Æskan - 01.10.1992, Side 10
„Maður finnur
slrax hjá börnun-
um hvorf manni
hefur tekist vel
upp eða ekki. Það
er klappað ef
maður á það skil-
ið, annars ekki,
jafnvel púað ef
maður stendur sig
ekki nágu vel. “
- Hvað gerist þá?
Örn: „Þá gerist þessi galdur sem
oft verður í leikhúsum annað hvort á
lokaæfingu eða á frumsýningu. Þá
kviknar lítill neisti, lítið líf.“
Sigurður: „Það gerist oft fyrr því
að á lokaæfingu fáum við oft fólk til
að koma og horfa á af því að leik-
hús er nú einu sinni leikhús og þá
verður fólk að vera á staðnum og
horfa á. Það er munurinn á leikhúsi
og sjónvarpi að helmingurinn af leik-
sýningunni er áhorfendur. Um leið
og þeir koma inn hafa þeir áhrif á
okkur. Það örvar okkur til dáða og
þá fyrst fer leiksýningin að verða til-
búin. Það er engin leiksýning uppi á
sviði ef enginn er að horfa á - það
eru bara leikarar að æfa sig. Þegar
áhorfendur eru komnir inn er leik-
sýningin tilbúin."
Örn: „Einmitt þá gerist þessi gald-
ur milli leikarans og áhorfenda."
Sigurður: „Þegar við fáum fólk til
að koma og horfa á fyrir sýninguna
æfum við með áhorfendum. Við
þurfum að venjast viðbrögðum fólks
við sýningunni, hvort sé hlegið að
einhverju atriði í leikritinu eða ekki.“
ingu! Það verður bara að búa við
það.“
Örn: „Þetta er upp og ofan.
Stundum er maður haidinn sviðs-
ótta, stundum ekki.“
- Er það frekar fyrir frumsýn-
ingu en aðrar sýningar?
Örn: „Já, ég held að allir séu
haldnir kvíða fyrir frumsýningu."
Sigurður: „Sundum er hann bara
fyrir frumsýninguna og svo er eng-
inn sviðsótti fyrir hinar sýningarnar
eða öfugt. Svo er maður kvíðinn fyr-
ir allar sýningar ef hlutverkið er mjög
erfitt og reynir mikið á mann.“
- Hvert er eftirlætis-atriðið
ykkar í Dýrunum f Hálsaskógi?
Sigurður: „Það eru mörg
skemmtileg atriði í leikritinu. Ætli at-
riðið þar sem við Lilli erum saman
og Lilli er uppi í trénu og er að kvelja
refinn, sem getur ekki klifrað, sé ekki
eftirlætisatriðið mitt.“
Örn: „Já, það er mjög eftirminni-
legt atriði. Við erum að æfa það
núna.“
ÞAÐ GETUR VERIÐ FÚLT
AÐVERA FYNDINN!!
ALLTAF HALDNIR
SVIÐSÓTTA
- Eruð þið haldnir sviðsótta?
Sigurður: „Já, ég er alltaf haldinn
einhverjum sviðsskrekk og er stund-
um með hjartað í buxunum fyrir sýn-
En nú fer ég út í aðra sálma ...
- Hver átti hugmyndina að
Imbakassanum?
Örn: Ætli ég verði ekki að skrifa
það á mig. Ég fékk þessa hugmynd
og talaði svo við Ladda og Pálma.
Siggi er ekki í Imbakassanum."
7 0 Æ S K A N
- Hvað er lengi verið að gera
einn svona þátt?
Örn: „Það fara þrír dagar í að
skrifa handritið, einn dagur í upp-
tökur og einn dagur í vinnslu."
- Hvernig hafið þið tfma til að
leika, vera f þættinum og
koma fram á ýmsum stöðum
sem Gysbræður?
Örn: „Þetta var góð spurningl!
Þetta er ógurlegt raðspil, en það eru
ekki margir bitar í því svo að þetta
gengur alltaf upp.“
- Verðið þið aldrei þreyttir á
þvf að vera fyndnir?
Örn: „Jú, geysilega oft. Það get-
ur verið fúlt að vera fyndinn!!!“
Sigurður: „Það er full vinna að
vera fyndinn!"
- Hvert er eftirlætishlutverkið
ykkar?
Örn: „Ég hef leikið í einu leikriti
eftir Thorbjörn Egner áður, Kar-
demommubænum. Þar lék ég Jón-
atan. Það er mjög gaman að leika í
leikritunum hans. Þau eru skemmti-
leg, einföld og boðskapurinn er ein-
faldur og fallegur. Það er líka auð-
velt að leika þessi hlutverk."
Sigurður: „Ég hef leikið í barna-
leikritum áður og finnst það mjög
gaman. Ætli þau hlutverk séu ekki
þau sem ég er hrifnastur af. M.a. hef
ég dálæti á bakaradrengnum sem ég
lék fyrir sautján árum. Þessa dagana
held ég svo mest upp á Mikka ref!“
Örn: „Þetta gefur manni mikið.
Maður finnur það strax hjá börnun-
um hvort manni tekst vel upp eða
ekki. Ef manni tekst vel upp líður
manni vel því að maður fær það á-
þreifanlegt úr salnum. Það er klapp-
að ef maður á það skilið, annars ekki,
jafnvel púað ef maður stendur sig
ekki nógu vel!“
- Hvers konar hlutverk er auð-
veldast - og erfiðast - að
leika?
Sigurður: „Það er frekar erfitt að
svara þessu. Sum hlutverk eru erfið
líkamlega. Ég man eftir því þegar ég
lék í leikriti þar sem ég þurfti að velta
niður langan og mikinn stiga á hverri
sýningu! Það var í gamanleik sem
hét Skvaldur. Þá þurfti ég að æfa mig
mikið og lengi í að velta niður stig-
ann án þess að meiða mig. Það var
mjög erfitt líkamlega en ekkert erfitt
andlega. Svo eru önnur hlutverk sem