Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1991, Síða 34

Æskan - 01.10.1991, Síða 34
Útilegumenn Framhaldssaga eftir Sigurð Þorsteinsson skólastjóra. Sagari gerist í byrjun síð- ari heimsstyrjaldarinnar - að Selsundi skammt frá Heklu. Tveir Þjóðverjar um tvítugt eru í felum í Bólhelli skammt frá bœnum. Um þá vita engir nema sögumaður, ungur drengur, og faðir hans ... 3. kafli Seinni heimsstyrjöldin Það var ekki vafi á að framundan voru mikil ævintýri. En nú var mér að verða ljóst að þetta gat allt verið nokkuð hættulegt. Seinni heimsstyrj- öldin var komin í Selsund og við vor- um orðin þátttakendur í henni á viss- an hátt. Spurningin, sem næst vakn- aði hjá mér, var hvernig öllu þessu mundi lykta, ekki hvort Þjóðverjar eða Bretar mundu vinna styrjöldina heldur hvort ævintýrið fengi að vera hjá okkur í líki þessara manna leng- ur eða skemur. Það brá líka aðeins fyrir spurningunni um hvort raun- verulega gæti komið til skotbardaga. En þá spurningu kæfði ég víst alltaf í fæðingu. Gamli útilegumaðurinn átti að hafa verið skotinn. Þetta olli stund- um óþægilegri tilfinningu hjá mér, aðallega í maganum. Mér varð sem sé undir niðri smám saman ljóst hví- lík hætta gat verið á ferðurn. Að skjóta mann, sem hafði gert eitthvað af sér, var víst sjálfsagt í gamla daga. En hvað höfðu þessir ungu Þjóðverj- ar gert af sér? Giltu þessar gömlu regl- ur enn? Af hverju höfðu menn þá ekki verið skotnir á íslandi árum saman? Ég hafði margar ástæður til að brjóta heilann um þetta og get varla sagt að ég hafi komist að niðurstöðu. Við vorum búnir að stinga út hjá hrútunum og sauðunum þegar við héldum loks heim. Það tók sinn tíma þótt ekki væri kofinn stór. Pabbi stakk hnausana með skóflunni en ég bar þá út á gafflinum. Loks héldum við heim til miðdegisverðar. Nú var að koma sá tími að um hægðist í allri vinnu á heimilinu. Rúningu var að ljúlca, búið að gefa ormalyf og sleppa öllu fénu. Sauð- burði og mörlcun lambanna var næst- um lokið líka. Bjöm bróðir minn var nú kominn í Háskóla íslands og varð því að vinna fyrir námi sínu í Reykja- vík á sumrin. Af þeim sökum kom hann ekki heim á vorin. Annars var þetta einmitt tíminn sem við höfð- um venjulega átt saman við athug- anir okkar á hrauninu, gróðri þess, klettum og hellum og enn fremur úti um fjöll og móa við hvers konar nátt- úruskoðun. Þá kenndi hann mér að þekkja all- ar plöntur sem á heimalandinu var að finna, auk fugla og annarra dýra sem þar voru. í huga mínum voru þessar könnunarferðir á borð við það þegar landkönnuðir kynntu sér nýja hluta heimsins og lífríki þeirra. Bimi tókst að gera hvem leiðangur sérstak- an og vekja áhuga minn að því marki að þessar kennsluferðir með honum urðu mér sífellt tilhlökkunarefni. Hann vakti ekki síður forvitni mína um það hvað hver einstakur staður, lækur, flöt eða stór steinn hét, innan landareignarinnar og utan. Sát- um við þá á sjónarhóli og sáum vítt um land. Var það þá hlutverk mitt að rifja upp heiti kennileitanna er við sáum, jafnvel sögu þeirra ef tekist hafði að finna hana í einhverri þeirra bóka er hann hafði bent mér á að lesa um efnið. Fannst mér til dæmis mik- ið til um öll nöfnin á Selsundsfjalli. í upphafi hafði það aðeins verið eitt fjall með einu nafni í huga mínum. Það náði að vísu frá rótum Heklu að Fálkhamri en nú voru fundin mörg nöfn á þessu langa fjalli eða réttara sagt á ýmsum hlutum þess. Þá voru ekki síður til ýmis nöfn á ýmsum hlutum hraunanna. Ekki var talið nóg að ég þekkti nöfn eins og Norður-hraun og Suður-hraun. Nú varð ég að geta svarað hvar Nónklettar voru og raunar af hverju þeir voru nefndir svo. Hvað fólst í ýmsum nafn- giftum á ólíklegustu stöðum? Því varð ég að gera skil. Frá Selsundsbænum bar sól yfir þessa kletta um nónbil. (Klukkan þrjú) Þetta var sú tímamæl- ing sem forfeður okkar höfðu notað. Þannig vissu þeir hvað tímanum leið. Nafnið var komið úr latínu „nona" 3 8 Æ S K A N

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.