Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 10

Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 10
„Maður finnur slrax hjá börnun- um hvorf manni hefur tekist vel upp eða ekki. Það er klappað ef maður á það skil- ið, annars ekki, jafnvel púað ef maður stendur sig ekki nágu vel. “ - Hvað gerist þá? Örn: „Þá gerist þessi galdur sem oft verður í leikhúsum annað hvort á lokaæfingu eða á frumsýningu. Þá kviknar lítill neisti, lítið líf.“ Sigurður: „Það gerist oft fyrr því að á lokaæfingu fáum við oft fólk til að koma og horfa á af því að leik- hús er nú einu sinni leikhús og þá verður fólk að vera á staðnum og horfa á. Það er munurinn á leikhúsi og sjónvarpi að helmingurinn af leik- sýningunni er áhorfendur. Um leið og þeir koma inn hafa þeir áhrif á okkur. Það örvar okkur til dáða og þá fyrst fer leiksýningin að verða til- búin. Það er engin leiksýning uppi á sviði ef enginn er að horfa á - það eru bara leikarar að æfa sig. Þegar áhorfendur eru komnir inn er leik- sýningin tilbúin." Örn: „Einmitt þá gerist þessi gald- ur milli leikarans og áhorfenda." Sigurður: „Þegar við fáum fólk til að koma og horfa á fyrir sýninguna æfum við með áhorfendum. Við þurfum að venjast viðbrögðum fólks við sýningunni, hvort sé hlegið að einhverju atriði í leikritinu eða ekki.“ ingu! Það verður bara að búa við það.“ Örn: „Þetta er upp og ofan. Stundum er maður haidinn sviðs- ótta, stundum ekki.“ - Er það frekar fyrir frumsýn- ingu en aðrar sýningar? Örn: „Já, ég held að allir séu haldnir kvíða fyrir frumsýningu." Sigurður: „Sundum er hann bara fyrir frumsýninguna og svo er eng- inn sviðsótti fyrir hinar sýningarnar eða öfugt. Svo er maður kvíðinn fyr- ir allar sýningar ef hlutverkið er mjög erfitt og reynir mikið á mann.“ - Hvert er eftirlætis-atriðið ykkar í Dýrunum f Hálsaskógi? Sigurður: „Það eru mörg skemmtileg atriði í leikritinu. Ætli at- riðið þar sem við Lilli erum saman og Lilli er uppi í trénu og er að kvelja refinn, sem getur ekki klifrað, sé ekki eftirlætisatriðið mitt.“ Örn: „Já, það er mjög eftirminni- legt atriði. Við erum að æfa það núna.“ ÞAÐ GETUR VERIÐ FÚLT AÐVERA FYNDINN!! ALLTAF HALDNIR SVIÐSÓTTA - Eruð þið haldnir sviðsótta? Sigurður: „Já, ég er alltaf haldinn einhverjum sviðsskrekk og er stund- um með hjartað í buxunum fyrir sýn- En nú fer ég út í aðra sálma ... - Hver átti hugmyndina að Imbakassanum? Örn: Ætli ég verði ekki að skrifa það á mig. Ég fékk þessa hugmynd og talaði svo við Ladda og Pálma. Siggi er ekki í Imbakassanum." 7 0 Æ S K A N - Hvað er lengi verið að gera einn svona þátt? Örn: „Það fara þrír dagar í að skrifa handritið, einn dagur í upp- tökur og einn dagur í vinnslu." - Hvernig hafið þið tfma til að leika, vera f þættinum og koma fram á ýmsum stöðum sem Gysbræður? Örn: „Þetta var góð spurningl! Þetta er ógurlegt raðspil, en það eru ekki margir bitar í því svo að þetta gengur alltaf upp.“ - Verðið þið aldrei þreyttir á þvf að vera fyndnir? Örn: „Jú, geysilega oft. Það get- ur verið fúlt að vera fyndinn!!!“ Sigurður: „Það er full vinna að vera fyndinn!" - Hvert er eftirlætishlutverkið ykkar? Örn: „Ég hef leikið í einu leikriti eftir Thorbjörn Egner áður, Kar- demommubænum. Þar lék ég Jón- atan. Það er mjög gaman að leika í leikritunum hans. Þau eru skemmti- leg, einföld og boðskapurinn er ein- faldur og fallegur. Það er líka auð- velt að leika þessi hlutverk." Sigurður: „Ég hef leikið í barna- leikritum áður og finnst það mjög gaman. Ætli þau hlutverk séu ekki þau sem ég er hrifnastur af. M.a. hef ég dálæti á bakaradrengnum sem ég lék fyrir sautján árum. Þessa dagana held ég svo mest upp á Mikka ref!“ Örn: „Þetta gefur manni mikið. Maður finnur það strax hjá börnun- um hvort manni tekst vel upp eða ekki. Ef manni tekst vel upp líður manni vel því að maður fær það á- þreifanlegt úr salnum. Það er klapp- að ef maður á það skilið, annars ekki, jafnvel púað ef maður stendur sig ekki nógu vel!“ - Hvers konar hlutverk er auð- veldast - og erfiðast - að leika? Sigurður: „Það er frekar erfitt að svara þessu. Sum hlutverk eru erfið líkamlega. Ég man eftir því þegar ég lék í leikriti þar sem ég þurfti að velta niður langan og mikinn stiga á hverri sýningu! Það var í gamanleik sem hét Skvaldur. Þá þurfti ég að æfa mig mikið og lengi í að velta niður stig- ann án þess að meiða mig. Það var mjög erfitt líkamlega en ekkert erfitt andlega. Svo eru önnur hlutverk sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.