Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1994, Blaðsíða 18

Æskan - 01.04.1994, Blaðsíða 18
A ARI FJOLSKYLDUNNAR: FIÖRKÁLFAR MEO SKEMMTUN OG SÖNGVARA- KEPPNI ÆSKUNNAR! undirbúin og ekki minna í þau lagt en á svokölluðum „stórskemmtunum" í Reykjavík. Egill Eðvarðsson aðstoðar okkur við skipulagið enda þaulvanur slíku úr Sjónvarpinu og einn sá færasti í faginu," segir Hemmi. „Það hefur ekki verið farið áður um landið með svo viðamikla dagskrá til að skemmta börnum og fjölskyldu- fólki,“ segir Ómar. „Við ætlum að leggja okkur alla fram um að gera þetta að glæsilegri skemmtun," bætir Hemmi við. “Enginn hefur samið eins mikið af barnaefni og Ómar...“ „Og allir vita hve gott lag Hemmi hefur á krökkum ...“ „Heyrðu! Við erum ekki komnir hingað til að hæla hvor öðrum á víxl! En ég á tryggan stuöning hjá „litla fólkinu" svo að við þurfum ekki aö kvíða því.“ Fjörkálfarnir Ómar og Hemmi - hressir að vanda! Fjörkálfar verða á fleygiferð um landið í sumar: Hermann Gunnars- son og Ómar Ragnarsson ásamt tónlistarmönnunum Hauki Heiðari og Vilhjálmi Guðjónssyni! Einvalalið! Þeir ætla að halda skemmtanir á mörgum stöðum, barna- og fjöl- skylduskemmtanir með ótal atrið- um. í tengslum við þær verður efnt til Söngvarakeppni Æskunnar með veglegum verðlaunum. ÞRIGGJA ÁRA HUGMYND VERÐUR AÐ VERULEIKA! Þrjú ár eru síðan þessari snilldar- hugmynd laust niður í kollinn á Hemma Gunn! En þeir félagar hafa haft í mörgu að snúast svo að dregist hefur að hrinda henni í framkvæmd. Nú er komið að því! Æskan styður þessa ferð Fjörkálf- anna enda verður Söngvarakeppni Æskunnar einn meginþátta í skemmt- ununum. Hemmi og Ómar komu til fundar við mig í lok apríl. Þeim var mikið niðri fyrir og áhuginn geislaði afþeim...! „Þetta verður þaul- skipulögð skemmti- dagskrá með söng, gríni og leikjum. Allir finna áreiðanlega ótalmargt við sitt hæfi! Litríkar persón- ur koma fram og tón- listin verður að sjálf- sögðu leikin á staðn- um en þó fullkomlega unnin. Við höfum hæfileikamenn við hljóðfærin. Atriðin verða alls ekki síður í ÆFINGABÚÐUM Á SPÁNI - Hafið þið ekki unnið áður á þenn- an hátt? „Við höfum oft komið fram saman en ekki efnt til skemmtana eins og þessarar. Þó höfum við góða sameig- inlega reynslu af því að fá börn og for- eldra til að skemmta sér saman. Þaö var á Spáni!“ segir Hemmi. „Já, við höfum hitað upp í æfinga- búðum erlendis árum sarnan!" eykur Ómar við. - Hvenær leggið þið af stað? „Fyrsta skemmtunin verður 9. júlí á Dalvík eða Siglufirði, önnur á Akureyri 10. júlí.“ - Hvernig verður dagskráin? „Hún verður fléttuð saman úr söng og leiknum atriðum sem við flytjum, Auk þess fáum við fólkið í salnum til að sprella með okkur á ýmsan hátt. Best að segja ekkert nánar frá því að sinni. Það á að koma á óvart. Auk þess verður söngvarakeppni og ó- væntir viðburðir í lokin ...“ SÖNGVARA- KEPPNI ÆSKUNNAR Hvernig fer söngvarakeppnin fram? „Klukkan tíu um morguninn fá krakkar tækifæri til að taka þátt í undankeppni. Það verður auglýst rækilega þar sem við skemmtum. Söngv- arakeppni Æskunnar er fyrir krakka sem fæddir eru 1981 og síðar. Þeir geta valið úr 60 lögum til að syngja fyrir hljómlist- armennina okkar - við undirleik þeirra. 7 8 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.