Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1994, Qupperneq 56

Æskan - 01.01.1994, Qupperneq 56
Nýlega fór fram kjör íþróttamanns ársins. Sigurbjörn Bárðarson hesta- maður úr Fáki bar sigur úr býtum. Næstir honum að stigum komu Geir Sveinson handknattleiksmaður og Sigurður Jónsson knattspyrnumað- ur. Þeir þrír voru langefstir að at- kvæðum. Æskan óskar Sigurbirni hjartanlega til hamingju með titilinn - og Geir og Sigurði meö árangurinn. íþróttafréttamenn eiga atkvæðis- rétt í kjörinu. Það fór nú fram í 38. sinn. Þetta er í fyrsta skipti sem hestaíþróttamaður hlýtur þessa við- urkenningu. í 5. tbl. Æskunnar í fyrra svaraði Geir aðdáendum og þá birtist einnig viðtal Hrafnhildar Valgarðsdóttur við Sigurbjörn! í upphafsorðum sagði hún: „Enn læddist ég fram hjá stórum hestaskrokkum og kom loks auga á manninn, þennan margfalda meist- ara hestamanna, rauðhærðan og brosmildan, grannan og snaggara- legan ..." Sigurbjörn hefur oftar orðió ís- landsmeistari, Evrópumeistari og heimsmeistari en nokkur annar. í fyrra vann hann nánast allt sem hægt var að vinna - t.a.m. þrenn gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í Hollandi! Hann var einnig útnefndur skeiðreiðarmaður ársins af Alþjóða skeiðmeistarafélaginu. Hér fer vel á að birta lýsingu Bryn- dísar Kristjánsdóttur, Borgarholti í Biskupstungum, á eftirlætisíþrótta- manni sínum, knapanum Sigurbirni Bárðarsyni - en hún fylgdi kjörseðli Bryndísar í vali Æskunnar á vin- sælasta íþróttamanninum: „Sigurbjörn gengur undir gælu- nafninu Diddi og er líka oft kallaður Gullbjörninn því að hann hirðir oft mörg gullverðlaun á hestamótum. Hann er fæddur í Reykjavík 2. febrú- ar 1952. Hann ólst líka upp í Reykja- vík en var oft í sveit í Skagafirði. Hann er Ijósrauðhærður, alskeggjað- ur og meðalmaður á hæð en ég er ekki viss um augnalitinn. Hann er á- vallt glaðlyndur og algjör bindindis- maður á tóbak og áfengi. Hann er kvæntur Fríðu H. Steinarsdóttur og þau eiga fjóra krakka saman, tvo stráka og tvær stelpur. Þau eiga heima rétt hjá Elliðavatni en eiga hesthús og reiðskemmu í Víðidaln- um. Á veturna er hann alltaf með lærisveina sem hjálpa honum í hest- húsinu. Þeir hafa oft orðið frægir seinna meir. Sigurbjörn hefur oft fengið tilboð erlendis frá, t.d. um að vinna á búgarði fyrir geysimikla pen- inga, en hann vill frekar vera hér heima í hörkunni því að hann segist bara leggjast í rólegheit þarna úti og það á nú ekki við hann! Hann hefur unnið marga íslands- og heims- meistaratitla og kom til að mynda heim með þrjá gullpeninga af síð- asta heimsmeistaramóti. Ég ætla að láta þetta duga og vona að þið hafið orðið einhvers vísari um Didda Bárð- ar.“ 5 6 Æ S K A N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.