Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 11

Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 11
eru auðveld líkamlega en reyna mik- ið á andlegu hliðina og tilfinningar manns." Örn: „Auðveldasta hlutverk sem ég hef leikið var maður sem hét Teit- ur. Hann sagði: „Skilið kveðju minni heim til fslands." Þetta var allt og sumt sem ég sagði í öllu leikritinu! Þetta var íTyrkja-Guddu sem var ann- að eða þriðja leikritið sem ég lék í.“ FÖRUM EKKI MEÐ BÖRNIN OKKAR Á LEIKRITIÐ - Getið þið sagt mér frá skemmtilegum atvikum frá æfingum? Örn: „Ég man ekki eftir neinu frá þessum aefingum. Við erum búnir að vera svo samviskusamir! Ég man hins vegar eftir einu atviki úr sýn- ingu á Kardemommubænum þegar Randver Þorláksson átti að spila á flautu og það var þannig að hann var með tréflautu og þegar hann setti flautuna upp að munninum átti flautuleikarinn að spila niðri í gryfju. Einu sinni gleymdi Randver að setja flautuna upp að vörunum svo að hann hélt á henni og hún spilaði í höndunum á honum! Þá sagði hann: „Nei, hérna er komin töfraflautan!!“ Þannig bjargaði hann sérfyrir horn. Það er til ópera sem heitir Töfraflautan - eftir Mozart! Það var mjög kyndugt að horfa á flautuna spila sjálfa." - Hvað finnst ykkur skemmti- legast og leiðinlegast við leiklistina? Sigurður: „Það sem mérfinnst skemmtilegast við það að leika er þegar maður finnur að fólk er ánægt með það sem við erum að gera. Þeg- ar klappað erfyrir manni og maður finnur það á fólki að eitthvað hefur heppnast. Það sem er leiðinlegast er þegar maður áttar sig á því að eitt- hvað tekst ekki og svo er líka erfitt að sætta sig við þennan afbrigðilega vinnutíma." Örn: „Já, það er það sem er leið- inlegt við þetta, asnalegur vinnutími. Þegar aðrir eiga frí og fara með fjöl- skyldu sinni í leikhús þá erum við að vinna. T.d. mun ég aldrei fara með börnin mín á Dýrin í Hálsaskógi -a.m.k. ekki núna.“ ÖLL DÝRIN í SKÓGINUM EIGAAÐVERA VINIR - Finnst ykkur fólk tengja ykkur við einhverja sérstaka persónu sem þið hafið leikið, t.d. einhverja af Spaug- stofuköllunum? Sigurður: „Já, en mérfinnst það allt í lagi. Þeir eru hins vegar hættir í bili, þessir „týpisku“ Spaugstofu- kallar, og það líður bara hjá.“ Örn: „Þetta fer minnkandi. Brátt gleymast þessir karlar.“ Sigurður: „Það var mjög gaman að vinna að þessum þáttum. Þetta var snörp skorpa. Kannsi tökum við þráðinn upp seinna..." Örn: „Fólk tengir okkur samt stundum við einhverja af þessum körlum. T.d. eru margir sem vilja að ég bulli eins og Ófeigur!“ Sigurður: „Það er oft sagt við mig: „Vertu Ragnar Reykás." Þá segi ég bara að hann sé ekki á staðnum." - Hafið þið einhver ráð handa ungum leikurum? Sigurður: „Ég vil bara segja þeim það ef þeir vilja gerast leikarar að þá líst mér bara nokkuð vel á það. Hins vegar vil ég benda þeim á það að þetta er mjög erfitt starf og það er meira en að segja það að læra leik- list og vera leikari. Það er erfiður vinnutími, langur og strangur. Það má segja að þetta sé blóð, sviti og tár. Þó að það geti litið vel út að vera leikari, leika bara á kvöldin og um helgar, þá er þetta ekki svona ein- falt. Það er mikil erfiðisvinna á bak við þetta. Þeir ættu að hugsa sig um. Þó er ég ekki að reyna að draga úr á- huganum hjá þeim sem ætla að ger- ast leikarar." Örn: „Ég tek undir með Sigga. Þetta er ekki eins auðvelt og það lít- ur útfyrirað vera.“ - Eitthvað sem þið viljið segja að lokum? Sigurður: „Ég vil bara hvetja fólk til að koma að sjá Dýrin í Hálsaskógi. Þetta er leikrit sem er mannbætandi. Það er þess virði að sjá það. Ef allir væru eins og dýrin í Hálsaskógi þá væri þetta ekki vondur heimur. „Oll dýrin í skóginum eiga að vera vin- ir.“ Ég held að það sé ekki hægt að fá fallegri boðskap en það og veitir nú ekki af þessa síðustu og verstu tíma.“ „Þeir eru hættir í bili, þessir „týpísku“ Spaug- stofukallar. Brátl gleymast þeir...“ Æ S K A N 7 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.