Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1994, Blaðsíða 22

Æskan - 01.04.1994, Blaðsíða 22
ÞÆTTIR UM UMHVERFISMAL: LÁGFÓTA LANDVÖKÐUR Umsjón: Sigrún Helgadóttir líffræðingur. HEIMSÁLFUR MÆTAST Á WNGVÖLLUM „Við erum eiginlega í Ameríku en þarna hinum megin er Evrópa." Maburinn sem sagði þetta stóð næstum frammi á brún á djúpri gjá og benti. Krakkarnir voru í skólaferöalagi á Þingvöllum. Rútan hafði staðnæmst ofan Almannagjár þar sem landvörö- ur í þjóbgarbinum tók á móti þeim. Þeir ætluöu strax að hlaupa af stab niöur veginn í gjánni en voru stöðv- aöir og nú stóbu allir þarna og horfbu eins og landvörburinn benti, yfir kvosina fyrir framan þá. Hinum megin glitti greinilega í svartan hamravegg. „Þetta er brúnin á Hrafnagjá," bætti landvörðurinn við. „Hvab á maðurinn við? Hér erum við langt inni í landi á íslandi og svo segir hann að við séum í Ameríku og þarna rétt hjá okkur sé Evrópal?" Ása horfði undrandi á Unni. Hún vildi helst flýta sér niður í Almanna- gjá í skjól fyrir norðannæðingnum. Það var eins og maðurinn hefði heyrt í Ásu. Kannski voru fleiri en hún með undrunarsvip á andlitinu yfir þessari landafræbi. Hann hélt áfram: „Yfirborð Jarbarinnar er ekki sam- fellt heldur skiptist jarbskorpan í plötur - eins og sumir fótboltar eru saumaðir saman úr mörgum bútum. Jörðin er samt ekki hol að innan eins og knöttur heldur heil í gegn. Undir jarðskorpunni er bráðið grjót sem er kallaö kvika. jarbskorpuplöturnar eru stórar og óreglulegar í lögun og fljóta ofan á kvikunni. Víðast hvar mætast plöturnar á hafsbotni svo að vib sjáum ekki plötuskilin. ísland er eyja sem hefur myndast á plötuskil- um. Austurhluti Islands er á sömu plötu og Evrópa og Rússland en vesturhluti landsins á plötu meb Am- eríku. Hérna á Þingvöllum mætast plöturnar! Við stöndum núna á Am- eríkuplötunni og sjáum yfir á Evr- ópuplötuna hinum megin vib Hrafnagjá." „Hvernig er nú hægt að vita þetta?" spurði Krummi. „Stundum kemur kvikan neöan úr Jörbinni upp á yfirboröiö. Hún kemst auðveldlega upp á milli platnanna og jarðskorpuplöturnar færast í sundur. Þegar brábið grjót kemur upp á yfirborb Jarbar köllum við það eldgos. Fjöllin, sem við sjáum héðan, eru öll gömul eldfjöll." Landvörðurinn benti á nokkur fjöll. Svo hélt hann áfram: „Menn hafa komist að þeirri nib- urstöðu að hrauniö, sem vib stönd- um á, sé 9000 ára gamalt. Það kom úr eldgígunum þarna." - Og enn benti landvörðurinn í austur á litla fjallatoppa sem virtust vera rétt aust- an við Hrafnagjá. „Þegar gígarnir hættu ab gjósa lá samfellt hraun yfir öllu þessu svæði. Núna hefur hraunið á milli Almanna- gjár og Hrafnagjár rifnaö í sundur vegna þess ab austurhluti þess fer í austur meb sinni plötu og vestur- hlutinn í vestur meb sinni. Þegar hraunið rifnar myndast í þab sprung- ur eba gjár. Ef breiddin á öllum gján- um er lögð saman þá sést að plöt- urnar hafa færst 70 metra hvor frá annarri á þessum 9000 árum." „70 metrar á 9000 árum, þab er nú ekkert mikið á ári!" Maggi reikningshaus var auðvitað byrjaður ab reikna í huganum. „Nei, þab er minna en einn sentí- metri á ári en hreyfingin er ekki stöðug. Það gerist ekkert í langan tíma en svo kippist jarðskorpan til, brúnirnar á Almannagjá og Hrafna- gjá færast hvor frá annarri og svæðib á milli þeirra springur og sígur nib- ur." Landvörburinn tók spotta og mál- band upp úr vasa sínum. Þau hjálp- uðust að og reiknuöu út að fyrst Am- eríkuplatan og Evrópuplatan hefðu færst 70 metra hvor frá annarri á 9000 árum þá hefbi bilið á milli þeirra breikkað um 78 sentímetra á öld. Krakkarnir mældu hvab landiö hefði glibnab mikið síðan Alþingi var stofnað á Þingvöllum og fannst það heilmikið. Þegar þeir gengu nibur í Almanna- gjá með hamraveggi á bábar hendur fannst þeim eins og þeir væru ab ganga inn í Jörðina. Þeir gengu um gjána og skoöuöu gamla þingstaðinn þar sem margir merkir atburöir í ís- landssögunni hafa gerst. En þeir voru þess líka fullvissir að náttúran á Þing- völlum væri ekki síbur merkileg en sagan sem þar hafði oröið til. 2 2 ÆSKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.