Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1994, Page 22

Æskan - 01.04.1994, Page 22
ÞÆTTIR UM UMHVERFISMAL: LÁGFÓTA LANDVÖKÐUR Umsjón: Sigrún Helgadóttir líffræðingur. HEIMSÁLFUR MÆTAST Á WNGVÖLLUM „Við erum eiginlega í Ameríku en þarna hinum megin er Evrópa." Maburinn sem sagði þetta stóð næstum frammi á brún á djúpri gjá og benti. Krakkarnir voru í skólaferöalagi á Þingvöllum. Rútan hafði staðnæmst ofan Almannagjár þar sem landvörö- ur í þjóbgarbinum tók á móti þeim. Þeir ætluöu strax að hlaupa af stab niöur veginn í gjánni en voru stöðv- aöir og nú stóbu allir þarna og horfbu eins og landvörburinn benti, yfir kvosina fyrir framan þá. Hinum megin glitti greinilega í svartan hamravegg. „Þetta er brúnin á Hrafnagjá," bætti landvörðurinn við. „Hvab á maðurinn við? Hér erum við langt inni í landi á íslandi og svo segir hann að við séum í Ameríku og þarna rétt hjá okkur sé Evrópal?" Ása horfði undrandi á Unni. Hún vildi helst flýta sér niður í Almanna- gjá í skjól fyrir norðannæðingnum. Það var eins og maðurinn hefði heyrt í Ásu. Kannski voru fleiri en hún með undrunarsvip á andlitinu yfir þessari landafræbi. Hann hélt áfram: „Yfirborð Jarbarinnar er ekki sam- fellt heldur skiptist jarbskorpan í plötur - eins og sumir fótboltar eru saumaðir saman úr mörgum bútum. Jörðin er samt ekki hol að innan eins og knöttur heldur heil í gegn. Undir jarðskorpunni er bráðið grjót sem er kallaö kvika. jarbskorpuplöturnar eru stórar og óreglulegar í lögun og fljóta ofan á kvikunni. Víðast hvar mætast plöturnar á hafsbotni svo að vib sjáum ekki plötuskilin. ísland er eyja sem hefur myndast á plötuskil- um. Austurhluti Islands er á sömu plötu og Evrópa og Rússland en vesturhluti landsins á plötu meb Am- eríku. Hérna á Þingvöllum mætast plöturnar! Við stöndum núna á Am- eríkuplötunni og sjáum yfir á Evr- ópuplötuna hinum megin vib Hrafnagjá." „Hvernig er nú hægt að vita þetta?" spurði Krummi. „Stundum kemur kvikan neöan úr Jörbinni upp á yfirboröiö. Hún kemst auðveldlega upp á milli platnanna og jarðskorpuplöturnar færast í sundur. Þegar brábið grjót kemur upp á yfirborb Jarbar köllum við það eldgos. Fjöllin, sem við sjáum héðan, eru öll gömul eldfjöll." Landvörðurinn benti á nokkur fjöll. Svo hélt hann áfram: „Menn hafa komist að þeirri nib- urstöðu að hrauniö, sem vib stönd- um á, sé 9000 ára gamalt. Það kom úr eldgígunum þarna." - Og enn benti landvörðurinn í austur á litla fjallatoppa sem virtust vera rétt aust- an við Hrafnagjá. „Þegar gígarnir hættu ab gjósa lá samfellt hraun yfir öllu þessu svæði. Núna hefur hraunið á milli Almanna- gjár og Hrafnagjár rifnaö í sundur vegna þess ab austurhluti þess fer í austur meb sinni plötu og vestur- hlutinn í vestur meb sinni. Þegar hraunið rifnar myndast í þab sprung- ur eba gjár. Ef breiddin á öllum gján- um er lögð saman þá sést að plöt- urnar hafa færst 70 metra hvor frá annarri á þessum 9000 árum." „70 metrar á 9000 árum, þab er nú ekkert mikið á ári!" Maggi reikningshaus var auðvitað byrjaður ab reikna í huganum. „Nei, þab er minna en einn sentí- metri á ári en hreyfingin er ekki stöðug. Það gerist ekkert í langan tíma en svo kippist jarðskorpan til, brúnirnar á Almannagjá og Hrafna- gjá færast hvor frá annarri og svæðib á milli þeirra springur og sígur nib- ur." Landvörburinn tók spotta og mál- band upp úr vasa sínum. Þau hjálp- uðust að og reiknuöu út að fyrst Am- eríkuplatan og Evrópuplatan hefðu færst 70 metra hvor frá annarri á 9000 árum þá hefbi bilið á milli þeirra breikkað um 78 sentímetra á öld. Krakkarnir mældu hvab landiö hefði glibnab mikið síðan Alþingi var stofnað á Þingvöllum og fannst það heilmikið. Þegar þeir gengu nibur í Almanna- gjá með hamraveggi á bábar hendur fannst þeim eins og þeir væru ab ganga inn í Jörðina. Þeir gengu um gjána og skoöuöu gamla þingstaðinn þar sem margir merkir atburöir í ís- landssögunni hafa gerst. En þeir voru þess líka fullvissir að náttúran á Þing- völlum væri ekki síbur merkileg en sagan sem þar hafði oröið til. 2 2 ÆSKAN

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.