Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1994, Page 36

Æskan - 01.01.1994, Page 36
A NYJUM EN ÞO GAMALKUNNUM SLOÐUM - ANDREA 06 SI66A SE6JA FRÁ. Vinsælustu söngkonumar í vin- sældavali Æskunnar reyndust vera þær Sigríður Beinteinsdóttir og Andrea Gylfadóttir. Það er ekkert nýtt - þær hafa verið með þeim vinsælustu undanfarin ár. En nú er dálítið nýtt af þeim að frétta ... SIGGA: „Stjórnin hélt lokadansleik sinn á Akureyri í janúar. En nú er ég að æfa með nýrri hljómsveit sem kemur fyrst fram í apríl. Hún er nafnlaus enn þá. Við Friðrik Karls- son gítarleikari höfðum frumkvæði að því. Með okkur eru Guðmundur Jónsson gítarleikari, Þórður Guð- mundsson bassaleikari og Halldór Hauksson trommuleikari. Við munum leika poppmúsík, dálitlu hrárri en tíðkast hefur und- anfarið. Þlötu með hljómsveitinni er varla að vænta fyrr en í haust en búast má við lögum á safnplötu í sumar. Við flytjum bæði frum- samin lög eftir félaga hljómsveitar- innar og önnur vinsæl lög. Við höf- um nóg af efni úr að moða enda eru vanir lagasmiðir með mér. Stórhljómsveit Siggu Beinteins verður í tvo mánuði á Hótel íslandi í vetur. Strákarnir í þeirri „nafn- lausu“ verða með mér þar ásamt fleirum ..." ANDREA „Já, Todmobile er hætt - og ekki á dagskrá að byrja aftur en allt getur gerst. Ég hef sungið í söngsveitinni Borgardætrum síðan í fyrravor. Við ætluðum fyrst einungis að halda eina tónleika en þeir urðu fimm! Síðan höfum við komið fram öðru hvoru. Okkur datt í hug að syngja inn á plötu og gerðum það. Skífan gaf hana út í fyrrahaust. Við flytj- um mestmegnis söngva sem Andrews-systur gerðu vinsæla; stríðsáramúsík. Ég syng líka „sóló“ við píanó- undirleik Kjartans Valdimarssonar - blús og jass. Við Þorvaldur Bjarni erum að vinna að nýju efni og stefnum að því að gefa það út. Það er í stíl okkar Þorvaldar, poppdansmúsík (( 3 6 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.