Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 8

Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 8
FULL VINNA AÐ VERA FYNDINN! Rætt viö Örn Árnason og Sigurð Sigurjónsson, sem eru um þessar mundir á fjölunum í Þjóðleikhúsinu sem Lilli klifurmús og Mikki refur í Dýrunum í Hálsaskógi. Viötal: Elísabet Elín Myndir: Odd Stefán „ Við höfum báðir byrjað i barna- leikritum. Ætli það henti okkur ekki best!“ Þaö þarf vart aö kynna Örn Árnason og Sigurö Sig- urjónsson fyrir lesendum. Þeir, ásamt félögum sín- um í Spaugstofunni, hafa kitlað hláturtaugar lands- manna sem Ófeigur fréttamaöur og Ragnar Reykás, auk þess sem þeir hafa leikiö íótal leikritum og bíó- myndum. En núna, þegar Spaugstofan er hætt, eru þeir samt ekki á því aö kveöja okkur, heldur koma fram á ný í enn einum hlutverkunum. Blaðamaður Æskunnar hitti þá í hléi frá æfingum á leikritinu og byrjaði á aö spyrja hvert fyrsta hlutverkið þeirra heföi veriö... Sigurður: „Ég hef gaman af að segja frá því að fyrsta hlutverkið mitt í Þjóðleikhúsinu var einmitt í Dýrun- um í Hálsaskógi fyrir sautján árum. Þá lék ég bakaradrenginn." Örn: „Mitt fyrsta hlutverk var Glúmur þjófur í Línu Langsokk. Það varfyrirtíu árum." Sigurður: „Við höfum báðir byrj- að í barnaleikritunum. Ætli það henti okkur ekki best!“ - Langaði ykkur alltaf til að verða leikarar? Sigurður: „Nei, ég gerðist það bara óvart.“ Örn: „Ég er lærður trésmiður og ætlaði alltaf að verða trésmiður eins og báðir afar mínir." Sigurður: „Ég stefni á að læra húsamálun. Það getur vel verið að ég fari að læra það einhvern tíma þegar ég verð leiður á leiklistinni." Örn: „Ef maður verður leiður á þessu ferð maður bara í trésmíðina." Sigurður: „Örn smíðar hús og ég mála þau fyrir hann!“ „ÉG MAN BARA HVAÐ MÉR FANNST GAMAN“ - Sáuð þið leikritið Dýrin í Hálsaskógi þegar þið voruð strákar? Sigurður: „Já, ég fór þegar ég var sjö ára. Ég man óljóst eftir leikritinu." Örn: „Það var sýnt árið 1962. Ég fór á það þá. Ég ætla ekki að segja hvað ég var gamall því að þá kem ég upp um hvað ég er gamall núna!“ - Munið þið hvað ykkur fannst um sýninguna þá? Sigurður: „Ég man bara hvað mér fannst gaman. Ég man ekki sýning- una nákvæmlega, bara það að hún heillaði mig og hvað það var jákvæð stemmning yfir leikritinu og í saln- um. Kosturinn við þetta leikrit er 8 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.