Æskan - 01.10.1992, Page 39
MIND IN MOTION
SKEMMTILEGRA AD
SPILA FYRIR FOLK
SEM SKEMMTIR
SER AN AFENGIS
Danshljómsveitin Mind in
Motion skaust óvænt upp
á stjörnuhimininn í sumar.
„Softcore" lagið „S.A.D.“ á safn-
plötunni „lcerave" sá fyrir því. Það
var eitt mest leikna lagið í útvarps-
stöð framhaldsskólanna, Útrás, vik-
um saman. Þá komst lagið ofar-
lega á vinsældalistann „Þartyzo-
ne“ sem byggir á vali helstu plötu-
snúða landsins. Laginu hefur jafn-
framt verið vel tekið af plötusnúð-
um í Englandi og í Svíþjóð.
Það vekur athygli að liðsmenn
tríósins eru aðeins 15 og 16 ára.
Við sþurðum einn þeirra, Svein-
björn Bjarka Jónsson, hvernig ó-
þekkt hljómsveitin hefði ratað inn á
safnplötu með Þís of keik, Ajax og
öðrum vinsælum danshljómsveit-
um.
„Einn af liðsmönnum Ajax, Þór-
hallur, hafði heyrt í okkur,“ segir
Sveinbjörn. „Hann sá um þessa
plötu og bað okkur að vera með.“
- í kjölfar vinsælda „S.A.D."
lagsins var Mind in Motion boðið
að spila á fjölmennstu útihátíð
sumarsins, Bindindismótinu í
Galtalækjarskógi. Hvernig var að
spila á 10 þúsund manna fjöl-
skylduhátíð?
„Við vorum ekki alveg óvanir
fjölmenni. Við höfum m.a. spilað á
Óháðu listahátíðinni. Við spiluðum
líka á Eldborgarhátíðinni. En það
ver skemmtilegt að leika í Galta-
lækjarskógi. Viðtökurnar voru furðu
góðar og í raun miklu betri en við
áttum von á. Það er skemmtilegra
að spila fyrir fólk sem skemmtir sér
án áfengis en á stað eins og Eld-
borg þar sem mikið var um drykkju
og læti.“
- Dansmúsík eins og sú sem
Mind in Motion-tríóið spilar hefur
verið nefnd í sömu andrá og vímu-
efni.
„Það er vegna þess að eiturlyf-
ið „alsæla“ kom á markað á ná-
kvæmlega sama tíma og þessi
músík. Þess vegna var fjallað um
þessi fyrirbæri samtímis og þess-
um hlutum ruglað saman. En þetta
er á misskilningi byggt. Ég fullyrði
að það eru ekki hlutfallslega fleiri
vímuefnaneytendur meðal unn-
enda „rave“, „hardcore“, „softcore“
og „house“ heldur en meðal unn-
enda dauðarokks eða annarra
músíktegunda. Við í Mind in Motion
erum t.a.m. gagnrýnir á vímuefna-
neyslu.“
- „Softcore“ hljómsveitir eru
stundum sakaðar um að hlusta að-
eins á eigin músík. Hefur Svein-
björn gaman af músík annarra?
„Já, ég dái Hilmar Örn Hilmars-
son. Eftirlætishljómsveitin mín hér-
lendis er T-World en af erlendum
hljómsveitum er ég hrifnastur af
ensku tölvupopphljómsveitinni
„Depeche Mode,“ segir Sveinbjörn
Bjarki Jónsson að lokum.
Æ S K A N 4 3