Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1994, Side 60

Æskan - 01.01.1994, Side 60
Umsjón: Ragnheiður Jóna Ármannsdóttir. SEM ORÐ FÁ EKKI LÝST Gilwell? Hvaö er nú það? Nafnið er komið frá Gilwellpark í Lundúnum þar sem fyrstu námskeiðin fyrir fullorðna skáta voru haldin. Á þessum námskeið- um er farið yfir alla þætti skátastarfsins. Gilwell hefur vissan töframátt. Ef þú hittir fyrir skáta sem lokið hefur Gilwell námskeiði og spyrð hann hvernig hafi verið þá færðu nær undantekningalaust svarið: „Þetta var stórkostlegt. Þú ættir að drífa þig á Gilwell!" Skátar, 18 ára og eldri taka þátt í námskeiðinu. Það er lokaliður í foringja- þjálfun BÍS. Eitt slíkt námskeið var haldið á Úlf- Ijótsvatni nú í haust og voru þar 27 Gilwell-ungar samankomnir til að nema skátafræðin. Skátar skipa sér ætíð í flokka sem síðan mynda sveitir og eins var gert á þessu námskeiði. Að jafnaði eru fjórir flokkar, Uglur - Gaukar - Dúfur - Hrafnar, en Spætur bættust í hópinn þar sem þetta námskeið var óvenju vel sótt. Skátarnir dveljast þarna í viku. Vin- áttan og bræðralagið styrkist mjög þar sem taka þarf á málum í blíðu jafnt sem stríðu. Flokkarnir reisa hver sína tjaldbúð og kappkosta að gera hana sem fallegasta, snyrtilegasta, frumlegasta, þægilegasta og hagnýtasta. Það er nefnilega dálítill metnaður í skátunum og þeir vinna ætíð að því að gera allt eins vel og þeir geta. Á Gilwell er risið árla úr rekkju og gengið seint til náða. Það eru mörg störfin sem þarf að vinna og með góðri samvinnu skátanna. Kvöldvökur eru á hverju kvöldi, þar sem reynir á leikhæfi- leikana, og raddböndin óspart þanin. Gilwell-námskeið er ógleymanlegur tími. Þar öðlast maður þroska, þekkingu og eitthvað sem orð fá ekki lýst og hver og einn geymir innra með sér. Hvað er þér minnisstæðast frá Gilwell? Bryndís 90: Kvöldvökurnar og markferðin. Ævintýravika. Örn 91: Félagsskapurinn. Gilwell er alveg draumur. Kvöldvökurnar. Að finna skemmtiatriði á 5 mínútum. Rómantíkin. Halldóra 91: Tjaldbúðavinnan sem öll átti að vinnast á 25. tímanum í sólar- hringnum. Hvað það var rosalega gaman. Félagsskapurinn. HVERNIG GERIST MAÐUR SKÁTI? Til að gerast skáti þarf maður að ganga í skátafélag, læra skátalögin, skátaheitið og kjörorð skáta. Þegar foringinn telur mann hafa lært undir- stöðuna er maður tekinn inn í skáta- hreyfinguna við hátíðlega athöfn. Skátafélög starfa víða um land. Upplýsingar um símanúmer þeirra eru gefnar á skrifstofu Bandalags ís- lenskra skáta, s. 91-23190. Hátíðarmessa i Úlfljótsvatnskirkju Hvert smáatriði skiptir máli Úr tjaldbúð Hrafna Setið að snæðingi Uglur við tjaldbúðavinnu 6 0 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.