Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 48

Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 48
Umsjón: Ragnheiður Jóna Ármannsdóttir /£» Ljósmyndir: Margrét Tómasdóttir. SKÁTAR í HEIMINUM ERU 26 MILLJÓNIR Um þessar mundir eru 80 ár síðan skátastarf hófst á fslandi en skátar starfa ekki bara á ís- landi. Nú eru 26 milljónir skáta í meira en 130 löndum. Það var árið 1907 sem skátastarf hófst en þá fór Baden-Powell með nokkrum drengjum í fyrstu skátaúti- leguna. Hreyfingin breiddist hratt út um allan heim og þó fyrstu samgöng- ur væru með talsvert öðrum hætti þá en nú liðu ekki nema fimm ár þar til formlega var stofnað skátafélag á ís- landi. Markmiðið með hreyfingunni er og hefur alltaf verið að gefa börnum og ungu fólki tækifæri til þroskandi starfs og leiks og á þann hátt að búa það undir ábyrga þátttöku í þjóðfé- laginu. Skátar starfa að mismunandi verkefnum allt eftir því hver heim- kynni þeirra eru og hverjaraðstæður þeirra. Skátahreyfingin leggur mikla á- herslu á að allir menn séu bræður og leitast við að auka skilning milli manna þótt heimkynni, hörundslitur og trú- arbrögð séu ólík. alþjóðaskála þar sem skátar geta komið og dvalið með öðrum skátum og tekið þátt í fjölbreyttu starfi. Einnig eru haldin mörg skátamót þar sem þátt taka skátar frá mörgum löndum. Á fjögurra ára fresti eru haldin svoköll- uð JAMBOREE (heimsmót skáta) sem eru ógleymanleg þeim sem taka þátt íþeim. Sumarið 1991 tóku 16 íslensk- ir skátar þátt í slíku móti en 1987 fóru 112 íslenskir skátar til Ástralíu. Næsta JAMBOREE verður haldið í Hollandi 1995 og er undirbúningur þegar haf- inn og er víst að íslenskir skátar munu fjölmenna þangað. Á landsmóti íslenskra skáta sem Samskipti skáta í mismunandi löndum eru talsverð. Það eru marg- ar leiðir til að eiga samskipti milli landa og má segja að skátar noti þær allar, allt frá því að senda bréf, stund- um á leyniletri, til samskipta um tölvu- net nútímans. Skátar ferðast alltaf talsvert og þá ekki bara í sínu heima- landi. Þeir heimsækja oft önnurlönd. Þeir hitta þá gjarnan skáta þar og oft tekst á stuttum tíma góð vinátta því að það er svo margt sem skátar eiga sameiginlegt hvort sem þeir koma frá fslandi, Japan eða Keníu. Alþjóðasamtök skáta eiga nokkra haldin eru á þriggja ára fresti koma alltaf nokkur hundruð erlendir skát- ar. Á síðasta landsmóti sem haldið var við Úlfljótsvatn 1990, voru rúm- lega 250 erlendir skátar frá 17 þjóð- um. Næsta landsmót skáta verður hald- ið í Kjarnaskógi á Akureyri í júlí 1993. Nú þegar hafa borist svör frá mörgum þjóðum þar sem fram kemur að skát- ar frá þeim hyggist koma og taka þátt í mótinu. Því má búast við að Lands- mótið 1993 verði með mjög alþjóð- legum blæ. Anna Gunnhildur Sverrisdóttir. 5 2 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.