Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1994, Síða 8

Æskan - 01.04.1994, Síða 8
HEIMSMEISTARAR! Sigursteinn Stefánsson og Elísa- bet Sif Haraldsdóttir geta státað af (sama sem-) heimsmeistaratitli! Þau sigruðu í keppni 12-13 ára í suður- ameriskum dönsum á alþjóðlegu móti í Blackpool í Englandi i apríl. Heimsmeistarakeppni er ekki haldin fyrir þessa aldursflokka en jafnan er rætt um mótið sem óopinbert heimsmeistaramót. Meðal kepp- enda voru lika öll þau pör sem hafa skarað fram úr undanfarin ár. Þátt- takendur í mótinu voru geysimargir, allt að 140 pör í hverjum flokki! Sigursteinn og Elísabet Sif eru 13 ára (- hann verður 14 [ september) og hafa dansað saman í tæp fjögur ár. Þau svifu einnig um gólfið í danshöll- inni að Svörtutjörn 1992 og 1993 og eru því orðin hagvön þar! Fyrsta árið kepptu þau í flokki 11 ára og yngri og urðu í 4. sæti bæði í suður-amerískum dönsum (fjórir dansar) og Jive. Þá komust þau líka í undanúrslit (12 pör) í sígildum samkvæmisdönsum („Ball- room“). 1993 kepptu þau í undanúrslitum í suður-amerísku dönsunum (Cha cha cha og rúmbu). Það var vel að verið því að þá var við eldri að etja í flokkn- um (12-13 ára). Þessum árangri verður ekki náð nema æfingar séu stundaðar af kappi - þó að krakkar séu hæfileikaríkir eins og þessir nýju „heimsmeistarar". Sumir eru farnir að læra dans fjögurra ára ... „Nei, ég byrjaði ekki fyrr en níu ára,“ svarar Sigursteinn þegar ég spyr um þetta. „Ég var átta ára,“ segir Elísabet Sif. - í sama dansskóla? „Ég var fyrsta árið í Dansskóla Sig- urðar Hákonarsonar en færði mig síðan til Jóns Þéturs og Köru,“ ansar Elísabet Sif. „Ég hef alltaf verið hjá þeim,“ segir Sigursteinn. - Hve oft hafið þið æft? „Fyrstu tvö árin voru hóptímar 8 Æ S K A N tvisvar í viku, síðar bættust einkatímar við. Undanfarin tvö ár höfum við verið tvisvar í hóptímum, tvisvar í einkatím- um og einu sinni á „keyrsluæfingum" í viku.“ ÝMIS KONAR KEPPNI - Er keppt oft á ári? „Það er keppt þrisvar sinnum um íslandsmeistaratitla með frjálsri aðferð og einu sinni í grunnsporum („Basic"). í frjálsu keppninni er keppt annars vegar í 5+5 dönsum (tveir meistaratitl- ar) og hins vegartíu dönsum." - Hvenær fóruð þið að keppa á þeim mótum? „Við byrjuðum að keppa í frjálsum dansi tveimur árum eftir að við fórum að dansa saman og urðum í öðru sæti í latneskum og sígildum dönsum.“ - Gekk ykkur vel frá byrjun? „Já, ágætlega. Fyrst vorum við í 5,- 3. sæti í sígildum dönsum en annað árið tvisvar í 2. sæti. Við höfum unnið tíu dansa keppnina tvisvar en 5+5 einu sinni - og núna í maí urðum við íslandsmeistarar í keppni í grunn- sporum (enskur vals og tangó - Cha cha cha og Jive).“ - Eru margir jafnir eða eigið þið ein- hverja aðalkeppinauta? „Það eru margir góðir en Brynjar og Sigursteinn og Elisabet Sif dansa rúmbu i úrslitakeppninni i hinu óopinbera heimsmeistaramóti i Blackpool i vor.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.