Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 24
Pósthólf 523 -121 Reykjavík
KANÍNUR
Kæra Æska!
Mig langar til að fræðast um
kanínur. Hvað þarf að vera heitt
hjá þeim? Hve stórt er rúmgott búr
fyrir kanínur? Éta þær hey (þurr-
hey og/eða vothey)?
Ásta í Mývatnssveit.
Svar:
Til eru ýmsar tegundir kan-
ína: Dvergkanínur, venjulegar
isienskar kanfnur og risakanín-
ur. Rétt er að hafa stofuhita á
dvergkanínum. Þær íslensku
þola íslenska veðráttu en þurfa
að geta komist í skjól.
Því stærra sem búrið er þvi
betra. Það ætti að vera að lág-
marki einn fermetri fyrir hverja
kanínu.
Kanínur éta gras og hey.
Væntanlega er hægt að venja
þær við að éta vothey ef byrjað
er að gefa það í smáum
skömmtum.
AÐ ÞYKJA VÆNT UM ...
Kæra Æska!
Þökk fyrir gott blað.
Ég vildi gjarnan að þið birtuð
kynningu um leikarann Lou Di-
amond Phillips og létuð veggmynd
af honum fylgja Æskunni.
Ég sendi þér líka skrýtlu:
„Pabba og mömmu þykir ekki
lengur neitt vænt um mig,“ vældi
Þorsteinn litli. „Þau hafa miklu
meira dálæti á systur minni og
kaupa alls konar dót handa henni,
t.d. gleraugu, spangir á tennurnar,
innlegg í skóna og heftiplástra -
en ég fæ aldrei neitt!"
Svar:
Þvímiður fundum við ekkert
bitastætt um leikarann.
AÐDÁENDAKLÚBBUR
VINA OG VANDAMANNA
Æskupóstur!
Ég er aðdáandi leikara í þætt-
inum Vinum og vandamönnum. Ég
vil stofna klúbb og þvf bið ég alla
sem áhuga hafa á slíku að senda
mér bréf með nafni, heimilisfangi
og aldri. Ég set öll nöfnin í bók og
sendi hana til aðdáendaklúbbs leik-
aranna.
Dagný B. Helgadóttir,
Þorsteinsgötu 8,
310 Borgarnesi.
KETTIR OG
KETTLINGAR
Kæri Æskupóstur!
Ég ætla að spyrja þig nokkurra
spurninga:
1. Hvað eru kettir lengi kett-
lingafullir?
2. Hvert er einkenni þess að
svo sé?
3. Tala kettir sérstakt kattamál?
4. Skilja þeir það sem við segj-
um þeim?
Hulda.
Svar:
1. Læður ganga með í 58-63
daga.
SNYRTIFRÆÐI
Kæra Æska!
Ég þakka frábært blað.
Mig langar til að fá upplýsing-
ar um menntun snyrtifræðinga.
Hulda S.
Svar:
Snyrtifræði er löggilt iðn-
grein. Hún er kennd í Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti. Námið
tekur fimm annir - tvo og hálf-
an vetur. Til að fá réttindi í grein-
inni þarf jafnframt að vinna á
snyrtistofu í tíu mánuði sam-
kvæmt samningi við snyrti-
meistara. Að loknu bók- og verk-
legu námi er tekið sveinsþróf.
Margar stúlkur hafa áhuga á
þessu starfi en snyrtistofur eru
fremur fáar. Því er ekki auðvelt
að „komast á samning".
... AÐ FÁ AÐ LÆRA
MEIRA
Kæra Æska!
Ég sendi þér lausnir - og vísu
eftir mig:
í skóla lærir maður
skrift, reikning og fleira.
Maðurverðurglaður
að fá að læra meira.
Sigríður Erlendsdóttir 10 ára.
EFTIRLÆTI
Kæri Æskupóstur!
Ég hef mikið dálæti á NKOTB.
Mig langar til að vita hvað systkini
og foreldrar Jordans og Jónatans
heita. Getur þú sagt mér það?
Getið þið birt veggmynd með
krökkunum í Vinum og vanda-
mönnum? Ég er líka mikill aðdá-
andiþeirra.
Ásta Soffía.
Svar:
í 8. tbl. Æskunnar hófst
greinaflokkur um söngsveitina.
Þar var sagt frá Jónatan. íþætt-
inum Héðan og þaðan í sama
tbl. voru einnig upplýsingar um
þá bræður báða.
Bréfþitt sendi ég Aðdáenda-
klúbbi NKOTB á Islandi - en
hann hefur pósthólf 73, 415 Bol-
ungarvík. Eflaust færðu þaðan
upplýsingar um ýmislegt sem
þér leikur forvitni á að vita.
Við tökum beiðni um vegg-
mynd til athugunar.
ÆSKU
PÚSTUR
2 4 Æ S K A N