Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 15

Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 15
FRÁ ÝMSUM HLIÐUM Jón K. Guðbergsson stór- gæslumaður unglingastarfs IOGT (= formaður stjórnar barnastúkna á íslandi) skritar: W GLIMAN FRAM UNDAN Jón K. Guöbergsson, formaður stjórnar barnastúkna, ásamt tveimur verðlaunahöfum í þrí- þrautarkeppni á Jónsmessumóti barnastúkna. Hæ, stelpur og strdkar! Ég heiti Jón. Það getur verið dálítið erfitt að á- varpa lesendur Æskunnar vegna þess að þeir eru á öllum aldri. Við skulum ekki fást um það hvað ég kalla ykkur. Staðreyndin er sú að það er ekki til neitt gott heiti sem á við alla aldurshópa sem lesa Æskuna. Flestir eru sennilega mjög ungir og líkjast fremur börnum en fullorðnu fólki. Aðrir eru komnir á unglings- ár. Þeir eru ekki orðnir fullorðnir en eru ekki heldur börn lengur. Sumir líta út og hegða sér eins og fullorð- ið fólk. En hvað sem þú kallar sjálfa(n) þig þá eru þetta ár þegar alls konar spennandi breytingar verði í lífi þínu. Við vitum öll að það er ekki auðvelt að vaxa og ganga í gegnum breyt- ingar. Þú hugsar kannski sem svo: „Skilur mig nokkur og er nokkrum annt um mig og tilfinning- ar mínar? Við hvern get ég talað um allar þessar breytingar? Hvernig get ég lært að komast betur af við sjálf- an mig, vini mína og fjölskyldu?" Líklega hefur þú spurt sjálfa(n) þig þessara spurninga auk hundraða annarra! Það hafa margir á þínum aldri spurt þessara sömu spurninga. Eflaust fáum við mörg mismunandi svör og þá er komið að þér að velja og hafna. Flestir setja sér eflaust það markmið að lifa heilbrigðu lífi - en það tekst misjafnlega. Að vera unglingur er ekki alltaf dans á rósum. Við erum alltaf að rekast á eitthvað í lífinu sem við þurf- um að taka afstöðu til. Eitt af því sem við þurfum að taka afstöðu til er fíkniefni. Alltof margir byrja að nota einhver slík efni á unga aldri, t.a.m. tóbak og áfengi; halda að þau séu ósköp saklaus. En tóbak og áfengi eru ávanabindandi og hættuleg efni. Þau eru ekki eitthvað sem nauðsyn- legt er að nota. Við getum vel verið án þeirra. Þú skalt ávallt hafna slíku ef einhver býður þér. Ég kveð þig að sinni. Kannski sjá- umst við einhvern tíma. Kannski les ég bréf frá þér í Æskunni þar sem þú ert að leita svara við spurning- um sem leita á þig. Það er gott að snúa sér til Æskunnar með eitthvað sem maður kann ekki svör við. Bless, bless, Jón K. Guðbergsson. Es Þessu fylgja myndir úr Galtalæk - frá Jónsmessumóti barnastúkna. Það er líf og fjör í barnastúkunum. Þú ættir að kynna þér starfið ef þú ert ekki þegar fé- lagi. Vinnusími minn er (91) 19944. Einnig eru veittar upplýsingar í símum (91) 17594 og (91) 20010. Sr. Björn Jónsson stórtemplar með sigursælum kepp- anda í þríþraut- inni. Æ S K A N 7 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.