Æskan - 01.04.1994, Blaðsíða 9
flokki
SKSSSS®
Með V 12ðÍ3 árf HeTsme/starat/t//'
Sesselja í Nýja dansskólanum hafa
verið erfiðustu keppinautarnir. Þau
hafa stundum unnið okkur.“
- Þið sigruðuð í báðum suður-am-
erísku dönsunum í ykkar flokki í Black-
pool núna í apríl - og gekk vel í fleiru
en því...
„Við komumst í undanúrslit, þ.e. 12
para úrslit í öllum latnesku dönsunum
fimm í flokki 12-15 ára - og urðum í 5.
sæti í sígildum dönsum í flokki 12-13
ára.“
- Ég veit að sóst er eftir góðum
dönsurum til að sýna á skemmtunum.
Hafió þið oft komið fram?
„Já, við höfum dansað ýmist tvö
eða með flokki dansara frá Dansskóla
Jóns Péturs og Köru. Undanfarið hafa
margir hringt og beðið okkur að sýna.“
- Hverjir hafa kennt ykkur?
„Jón Pétur og Kara og Hinrik Vals-
son hafa verið með okkur frá því að
við fórum að dansa saman. Erlendir
kennarar hafa líka komið hingað
nokkrum sinnum og haldið námskeið
sem við höfum tekið þátt í.“
GLÆSILEG FÖT
- Keppendur í dansi eru alltaf
glæsilega klæddir. Eigið þið margs
konar fatnað til að keppa í?
ANNAÐ EN DANSINN
- Hafið þið æft aðrar íþróttir?
Sigursteinn: Ég æfi körfuknattleik,
var áður í knattspyrnu og handbolta,
er dálítið í sundi og oft á skíðum.
Elísabet Sif: Ég æfði knattspyrnu og
hlaup en er hætt því - nema að
skokka. Ég tek stundum þátt í skóla-
og víðavangshlaupum.
- Þið hafió nógu að sinna í sam-
bandi við dansinn - og aðrar íþróttir.
Kemur það ekki niður á náminu?
„Ef maður skipuleggur tímann vel er
hægt að komast yfir þetta allt.“
- í hvaða skólum eruð þið? Hvaða
greinar þykir ykkur skemmtilegastar?
Sigursteinn: í Hólabrekkuskóla.
Danska, enska og leikfimi.
Elísabet Sif: Hjallaskóla. Stærð-
fræði, enska og leikfimi.
- Að lokum: Tekur ekki á að reyna
að verja titil?
„Jú það er reyndar dálítið erfitt. En
viö reynum bara að gera eins vel og
við getum. Ekkert má fara úrskeiöis ef
keppt er til verðlauna. Það verður að
taka því ef eitthvað mistekst - og gera
betur næst!“
Sigursteinn: Ég á ein kjólföt fyr-
ir sígildu dansana. En ég má ekki
keppa í þeim hér heima. Hér eru
aðrar reglur en erlendis. Ég á
þrjár skyrtur sem ég nota í suð-
ur-amerísku dönsunum og
tvennar buxur.
Elísabet Sif: Ég á þrjá kjóla
fyrir latnesku dansana og einn
fyrir þá sígildu.
- Þið eruð að vaxa. Þarf að
fá sér ný föt á hverju ári?
Elísabet Sif: Já, og jafnvel
fyrir hverja keppni. Yfirleitt er
saumað nýtt í hvert sinn. Við
fórum í nýjum fötum í keppn-
ina í Englandi.
Sigursteinn: Ég fæ oftast
nýja skyrtu fyrir hverja keppni
því að ég stækka svo ört
núna. Þetta er enn erfiðara
fyrir stelpurnar.
- Hvar fáið þið fötin?
Elísabet Sif: Lína Björk
hefur saumað alla mína
kjóla.
Sigursteinn: Ingibjörg,
sem er saumakona og
hönnuður, hefur saumað á
mig undanfarið.
- Þetta er þá all-kostnaðar-
samt...
Elísabet Sif: Já, en við
seljum yfirleitt kjólana eftir að
ég hef notað þá á einu eóa
tveimur mótum.
- Hafið þið fengið styrki til
að taka þátt í „heimsmeistara-
mótinu"?
„Nei, við við verðum að
borga það allt sjálf. En Dans-
samband íslands hefur óskað
eftir inngöngu í íþróttasam-
bandið svo að hægt sé að
sækja um styrki. Dans er
íþrótt. Við ættum að geta
fengið styrki til að keppa
á slíkum mótum eins og
íþróttafólk."
- Fóru margir til Eng-
lands núna?
„Já, það voru um 180
alls, keppendur, kennarar
og foreldrar. 36 pör
kepptu í flokki 12-15 ára
og nokkur í flokki 11 ára
og yngri. Við fórum með
þotu sem var tekin á
leigu.“
^ef Sif°g Swrsteinn urðu/5 sætií -
um 1 sínum flokki á mótini S'9'ldum dön«-
Æ S K A N 9