Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1994, Síða 20

Æskan - 01.01.1994, Síða 20
AÐDAENDUM 5VARAD FALLEGASTI STAÐURINN? HAFNARFJÖRÐUR BERC5VEINN BERC5VEIN5SON MARKVÖRÐUR LANDSLIÐSINS í HANDKNATTLEIK. Hvar og hvenær ertu fæddur? Hvar ólstu upp? í Reykjavík 25. janúar 1968. - í Hafnarfirði. Hvenær byrjaðir þú að æfa handknattleik? Þegar ég var átta ára. Hefur þú alltaf æft og leikið sem markvörður? Af hverju valdir þú þá stöðu. Já, ég hef alltaf verið í marki. Ég byrjaði í frímínútum í skólanum og fór svo að æfa. Hefur þú stundað aðrar grein- ar íþrótta? Já, knattspyrnu. Með hvaða félögum hefur þú leikið? Ég var með rauðklæddu liði í Hafnarfirði til 15 ára aldurs (Hauk- um) en fór þá í FH. Hefur þú unnið til meistaratitla með liðunum? Ég hef fimm sinnum orðið ís- landsmeistari: Einu sinni í 3. flokki FH, tvisvar í 2. flokki og þá einnig bikarmeistari; tvívegis með meist- araflokki (1990 og 1992). Bikar- meistari 1992. Hve marga landsleiki hefur þú háð? 45 unglingalandsleiki og 80 A- landsleiki. Hvenær þótti þér sárast að tapa? í bikarúrslitaleik 1988 og leikn- um við Val í fyrra um íslandsmeist- aratitilinn. Skot hvaða leikmanns finnst þér erfiðast að verja? Alexanders Tuskins (Essen). Gegn hvaða íslensku liði þykir þér erfiðast að leika? FH b. Af hverjum hefur þú lært mest? Einari Þorvarðarsyni. Hver er eftirlætisleikmaður þinn? Hans Guðmundsson FH. Hver eru helstu áhugamál þín önnur en handknattleikur? Að leika golf. í hvaða skólum hefur þú stundað nám? Hvað starfar þú? í Iðnskólanum í Reykjavík. - Ég starfa sem offsetprentari í Prentbæ í Hafnarfirði. Ertu kvæntur? Áttu börn? Ég á unnustu, Gígju H. Eiðsdótt- ur, og tæplega þriggja mánaða dóttur, Katrínu Erlu. Á hvaða leikara hefur þú mest dálæti? Robert de Niro. Hvaða matur finnst þér bestur? Piparsteik hjá mömmu á gamlárskvöld. Áttu/hefur þú átt dýr? Hvaða dýr falla þér best? Ég hef átt kött. Kettir. Hvaða rithöfund og Ijóðskáld dáir þú mest? John Grisham - Sverri Storm- sker. Hvaða staður á íslandi þykir þér fallegastur? Hafnarfjörður. Til hvaða landa hefur þú komið? Færeyja, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Englands, Skotlands, Þýskalands, Frakk- lands, Hollands, Lúxemborgar, Portúgals, Spánar, Ítalíu, Sviss, Austurríkis, (Tékkóslóvakíu), Ung- verjalands, Rúmeníu, (Júgóslavíu) og Tyrklands. Hvert langar þig mest til að ferðast? Til einhverrar eyju í Karabíska hafinu. Hvað metur þú mest í lunderni og framkomu fólks? Heiðarleika og hreinskilni. Hvað kanntu verst við í fari manna? Óheiðarleika. Hver er eftirlætismálsháttur þinn? Ekki er allt gull sem glóir. 2 0 Æ S K A N

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.