Akureyrar." Maöur benti litlum syni sínum á stóra höll og sagöi: „Þarna á kóngurinn heima!" „ Vál" sagöi drengurinn. „En hvar eiga drottningin og gosinn heima?" Roskin kona þorði ekki að fara yfir götu því að umferð var mikil. Þekktur stjórnmálamaður bauðst til að leiða hana yfir. Hún var mjög fegin og þakkaði honum vel. Þá spurbi stjórnmálamaðurinn: „Kannski þú viljir stybja mig og flokkinn minn í kosningunum næsta vor ..." „Æ, það held ég ekki, elskan mín," svaraði konan. „Fæturnir eru fúnir sig en ég er skýr í kollinum enn þá!" — Hvar varstu í gœr, MacDonald? — Ég var heima og hélt jólin hátíðleg. - Jólin?! í janúar? — Já. Jólatrén eru afar ódýr núna. Tveir erlendir menn voru á ferð um landið. Þeir voru fremur illa til fara. Einhverjir höfðu kennt þeim fáein orð í íslensku. Þeir gátu sagt: „Já," „milljón" og "húrra fýrir því!" Dag nokkurn voru þeir staddir fyrir utan banka. Þá heyrðu þeir aðvörunar- væl og sáu lögregluþjóna koma hlaupandi. Einn þeirra spurbi þá: „Rænduð þib bank- ann?" „Já," svöruðu ferða- mennirnir. „Hve miklu stáluð þib?" „Milljón." „Þá verð ég að handtaka ykkur." „Húrra fyrir því!" sögðu ferðamennirnir. Æ S K A N 3 7

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.