Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 45

Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 45
þér?" spurði faðir Jens óttasleg- inn. „Já, og nú eru þeir báðir dán- ir. - En ég kann ráð við því. Ég á enn þá eftir að óska mér!" sagði Jens glaður. „En við komumst aldrei heim ef þú eyðir óskinni þinni!" „Ég get óskað mér þess að Dauðadraugahús sé ekki til og hafi aldrei verið til! Þá getum við ekki bara komist heim heldur all- ir aðrir og enginn á eftir að vill- ast hér inn aftur." „Þetta skalt þú gera," sagði Sveinn og var augljóst að hann var hreykinn af syni sínum. Jens kastaði peningi í brunn- inn og óskaði sér: „Ég óska þess að Dauða- draugahús sé ekki til og hafi aldrei verið til," sagði hann og samstundis var hann kominn að eldhúsborðinu heima hjá Kára. Pabbi hans og Kári voru þar líka. Öll fjölskylda Kára sat við matarborðið. Þórunn, litla systir hans, var með sósu upp á nef. „Vill einhver meiri pitsu?" spurði mamma Kára. Allir litu hver á annan og eng- inn vissi hvað hann ætti að segja. „Vill einhver meiri pitsu?" spurði mamma Kára aftur. „Já!" gall í öllum - enda svangir eftir ævintýrið sem nú var á enda. Nú þurftu Jens og faðir hans að fara heim. Þegar þeir komu heim hringdi síminn. Sveinn svaraði. „Jens, það er til þín!" „Er þetta Jens?" var spurt. „Já, það er ég," svaraði Jens. „Þetta er Anna Lísa. Ert þú að gera eitthvað á föstudaginn?" „Nei," sagði Jens, dálítið vand- ræðalegur. „Viltu kannski koma í bíó með mér? Þú hefur boðið mér svo oft upp á síðkastið." „Þetta hlýtur að vera draum- ur," hugsaði Jens með sér. Var Anna Lísa virkilega að bjóða honum út? „Jahá!" gall í Jens. „Um klukkan níu," sagði Anna Lísa. „Allt í lagi," sagði Jens æstur. „Þá er það ákveðið," sagði Anna Lísa. „Sé þig!" sagði Jens og kafroðnaði. Svo að hann var að fara í bíó með Önnu Lísu! Hún sem hafði áður strítt honum svo mikið. „Aldrei hef ég skilið stelpur! Annan daginn hata þær mann en þann næsta bjóða þær manni í bíó. Þetta er alveg óskiljanlegt," hugsaði Jens. Upp frá þessu litu stelpurnar ekki jafnmikið upp til Kára. Nú var Jens þeirra maður. Nú var það Kári sem spurði Jens hvern- ig hann hefði eiginlega stjórn á stelpunum. Kári gat samt ekki verið reiður við Jens. Hann mundi hvernig Jens hafði bjargað lífi hans. Því myndi hann aldrei gleyma vegna þess að það að vera vam- píra í Dauðadraugahúsi er ó- gleymanlegt, jafnvel þótt Dauða- draugahús hafi aldrei raunveru- lega verið til. Jens og Kári voru enn betri vin: ir eftir þetta ævintýri en áður. í rauninni miklu betri. Jens og Anna Lísa hættu fljót- lega að vera saman. Jens byrjaði að vera með stelpu sem hét Sandra. Kári byrjaði að vera með Önnu Lísu. Hvorki Jens né Kári sáu Guð- mund aftur. Hann var víst frá öðrum tíma en þeir. í Dauða- draugahúsi mættust allir tímar. Kári, Jens og Sveinn sögðu eng- um frá ferðinni. Annars hefðu þeir ömgglega verið sendir til sál- fræðings. Einu sinni hittu þeir mann sem hafði orðið fyrir sömu reynslu og þeir. Þeir gátu talað við hann um Dauðadraugahús- ið. Hann sagðist hafa verið send- ur til sálfræðings af því að hann hafði ekki haldið ferð sinni leyndri. Allir sem farið höfðu til Dauðadraugahúss voru fegnir því að hafa sloppið út lifandi. Það var þeim Jens, Kára og Sveini Jóhannessyni að þakka. Æ S K A N 4 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.