Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1994, Side 11

Æskan - 01.04.1994, Side 11
FORSETI - FRÁ HRAFNSEYRI í ARNARFIRÐI Sumum stöðum fylgja munnmæli sem nánast eru helgisögur. Öll þekkjum við söguna um öndvegissúlur Ingólfs Arnar- sonar sem hann varpaði í sjóinn og á- kvað að byggja sér bæ þar sem þær bæri að landi. Þannig fól hann forsjóninni örlög sín. Sú saga var færð í letur þegar Reykjavík var ein- stakur sveitabær og skorti flest sem ræður úrslitum um höfuðstað. Önnur ámóta helgisaga er bund- in við Eyri í Arnar- firði - Hrafnseyri. Þar segir frá Áni Rauðfeldi land- námsmanni sem var hinn fyrsta vet- ur ( Dufansdal en Grelöð kona hans festi þar ekki yndi því að henni þótti þar illa ilmað úr jörðu. Því keypti Án land og reisti bú á Eyri en þar þótti Grelöðu hun- angsilmur úr grasi. Á eyri við sjóinn utan við tún á Hrafnseyri er örnefnið Grelutóftir. Þar hafa fundist menjar um landnámsbæ, veggjasteinar og aska á ósnortnu landi. Þar hefur landnámsbær- inn staðið og verið nefndur á eyri. Því nafni hefur hann haldið þó að hann væri fluttur upp yfir bakkana háu. Það fellur vel að munnmælunum að rústir land- námsbæjarins væru nefndar Grelað- artóftir sem varð svo Grelutóftir í munni fólks. Á sínum tíma varð svo eyrin kennd við höfðingjann Hrafn Sveinbjarnarson og kölluð Hrafnseyri til aðgreiningar frá öðrum eyrum vestra en þær eru býsna margar. ÁFANGARí S JÁLFST ÆÐISB ARÁTTU N NI Nú þykir Hrafnseyri ágætust af því að þar fæddist Jón Sigurðsson forseti 17. júní 1811. Forsetanafnið festist fyrst við Jón Sigurðsson meðal Hafnar-lslendinga sem forseta Kaupmannahafnar-deildar Hins íslenska bókmenntafélags. Sú stofnun átti drjúgan þátt í íslenskri menningarsögu um þær mundir. Jón Sigurðsson er svipmestur manna í sjálfstæðisbaráttu íslendinga og merk- ustu áfangar hennar tengjast mjög nafni hans og minningu. Alþingi það sem endurreist var 1845 var aðeins ráðgefandi. Gildi þess var einkum að vera umræðugrundvöllur ís- lenskra þjóðmála og leiða í Ijós óskir ís- lendinga og rökstyðja þær. Svo kom stjórnarskráin 1874 með löggjafarvald og fjárveitingavald fyrir Al- þingi. Síðan gat ekkert orðið að lögum á íslandi nema þingið hefði samþykkt það. Hins vegar gat konungur neitað að und- irskrifa samþykkt Alþingis og það gerði hann ef ríkisstjórn Damerkur vildi. Og það var oft. 1904 fengum við heimastjórn og þingræði. íslenskur ráðherra með aðset- ur í Reykjavík varð að styðjast við meiri- hluta á Alþingi. Enn var stöðvunarvald í Kaupmannahöfn. 1918 varð ísland fullvalda ríki. Sam- bandslögin veittu ísiendingum rétt til að segja samningnum upp að 25 árum liðn- um. Á grundvelli þeirra laga varð ísland sjálfstætt lýðveldi 17. júní 1944. SAFN JÓNS SIGURÐSSONAR Á Hrafnseyri er nú safn til minningar um ævi og starf Jóns Sigurðssonar. Jón Sigurðsson lærði heima hjá föður sínum og tók síðan stúdentspróf hjá dómkirkjuprestinum í Reykjavík. Hann varð manna fróðastur um íslenska sögu og merkasti handrita- fræðingur (slendinga um sína daga. Til sögunnar sótti hann óhrekjandi rök um að Danir hefðu auðgast á yfirráðum á íslandi og (slendingar ættu allan rétt til að vera sjálfstæð þjóð. Hannes Hafstein, fyrsti íslenski ráðherr- ann, orti minningar- Ijóð vegna aldaraf- mælis Jóns forseta. Þar er þetta erindi: Lengi hafði landið sofið lamað, heillum svipt og dofið - fornt var vígið frelsis rofið farið kapp og horfin dáð. Þegar loks um álfu alla árdagsvættir heyrðust kalla þjóð vor rumska þorði varla því að enginn kunni ráð þar til hann kom, fríður, frækinn, fornri borinn Arnarslóð bratta vanur, brekkusækinn. Brjóst hann gerðist fyrir þjóð. Sumir staðir verða þjóðardýrgripir vegna þeirrar sögu sem við þá er bundin og minninga ágætra manna. Hrafnseyri við Arnarfjörð er í tölu þeirra dýrgripa. Hún er þjóðardýrgripur sem gott er að vita skil á. Og í safni Jóns Sigurðssonar á staðnum geta komumenn nálgast á undraskömmum tíma merkileg tímamót í örlagasögu þjóðarinnar. Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli. Horft heim að Hrafnseyri. Þar er minjasafn Jóns Sigurðssonar og kapella en til hægri á myndinni er kirkjan, byggð 1886. í baksýn er fjallið Ánarmúli. Ljósmynd: Hjálmar R. Bárðarson. - Úr bók hans, Vestfirðir, útg. 1993. Æ S K A N 7 7

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.