Æskan - 01.01.1994, Qupperneq 42
POPPÞfí TTURINN
Umsjón: Jens Kr. Guðmundsson
ÖÐRUVÍSI POPPSTJÖRNUMYNDIR
Umboðsmenn flestra alvöru poppstjarna dreifa til fjölmiðla glæsileg-
um og vönduðum Ijósmyndum af þeim. Myndirnar eru réttnefndar
glansmyndir. Fyrirsæturnar eru farðaðar, hárið greitt eftir kúnstarinnar
reglum og jafnvel litað ef það er talið til bóta o.s.frv. Eftir að myndin
hefur verið tekin er hún unnin frekar á tölvuskjá: Tennur eru litaðar hvít-
ari, hrukkum og baugum er eytt o.s.frv. Á glansmyndunum er aðeins
sýnt fegursta sjónarhornið. T.a.m. er þess gætt að framstæður kjálki
(skúffa) Georgs Michaels sjáist ekki eða kónganef Bonniar Raitt. Fyrir
bragðið sýnast poppstjörnurnar yfirleitt líta betur út en almenningur.
Flér sýnum við poppstjörnurnar við aðrar aðstæður en í Ijósmyndaver-
um umboðsskrifstofanna. Og sjá: Þetta eru bara venjulegir menn!
James Hetfield gitarleikari og söngvari Metallicu, Gene Simmons bassaleikari Kiss,
Bubbi, Bono, söngvari U2
Fyrri hluti áttunda áratugar-
ins hefur verið nefndur hnign-
unartímabil í sögu rokksins.
Stöðnun og þreyta einkenndu
það. Áherslan færðist frá mús-
íkinni yfir á sjónræna útfærslu.
Gleggsta dæmið um þetta er
glysrokkið („glamrock"). Glys-
rokkið byggði á einföldum
rokktöktum, rafmögnuðu gít-
arhljóði (,,fössi“) og auðlærð-
um, einföldum laglínum.
Vegna rafmagnaða gítar-
hljóðsins var glysrokkið flokk-
að með þungarokki. Ýmsar
gamlar poppstjörnur, s.s. Roll-
ing Stones, löguðu ímynd sína
að glysrokkinu. Glysrokkarar
notuðu andlitsfarða og klædd-
ust sérhönnuðum glansfatn-
aði. Aðstæðurnar mótuðu
glysrokkarana. Þess vegna er
ástæðulaust að fordæma þá
sem tóku þátt í leiknum.
Fæstir glysrokkaranna lifðu
pönkbyltinguna 76/ 77 af.
Helsti fulltrúi glysrokksins,
enski söngvarinn Marc Bolan í
T. Rex, lést í bílslysi 1977. Það
reyndi því ekki á hæfileika
hans til að standast pönkbylt-
inguna. Þeir glysrokkarar, sem
stóðust tímans tönn, voru
bandaríski hryllingsrokkarinn
Alice Cooper, bandaríska
þungarokksveitin Kiss, breski
söngvarinn Davíð Bowie og
enska rokksveitin Queen.
Framhald...
Ölíkt flestum glysrokkurum voru liðsmenn Queen mjög færir hljóðfæra-
leikarar, lögðu áherslu á fjölbreytta músikstila og vandaðan söng.
4 2 Æ S K A N