Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 24

Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 24
Pósthólf 523 -121 Reykjavík KANÍNUR Kæra Æska! Mig langar til að fræðast um kanínur. Hvað þarf að vera heitt hjá þeim? Hve stórt er rúmgott búr fyrir kanínur? Éta þær hey (þurr- hey og/eða vothey)? Ásta í Mývatnssveit. Svar: Til eru ýmsar tegundir kan- ína: Dvergkanínur, venjulegar isienskar kanfnur og risakanín- ur. Rétt er að hafa stofuhita á dvergkanínum. Þær íslensku þola íslenska veðráttu en þurfa að geta komist í skjól. Því stærra sem búrið er þvi betra. Það ætti að vera að lág- marki einn fermetri fyrir hverja kanínu. Kanínur éta gras og hey. Væntanlega er hægt að venja þær við að éta vothey ef byrjað er að gefa það í smáum skömmtum. AÐ ÞYKJA VÆNT UM ... Kæra Æska! Þökk fyrir gott blað. Ég vildi gjarnan að þið birtuð kynningu um leikarann Lou Di- amond Phillips og létuð veggmynd af honum fylgja Æskunni. Ég sendi þér líka skrýtlu: „Pabba og mömmu þykir ekki lengur neitt vænt um mig,“ vældi Þorsteinn litli. „Þau hafa miklu meira dálæti á systur minni og kaupa alls konar dót handa henni, t.d. gleraugu, spangir á tennurnar, innlegg í skóna og heftiplástra - en ég fæ aldrei neitt!" Svar: Þvímiður fundum við ekkert bitastætt um leikarann. AÐDÁENDAKLÚBBUR VINA OG VANDAMANNA Æskupóstur! Ég er aðdáandi leikara í þætt- inum Vinum og vandamönnum. Ég vil stofna klúbb og þvf bið ég alla sem áhuga hafa á slíku að senda mér bréf með nafni, heimilisfangi og aldri. Ég set öll nöfnin í bók og sendi hana til aðdáendaklúbbs leik- aranna. Dagný B. Helgadóttir, Þorsteinsgötu 8, 310 Borgarnesi. KETTIR OG KETTLINGAR Kæri Æskupóstur! Ég ætla að spyrja þig nokkurra spurninga: 1. Hvað eru kettir lengi kett- lingafullir? 2. Hvert er einkenni þess að svo sé? 3. Tala kettir sérstakt kattamál? 4. Skilja þeir það sem við segj- um þeim? Hulda. Svar: 1. Læður ganga með í 58-63 daga. SNYRTIFRÆÐI Kæra Æska! Ég þakka frábært blað. Mig langar til að fá upplýsing- ar um menntun snyrtifræðinga. Hulda S. Svar: Snyrtifræði er löggilt iðn- grein. Hún er kennd í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti. Námið tekur fimm annir - tvo og hálf- an vetur. Til að fá réttindi í grein- inni þarf jafnframt að vinna á snyrtistofu í tíu mánuði sam- kvæmt samningi við snyrti- meistara. Að loknu bók- og verk- legu námi er tekið sveinsþróf. Margar stúlkur hafa áhuga á þessu starfi en snyrtistofur eru fremur fáar. Því er ekki auðvelt að „komast á samning". ... AÐ FÁ AÐ LÆRA MEIRA Kæra Æska! Ég sendi þér lausnir - og vísu eftir mig: í skóla lærir maður skrift, reikning og fleira. Maðurverðurglaður að fá að læra meira. Sigríður Erlendsdóttir 10 ára. EFTIRLÆTI Kæri Æskupóstur! Ég hef mikið dálæti á NKOTB. Mig langar til að vita hvað systkini og foreldrar Jordans og Jónatans heita. Getur þú sagt mér það? Getið þið birt veggmynd með krökkunum í Vinum og vanda- mönnum? Ég er líka mikill aðdá- andiþeirra. Ásta Soffía. Svar: í 8. tbl. Æskunnar hófst greinaflokkur um söngsveitina. Þar var sagt frá Jónatan. íþætt- inum Héðan og þaðan í sama tbl. voru einnig upplýsingar um þá bræður báða. Bréfþitt sendi ég Aðdáenda- klúbbi NKOTB á Islandi - en hann hefur pósthólf 73, 415 Bol- ungarvík. Eflaust færðu þaðan upplýsingar um ýmislegt sem þér leikur forvitni á að vita. Við tökum beiðni um vegg- mynd til athugunar. ÆSKU PÚSTUR 2 4 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.