Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1994, Síða 14

Æskan - 01.01.1994, Síða 14
í 7. tölublaði Æskunnar 1993 efndum við til könnunar á vinsældum íþrótta- manna. Lesendur áttu að nefna þrjá í- þróttamenn sem þeir dáðu mest, karla eða konur, íslenska eða erlenda. Lýsing á þeim sem skipað var í fyrsta sætið skyldi fylgja. Nú eru úrslit Ijós. En rétt er að taka fram áður en við lýsum þeim að vinsæld- ir eru breytilegar. Mismikið ber á íþrótta- mönnum og -greinum eftir árstíðum og afrek, sem unnið er skömmu fyrir könn- un, getur fleytt þeim sem vann það í efstu sæti þó að hann hefði tæpast skip- að þau ella. Stigin dreifðust mjög. Alls fengu 52 íþróttamenn atkvæði, af þeim var 19 raðað í fyrsta sæti. Þetta var álit lesenda Æskunnar í september 1993: 1. Michael Jordan 37 stig 2. Charles Barkley 21 stig 3. Carl Lewis 17 stig 4. Sigurður Sveinsson 13 stig 5. Shaquille O Neal 9 stig 6. Sigrún Huld Hrafnsdóttir 8 stig 7.-8. Merlyn Ottey og Patrick Ewing 7 stig 9.-10. Arnar Freyr Ólafsson og Magnús Scheving 4 stig Tíu þátttakendur fá að launum mynd- arlega lukkupakka; fimm fyrir góða lýs- ingu á íþróttamanni, fimm voru valdir af handahófi. íþróttamanni lýst (í stafrófsröð): Bryndís Kristjánsdóttir, Borgarholti, 801 Selfoss. Jón Gunnar Þórðarson, Frostaskjóli 103,107 Reykjavík. Laufey Skúladóttir, Tannstaðabakka, 500 Brú. Lena Björk Kristjánsdóttir, Spóarima 23, 800 Selfoss. Ólafur Ingibergsson, Gilsbakka vA/atnsenda, 110 Reykjavík. Valið af handahófi: Ásgeir Ingason, Norðurbyggð 7, 815 Þorlákshöfn. Ásta Kristín Benediktsdóttir, Arnarvatni, 660 Reykjahlíð. Henry Þór Baldursson, Skipagötu 5, 600 Akureyri. Sigrún Inga Reynisdóttir, Sogavegi 28, 108 Reykjavík. Sigurður R. Ólafsson, Sundabakka 12, 340 Stykkishólmi. Aðalverðlaunin eru íþróttafatnaður eða skór - eða spjald með körfu. Dregið var úr seðlum þeirra tíu sem taldir hafa verið. Henry Þór Baldursson hafði heppnina með sér. Kærar þakkir fyrir þátttökuna! N TT Að þessu sinni birtum við lýsingu Jóns Gunnars Þórðarsonar: TIM HARDAWAY Tim Hardaway leikur með Golden State Warriors í NBA deildinni. Hann heitir fullu nafni Timothy Duane Hardaway. Hann er „aðeins“ 183 sm á hæð og vegur 79 kg en það þykir lítið miðað við NBA leikmann. Hann er 27 ára, snöggur og lipur, líkist Isiah Thomas í leik. Tim var fæddur í Chicago og ólst upp hjá ömmu sinni i lítilli íbúð í fjöl- býlishúsi. Þegar hann var sex ára á- kvað hann að æfa körfuknattleik. Honum var sagt að hann gæti ekki verið með af þvi að hann væri of lítill og hefði ekki nægan stökkkraft. En hann hafði bætt úr því þegar hann var orðinn táningur og fékk þá að æfa með liði. Menn urðu hissa á hve mik- inn stökkkraft þessi ungi strákur hafði því að hann gat troðið i körfu í NBA hæð - 3.05 m. Tim fór í háskóla í Texas (Texas El Paso) og æfði körfuknattleik með há- skólaliðinu. Honum gekk ekki vel fyrsta árið. En annað árið var ágætt og þá var hann með 10 stig að meðaltali i leik og hirti tvö fráköst. Hittnin var þó ekki nógu góð. Þriðja árið hafði hann 13,6 stig að meðaltali og þrjú fráköst. Síðasta háskólaárið lék hann mjög vel - var með 22 stig að meðaltali og hirti fjögur fráköst. Litli maðurinn var farinn að sýna sitt rétta andlit. VALINN TIL GOLDEN STATE WARRIORS Tim Hardaway var valinn til Golden State í 14. vali 1989. Hann var valinn í nýliðalið ársins. Hann var kominn á svið með þeim sem best röktu knött- inn (,,drippluðu“) í NBA deildinni. Fyrsta árið notaði hann til að kynn- ast deildinni og fór hægt af stað. Hann var með 14,7 stig aö meðaltali í leik og fjögur fráköst. Honum gekk ágæt- lega þetta ár með góðri hjálp félaga sinna, sérstaklega Mitch Richmond og Chris Mullin. Annað árið lék hann mjög vel. Þá komst meðaltalið í 22,9 stig og 9,8 stoðsendingar. Hann hirti fjögur frá- köst að jafnaði og lék alla leikina 1990-1991. Engin spurning var að þessi framtíðarleikmaður fengi að spila í stjörnuleik. f honum skoraði hann fimm stig, átti fjórar stoðsend- ingar og hirti þrjú fráköst - þó að hann léki einungis [ tólf mfnútur. Þriðja árið í deildinni stóð Tim sig mjög vel. Hann skoraði 23,4 stig til jafnaðar í leik, átti tíu stoðsendingar og hirti 3,8 fráköst. Hann keppti í stjörnuleiknum og náði hvorki meira né minna en 14 stigum og átti sjö stoðsendingar. Hann lék [ 20 mínútur og var varamaður Magics Johnsons. í byrjun þessa keppnisárs meiddist hann og missti af 16 leikjum. En í þeim 66 leikjum, sem hann tók þátt í, spilaði hann mjög vel. Nú hefur hann 21.5 stig, hirðir fjögur fráköst og á 10.6 stoðsendingar að meðaltali. Hann lék stjörnuleikinn, skoraði 16 stig og lék stórkostlega - en hitti þó ekki nógu vel úr vítaskotum. Timothy Duane Hardaway er einn besti, fjörugasti og tæknilegasti leik- maður NBA deildarinnar. (Tim hefur ekki getað leikið síðan í haust vegna meiðsla). 14 Æ S K A N

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.