Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 14

Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 14
HEILAHUFI Laufey Steingrímsdóttir: I HADEGINU Er enginn heima þegar þú kemur heim úr skólanum í hádeginu? Ef svo er ertu ekki einn á báti því að fjöldinn allur af krökkum kemur að tómu húsi eftir skólatíma og bjarg- ar sér upp á eigin spýtur. En það er mesti misskilningur ef þú heldur að það sé einhver afsökun fyrir rusl- fæði að enginn sé heima til að taka til fyrir þig matinn. Það er nefnilega ekkert erfiðara eða meira mál að út- búa hollan mat en óhollan. Brauð, mjólk eða jógúrt og ávöxt- ur er líklega einfaldasta útgáfan af hollum hádegisverði sem flestir krakkar ættu að geta útbúið sjálfir svo framarlega sem þeir geta verið einir heima. Áleggið þarf heldur ekki endilega að vera margbrotið þótt það geti óneitanlega orðið leiðgjarnt til lengdar að borða ævinlega það sama dag eftir dag. Þess vegna getur ver- ið gott að breyta stundum til, jafnvel þótt skinka eða ostur sé eftirlætis- áleggið. Það getur til dæmis verið ágætt að eiga stöku sinnum tilbúið í ísskápnum annars konar álegg, ann- að hvort niðursneitt egg og tómat eða ef til vill salat úr túnfiski eða rækjum að ógleymdri gúrku og kæfu, allt eftir því hvað ykkur finnst gott og hvað ertil á heimilinu. Heitt ostabrauð er vinsælt hjá mörgum krökkum. Þeir sem á ann- að borð hafa aldur og þroska til að nota ofn geta til tilbreytingar sett bakaðar baunir í tómatsósu á brauð- ið, skellt ostsneiðum yfir baunirnar og hitað allt saman í ofni í eldföstu fati þar til osturinn hefur bráðnað, alveg á sama hátt og venjulegt osta- brauð. Mestu máli skiptir þó að fá sér einhvern almennilegan mat í hádeg- inu. Því hætt er við því að sætindi, kex og aðrir næringarsnauðir auka- bitar verði til að seðja hungrið þeg- ar líða tekur á daginn ef hádegismat- urinn er lítill og lélegur. Sælgæti, kex og „snakk“ (hrökkbitar) veita ekki þau næringarefni sem eru nauðsyn- leg ungu fólki til að þau nái árangri hvort heldur er í námi eða íþróttum. Brauð, mjólk og ávöxtur eða hrátt grænmeti er holl næring í hádeginu. Það getur verið auðveldara að borða hollan mat en þú heldur. (Laufey Steingrímsdóttir, Ph.D., er næringarfræðingur og skrifstofu- stjóri Manneldisráðs) 14 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.