Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 26

Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 26
ENN MEIRA SKOLASKOP Æskan hefur gefið út bókina Enn meira Skóla- fædd.“ Úr íslandssöguprófi í 6. bekk: „Hvað hét sonur Eiríks rauða“? Ólesinn nemandi, sem þó var með litbrigði mannkyns á hreinu, svaraði: „Stjáni blái.“ Kennari í kristnum fræðum var eitt sinn að útskýra söguna um „góða hirðinn" fyrir ungum nemanda sínum og sagði: „Ef þú værir lamb sem mér væri annt um hvað væri ég þá?“ skop. Það er fjórða bindið í vinsælum flokki bóka en í þeim eru skoplegar sögur úr skólalífinu. Við birtum hér nokkur dæmi um spaugileg svör... Úr prófi í kristnum fræðum í 5. bekk: „Hvað gaf Guð manninum fram yfir dýrin?“ Ein stúlkan skrifaði stutt og laggott: „Konuna." Á málfræðiprófi í barnaskóla stigbreytti nemandi lýsingar- orðið kaldur á eftirfarandi hátt: „Kaldur - kaldari - frosinn." Kennari í barnaskóla var einhverju sinni að hlýða pilti yfir Faðirvorið. Sjálfsagt hefur stráknum legið reiðinnar býsn á því að undir lok bænarinnar mátti heyra hann segja: „Eigi leið þú oss í freistni heldur frelsa oss í hvelli...“ Spaugsamur nemandi, sem stundaði nám við héraðsskóla einn fyrir margt löngu, skrifaði einhverju sinni þennan gagn- merka og gamansama stíl um líkamsbyggingu mannsins. „Efst á manninum situr höf- uðið. Það er einna líkast því að vera hnöttótt. Innan í því er heilinn en utan á því er hárið. Framan á því er andlitið. Með því borðar maðurinn og grettir sig. Fyrir neðan höfuðið er rör sem fróðir menn kalla háls. Það er hann sem heldur höfð- inu upp úr skyrtuhálsmálinu. ... Neðstu hlutar mannsins nefnast fætur. Þeir sjá um hlaupin. Á fótunum eru tærnar sem gera gat á sokkana og eru alltaf að rekast í.“ Úr mannkynssöguritgerð um herferð Hannibals til Róma- borgar: „Á ferð sinni til Rómaborgar þurfti Hannibal meðal annars að ferðast yfir Alpana. Ef Alp- arnir hefðu ekki verið þarna hefði Hannibal aldrei komist yfir þá.“ Sveitaprestur nokkur heim- sótti einhverju sinni barnaskól- ann í sókninni og hóf spjall sitt við sjö ára gamla nemendur á eftirfarandi spurningu: „Vitið þið, börnin góð, hver er miklu stærri, miklu gáfaðri og miklu voldugri en ég?“ „Er það skólastjórinn?" heyrðist frá gluggaröðinni. „Ó, nei,“ svaraði presturinn blíðlega. „Er það sýslumaðurinn?" gall við í miðröðinni. „Ó, nei, ekki heldur," svar- aði prestur og brosti. „Þá hlýtur það að vera prestsfrúin," hljómaði frá dyra- röðinni. Úr ritgerð tólf ára, rökhugs- andi nemanda um hænsni: „Hænsnin eru mjög nytsöm dýr. Við getum borðað þau bæði fyrir og eftir að þau eru Nemandinn hugsaði sig um í dágóða stund en sagði síð- an: „Nú, þú værir auðvitað sauður.“ Sjö ára stúlka í Garðabæ mætti einhverju sinni of seint í fyrstu kennslustund dagsins. Þegar sú stutta kom inn í bekk- inn gekk hún rakleitt til kenn- arans og sagði lágum rómi: „Ég biðst fyrirgefningar á því að mæta of seint en ég vaknaði bara yfir mig í morg- un.“ Á dýrafræðiprófi í 7. bekk var meðal annars að finna eft- irfarandi spurningu: „Hverjir eru tveir meginflokk- ar hvala?" Einn vetraríþróttamaðurinn í bekknum var alveg viss og svaraði: „Tannhvalir og skauta- hvalir." Úr ritgerð grunnskólanema um Múhameð: „Múhameð varð að flýja í skyndi og því gat hann ekki tekið nema það nauðsyn- legasta með sér, svo sem nokkrar flatbrauðskökur, flösku af vatni og sjö konur.“ Úr líffræðiprófi í 9. bekk: „Hver er munurinn á lífríki sjávar og lands?“ Einn nemandinn, gjörsam- lega ólsesinn, kom með ein- faldasta svarið, vitanlega í ó- þökk kennarans, og var það á eftirfarandi hátt: „í lífríki sjávar er blautara en á landi." Kennari nokkur bað eitt sinn tólf ára gamla nemendur sína að skrifa stutta en gagnorða ritgerð um eitthvað sem þeir væru þakklátir fyrir. Einn drengurinn skrifaði: „Ég er mjög þakklátur fyrir gleraugun mín. Þau halda strákunum frá því að berja mig og stelpunum frá því að kyssa mig.“ 2 6 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.