Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 39

Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 39
MIND IN MOTION SKEMMTILEGRA AD SPILA FYRIR FOLK SEM SKEMMTIR SER AN AFENGIS Danshljómsveitin Mind in Motion skaust óvænt upp á stjörnuhimininn í sumar. „Softcore" lagið „S.A.D.“ á safn- plötunni „lcerave" sá fyrir því. Það var eitt mest leikna lagið í útvarps- stöð framhaldsskólanna, Útrás, vik- um saman. Þá komst lagið ofar- lega á vinsældalistann „Þartyzo- ne“ sem byggir á vali helstu plötu- snúða landsins. Laginu hefur jafn- framt verið vel tekið af plötusnúð- um í Englandi og í Svíþjóð. Það vekur athygli að liðsmenn tríósins eru aðeins 15 og 16 ára. Við sþurðum einn þeirra, Svein- björn Bjarka Jónsson, hvernig ó- þekkt hljómsveitin hefði ratað inn á safnplötu með Þís of keik, Ajax og öðrum vinsælum danshljómsveit- um. „Einn af liðsmönnum Ajax, Þór- hallur, hafði heyrt í okkur,“ segir Sveinbjörn. „Hann sá um þessa plötu og bað okkur að vera með.“ - í kjölfar vinsælda „S.A.D." lagsins var Mind in Motion boðið að spila á fjölmennstu útihátíð sumarsins, Bindindismótinu í Galtalækjarskógi. Hvernig var að spila á 10 þúsund manna fjöl- skylduhátíð? „Við vorum ekki alveg óvanir fjölmenni. Við höfum m.a. spilað á Óháðu listahátíðinni. Við spiluðum líka á Eldborgarhátíðinni. En það ver skemmtilegt að leika í Galta- lækjarskógi. Viðtökurnar voru furðu góðar og í raun miklu betri en við áttum von á. Það er skemmtilegra að spila fyrir fólk sem skemmtir sér án áfengis en á stað eins og Eld- borg þar sem mikið var um drykkju og læti.“ - Dansmúsík eins og sú sem Mind in Motion-tríóið spilar hefur verið nefnd í sömu andrá og vímu- efni. „Það er vegna þess að eiturlyf- ið „alsæla“ kom á markað á ná- kvæmlega sama tíma og þessi músík. Þess vegna var fjallað um þessi fyrirbæri samtímis og þess- um hlutum ruglað saman. En þetta er á misskilningi byggt. Ég fullyrði að það eru ekki hlutfallslega fleiri vímuefnaneytendur meðal unn- enda „rave“, „hardcore“, „softcore“ og „house“ heldur en meðal unn- enda dauðarokks eða annarra músíktegunda. Við í Mind in Motion erum t.a.m. gagnrýnir á vímuefna- neyslu.“ - „Softcore“ hljómsveitir eru stundum sakaðar um að hlusta að- eins á eigin músík. Hefur Svein- björn gaman af músík annarra? „Já, ég dái Hilmar Örn Hilmars- son. Eftirlætishljómsveitin mín hér- lendis er T-World en af erlendum hljómsveitum er ég hrifnastur af ensku tölvupopphljómsveitinni „Depeche Mode,“ segir Sveinbjörn Bjarki Jónsson að lokum. Æ S K A N 4 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.