Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1994, Side 5

Æskan - 01.04.1994, Side 5
s s Avarp forseta Islands: LÝÐVELDIÁ ÍSLANDI 50 ÁRA Á fimmtíu ára afmælishátíð lýðveldisins minn- umst við Islendingar þess hve dýrmætt það er að vera frjáls þjóð á ættjörð sem forfeður okkar völdu okkur til búsetu. Þjóðarvitund okkar er ofin úr þrem þáttum. Við eigum saman landið okkar ísland, við eigum saman verðmætt tungumál sem kynslóðir hafa varðveitt lítt breytt í ellefu aldir, - og við eigum saman minningar á þessu tungumáli, sögu þjóðarinnar. Það voru þessir þættir sem eftir aldalanga sjálfstæðisbaráttu gerðu okkur kleift að standa einörð saman um fulla sjálf- stæðisyfirlýsingu og að stofna lýðveldi þann 17. júní 1944- Einhver dýrmætasta gjöf sem kunn er um heimsbyggðina er lýðræðið. Lýðræðið er gjöf en þó fer því fjarri að það sé gefið. Þess verður að gæta bæði vandlega og með virðingu sem fjöreggs mannsandans, - ekki síður en menningarvitundar þjóðarinnar. Lýðræðið felur í sér falslaus sam- skipti manna þar sem saman eru ofin styrkur og lítillæti. í lýðræðinu er fólgið sjálfstraust til að mynda sér eigin skoðanir sem hver maður er frjáls til að rækta með sjálfum sér og þá jafnframt viljanum til að hlýða á skoðanir annarra. Á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins stöldrum við íslendingar við og minnumst þess sem að baki er þegar kynslóðirnar á undan okkur, afar okkar og ömmur, nutu ekki, svo öldum skipti, gjafarinnar góðu, frelsis og lýðræðis. Jafnframt hugum við að framtíðinni og þeirri ábyrgð sem okkur hefur verið ljúft að taka okkur á herðar, að viðhalda þjóðararfinum, tungunni og minningunum. Ég óska æsku íslands heilla um alla framtíð.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.