Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 8
FULL VINNA
AÐ VERA
FYNDINN!
Rætt viö Örn Árnason og Sigurð Sigurjónsson, sem
eru um þessar mundir á fjölunum í Þjóðleikhúsinu sem
Lilli klifurmús og Mikki refur í Dýrunum í Hálsaskógi.
Viötal: Elísabet Elín Myndir: Odd Stefán
„ Við höfum báðir
byrjað i barna-
leikritum. Ætli
það henti okkur
ekki best!“
Þaö þarf vart aö kynna Örn Árnason og Sigurö Sig-
urjónsson fyrir lesendum. Þeir, ásamt félögum sín-
um í Spaugstofunni, hafa kitlað hláturtaugar lands-
manna sem Ófeigur fréttamaöur og Ragnar Reykás,
auk þess sem þeir hafa leikiö íótal leikritum og bíó-
myndum. En núna, þegar Spaugstofan er hætt, eru
þeir samt ekki á því aö kveöja okkur, heldur koma
fram á ný í enn einum hlutverkunum. Blaðamaður
Æskunnar hitti þá í hléi frá æfingum á leikritinu og
byrjaði á aö spyrja hvert fyrsta hlutverkið þeirra
heföi veriö...
Sigurður: „Ég hef gaman af að
segja frá því að fyrsta hlutverkið mitt
í Þjóðleikhúsinu var einmitt í Dýrun-
um í Hálsaskógi fyrir sautján árum.
Þá lék ég bakaradrenginn."
Örn: „Mitt fyrsta hlutverk var
Glúmur þjófur í Línu Langsokk. Það
varfyrirtíu árum."
Sigurður: „Við höfum báðir byrj-
að í barnaleikritunum. Ætli það henti
okkur ekki best!“
- Langaði ykkur alltaf til að
verða leikarar?
Sigurður: „Nei, ég gerðist það
bara óvart.“
Örn: „Ég er lærður trésmiður og
ætlaði alltaf að verða trésmiður eins
og báðir afar mínir."
Sigurður: „Ég stefni á að læra
húsamálun. Það getur vel verið að
ég fari að læra það einhvern tíma
þegar ég verð leiður á leiklistinni."
Örn: „Ef maður verður leiður á
þessu ferð maður bara í trésmíðina."
Sigurður: „Örn smíðar hús og ég
mála þau fyrir hann!“
„ÉG MAN BARA HVAÐ
MÉR FANNST GAMAN“
- Sáuð þið leikritið Dýrin í
Hálsaskógi þegar þið voruð
strákar?
Sigurður: „Já, ég fór þegar ég var
sjö ára. Ég man óljóst eftir leikritinu."
Örn: „Það var sýnt árið 1962. Ég
fór á það þá. Ég ætla ekki að segja
hvað ég var gamall því að þá kem
ég upp um hvað ég er gamall núna!“
- Munið þið hvað ykkur fannst
um sýninguna þá?
Sigurður: „Ég man bara hvað mér
fannst gaman. Ég man ekki sýning-
una nákvæmlega, bara það að hún
heillaði mig og hvað það var jákvæð
stemmning yfir leikritinu og í saln-
um. Kosturinn við þetta leikrit er
8 Æ S K A N