Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1992, Page 48

Æskan - 01.10.1992, Page 48
Umsjón: Ragnheiður Jóna Ármannsdóttir /£» Ljósmyndir: Margrét Tómasdóttir. SKÁTAR í HEIMINUM ERU 26 MILLJÓNIR Um þessar mundir eru 80 ár síðan skátastarf hófst á fslandi en skátar starfa ekki bara á ís- landi. Nú eru 26 milljónir skáta í meira en 130 löndum. Það var árið 1907 sem skátastarf hófst en þá fór Baden-Powell með nokkrum drengjum í fyrstu skátaúti- leguna. Hreyfingin breiddist hratt út um allan heim og þó fyrstu samgöng- ur væru með talsvert öðrum hætti þá en nú liðu ekki nema fimm ár þar til formlega var stofnað skátafélag á ís- landi. Markmiðið með hreyfingunni er og hefur alltaf verið að gefa börnum og ungu fólki tækifæri til þroskandi starfs og leiks og á þann hátt að búa það undir ábyrga þátttöku í þjóðfé- laginu. Skátar starfa að mismunandi verkefnum allt eftir því hver heim- kynni þeirra eru og hverjaraðstæður þeirra. Skátahreyfingin leggur mikla á- herslu á að allir menn séu bræður og leitast við að auka skilning milli manna þótt heimkynni, hörundslitur og trú- arbrögð séu ólík. alþjóðaskála þar sem skátar geta komið og dvalið með öðrum skátum og tekið þátt í fjölbreyttu starfi. Einnig eru haldin mörg skátamót þar sem þátt taka skátar frá mörgum löndum. Á fjögurra ára fresti eru haldin svoköll- uð JAMBOREE (heimsmót skáta) sem eru ógleymanleg þeim sem taka þátt íþeim. Sumarið 1991 tóku 16 íslensk- ir skátar þátt í slíku móti en 1987 fóru 112 íslenskir skátar til Ástralíu. Næsta JAMBOREE verður haldið í Hollandi 1995 og er undirbúningur þegar haf- inn og er víst að íslenskir skátar munu fjölmenna þangað. Á landsmóti íslenskra skáta sem Samskipti skáta í mismunandi löndum eru talsverð. Það eru marg- ar leiðir til að eiga samskipti milli landa og má segja að skátar noti þær allar, allt frá því að senda bréf, stund- um á leyniletri, til samskipta um tölvu- net nútímans. Skátar ferðast alltaf talsvert og þá ekki bara í sínu heima- landi. Þeir heimsækja oft önnurlönd. Þeir hitta þá gjarnan skáta þar og oft tekst á stuttum tíma góð vinátta því að það er svo margt sem skátar eiga sameiginlegt hvort sem þeir koma frá fslandi, Japan eða Keníu. Alþjóðasamtök skáta eiga nokkra haldin eru á þriggja ára fresti koma alltaf nokkur hundruð erlendir skát- ar. Á síðasta landsmóti sem haldið var við Úlfljótsvatn 1990, voru rúm- lega 250 erlendir skátar frá 17 þjóð- um. Næsta landsmót skáta verður hald- ið í Kjarnaskógi á Akureyri í júlí 1993. Nú þegar hafa borist svör frá mörgum þjóðum þar sem fram kemur að skát- ar frá þeim hyggist koma og taka þátt í mótinu. Því má búast við að Lands- mótið 1993 verði með mjög alþjóð- legum blæ. Anna Gunnhildur Sverrisdóttir. 5 2 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.