Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1994, Síða 7

Æskan - 01.01.1994, Síða 7
þorskur fljúgandi. Hann fór að skamma hundana fyrir ab hætta að syngja en steinþagnaði þegar hann sá Önnu. „Fylgdu mér!" sagði hann síð- an og benti Önnu á ab koma með sér. Anna elti fiskinn sem sveif á undan henni og brátt komu þau ab litlum bæ þar sem hundar voru alls staðar og unnu öll störf sem menn eru vanir að vinna. Þarna voru verslunarhundar, lög- regluhundar og tíkur meb litla hvolpa í „hvolpavögnum". Fiskurinn fylgdi Önnu heim að fallegu húsi. „Hér á drottningin heima," sagði hann. „Hún vill hitta alla ó- kunnuga sem koma til bæjarins." Síban kvaddi þorskurinn og Anna gekk inn í húsið. Þjónustu- stúlka tók þar á móti henni og vísaði henni til drottningarinnar. Drottningin tók Önnu tveim höndum en Anna vissi ekki hvað hún átti að gera svo ab hún hneigði sig tvisvar og settist svo á stól fyrirframan drottninguna. Anna þagði í fyrstu en svo sagði hún: „Hvers vegna átti ég að koma til þín?" Þá sagbi drottningin: „Ég ætla að bjóða þér í mat." Rétt í því komu þrír þjónar með mikinn mat. Fyrst kom þjónn með kjötbollur, sósu og kartöflur. Næst kom þjónn meb fisk. Og sá þribji kom meb ís. „Jæja, borðaöu nú eins mikið og þú getur," sagbi drottningin. Þegar Anna var búin að borða fór drottningin meb hana að stórum spegli og sagði henni að fara inn í hann. Þegar hún ætlaði ab reyna það vaknaði hún í garb- inum heima." „Þetta er alveg ágæt saga," sagbi mamma Sigrúnar. „En eig- um við ekki ab fara ab fá okkur að boröa. Svo skal ég laga staf- setningarvillurnar eftir mat." „Jú, það skulum við gera," sagbi Sigrún. ■m 0. Höfundur verðlaunasögunnar heitir Stella Christensen. Hún er tólf ára - en var ellefu þegar hún sendi söguna í samkeppni Æskunnar, Flugleiða og Ríkisútvarpsins. Ég spurði hana fyrst hvort hún hefði samið margar sögur... „Nei, reyndar ekki. Ég var líka alveg hissa þegar ég frétti að ég hefði unnið í keppninni.“ - Hvað gerir þú helst í tómstund- um? „Ég er í kór Barnaskóla Akureyrar. Mér finnst mjög gaman að syngja. Ef til vill byrja ég bráðum í kirkjukór. Ég var í fimleikum en er nýlega hætt. Ég fer líka oft á skíði.“ - Hvernig tónlist þykir þér skemmti- legust? „Alls konar músík - ef mér finnst að hún sé vel gerð og flutt.“ - Hverjir eru eftirlætis söngvarar þínir? „Whitney Houston og Arnar og Rúnar, The Boys.“ - Hefur þú ferðast víða? „Við fjölskyldan höfum nokkrum sinnum farið hringveginn. Þá höfum við verið mánuð á leiðinni og oftast tjaldað. Við höfum líka oft heimsótt skyldfólk okkar í Danmörku og dvalist hjá ömmu, móður pabba, í Vanlose. Það er alveg við Kaupmannahöfn. Pabbi er danskur en mamma ís- lensk. Þau kynntust þegar hún var aó vinna í Danmörku." - Áttu mörg frændsystkini þar? „Já, nokkur. Pabbi á þrjú systkini. En ekkert af þörnum þeirra er á aldur við mig. Þau eru ýmist yngri eða eldri en ég.“ - Hefur þú farið til fleiri landa í Evr- ópu? „Já, við höfum farið frá Danmörku til Svíþjóðar og Þýskalands. En ég hef ekki komið til Hamborgar. Mig langar þangað, þess vegna tók ég þátt í samkeppninni." - Hvað hefur þér þótt skemmtileg- ast á þessum ferðalögum? „Að fara í Tívolíið í Kaupmannahöfn og leika mér þar í skotbökkunum og svífa í tæki sem heitir Fljúgandi svan- ir.“ - Hverjar eru eftirlætis-námsgreinar þínar? „Myndmennt og móðurmál." - Lestu mikið? „Já, frekar mikið - helst ævintýra- legar og dularfullar sögur, til dæmis bækur eftir Enid Blyton. Ég hef lesið þær allar.“ - Hefur þú starfað í einhverju félagi? „Nei, en ég og vinkona mín ætlum kannski að byrja í barnastúku. Það kom maður í skólann til okkar og var að kynna hana. Mér leist vel á það.“ Æskan óskar Stellu til hamingju og vonar að hún eigi eftir að skemmta sér vel í ferðinni til Hamborgar - ásamt Hönnu Gísladóttur, sem hlaut aðal- vinninginn í getrauninni, og góðri leið- sögukonu Flugleiða. Stella Christensen Æ S K A N 7

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.