Æskan - 01.04.1994, Side 28
stráka í heimi"! Þeir segjast
gjarna vilja hafa báða fætur
á jörðinni.
„Að taka of mikið mark á
slíku er tryggasta leiðin til
að ganga af vitinu!“ segja
þeir.
Póstfang aðdáenda-
klúbbsins:
Take That fan club,
P.O.Box 538,
Manchester M60 2DX,
Englandi.
Bryan Adams fan club,
Bruce Allen Talent,
Suite 406, 68 Waterstreet,
Vancouver, BCV 6G 1A4,
Kanada.
Við höfum ekki upplýsing-
ar um Kevin Jones.
TAMNINGAR
Kæri Æskupóstur!
Mig langar til aö vita hvað
maður þarf að vera orðinn
gamall og hvaða menntun
þarf að hafa til að hefja nám
við Bændaskólann á Hólum.
Hvað kostar að vera þar í eitt
ár?
Ég þakka gott blað. Eva og
Adam er skemmtileg saga.
Blesa XXX.
Svar:
Aldurslágmark er 18 ár.
Skilyrði er að hafa lokið 65
einingum alls i framhalds-
skóla. Stigafjöldi í hverri
námsgrein er greindur í
bæklingi sem panta má hjá
skólanum (s. 95-35962). Frá
næsta skólaári (sem hefst í
sptember nk.) verður námið
eitt heilt ár (i stað tveggja
vetra undanfarið).
Þeir sem hyggjast læra
tamningar verða að hafa
umgengist hesta og verið i
sveit bæði sumar og vetur.
ROKKLIN6AR
Kæri Æskupóstur!
Starfar sönghópurinn
Rokklingarnir enn þá? Ef ekki,
getið þið þá birt grein og
prentað veggmynd af „Mini-
Pops“ eða „Popschool"?
Mér finnst Eva og Adam
æðislega skemmtileg saga.
Það mættu vera fleiri þrautir
í blaðinu en þið hafið haft.
Halla Sandvík.
Svar:
Birgir Gunnlaugsson, sem
kom Ftokklingunum á fót og
stjórnaði þeim, sagði að
LEIKARAR
Kæri Æskupóstur!
Þökk fyrir gott blað.
1. Ég ætla að biðja um fróð-
leiksmola um Keanu Reeves
og veggmynd af honum,
einnig nokkra mola um Patrick
Swayze, Mel Gibson, Richard
Grieco og Christian Slater og
veggmyndir af þeim.
Mér finnst Eva og Adam
skemmtileg myndasaga og að
meira mætti vera af henni í
einu.
2. Hve gamall þarf maður að
vera til að fara á fyrirsætu-
(módel)námskeið?
Ein með leikaraþrá.
Svar:
1. Sagt var frá Keanu i 4.
tþl. Æskunnar 1993 - Patreki
i 7. tþl. 1988 (veggmynd
fylgdi) - Rikharði í 1. tbl.
1993 (veggmynd: 7192) -
Kristjáni i 2. tbl. 1994 (vegg-
mynd: 6/92). Ef þú átt ekki
þessi tölublöð skulum við
senda þér þau. Mel höfum
við í huga og mynd af Keanu
- en þessu má bæta við um
hann:
F. í Libanon 2.9. 1964, son-
ur „hippa“foreldra sem
flökkuðu um heiminn. Þeir
höfðu aðgang að digrum
sjóði og þurftu ekki að vinna.
Frá Líbanon fluttist fjölskyld-
an til New York og var þar
þangað til K. var sex ára en
færði sig þá til Toronto í
Kanada. Hann lék is- og
körfuknattleik á æskuárum.
Var dálítið feiminn á grunn-
skólaárunum en þó að
nokkru „trúður bekkjarins".
„Kannski var það þess
vegna sem ég fór að leika á
sviði 15 ára, “ segir hann. Þá
ekkert væri í bígerð í haust.
En vera kynni að safnað yrði
saman nýjum hópi á næsta
ári og gefin út plata þá um
haustið.
Við skulum kanna hvort
við finnum eitthvað um er-
lend „popp-börn“.
CAMLIR, 6ÓÐIR
ÞÆTTIR
Hæ, hæ, Æska!
Um daginn var ég að lesa
„gömul“ Æskublöð frá árunum
1984-1988. Þar voru margir
góðir þættir, t.d. Æskan spyr
og Slegið á þráðinn. Þar voru
líka miklu fleiri skrýtlur en
núna. Gætir þú byrjað með
einhverja af þessum þáttum
aftur?
Hvað kostar að senda bréf
til Englands? En Bandaríkj-
anna?
Kata.
Svar:
Það er gaman að heyra að
þér líkar efni blaðanna frá
þessum árum. Kannski
verða þættirnir aftur i blað-
inu, a.m.k. Æskan spyr. En
skrýtlur hafa verið álíka
margar frá þvi við Eðvarð
tókum við þlaðinu 1985. Hins
vegar var þeim dreift um
blaðið framan af. Ég fletti
nokkrum tölublöðum til að
rifja þetta upp. En eflaust
má finna stök tölublöð með
fleiri skrýtlum en nú eru í
Æskunni.
Burðargjald bréfa, sem
eru undir 20 g á þyngd (þrjár
arkir af vélritunarpappír, A-
4), er nú 35 kr. í A-pósti en
30 i B-pósti til Englands (og
annarra Evrópuríkja). Ef sent
er til Bandarikjanna kostar
það 55/35 kr.
hóf hann líka nám í leiklist-
arskóla en var þar einungis
tæpt ár. Hann stundaði
ýmsa vinnu, svo sem við að
skerpa skauta og búa til
pastal, þar til hann fluttist
tvítugur til Hollywood.
Tveimur árum siðar fékk
hann hlutverk i kvikmyndinni
Æskublóði, „Youngblood",
og siðan hefur hvert tekið
við af öðru.
2. Aldursmarkið er þrettán
ár - bæði hjá Módelsamtök-
unum (s. 91-687480/643340)
og Módel 79 (s. 91-678855).
HUNDA-
LEIÐBEINANDI
Kæri Æskupóstur!
( hvaða skóla er hægt að
læra að verða hundaþjálfari?
Hve langan tíma tekur það?
Tvær úrTungunum.
Svar:
Hundaræktarfélag íslands
menntar leiðbeinendur (og
vill fremur nota það heiti en
þjálfarar) til að halda nám-
skeið. Námið er bæði verk-
og bóklegt og tekur tvö ár.
Þeir sem nema fylgjast með
leiðbeinendum og aðstoða
þá á unghunda- og hlýðni-
námskeiðum. Þau eru haldin
um kvöld og helgar.
Hundaskólinn á Bala veitir
sömu menntun.
Erlendir dómarar prófa
nemana að loknu námi.
Kærar þakkir fyrir
bréfin. Við reynum að
svara sem flestu af því
sem þið forvitnist um.
Munið að lesa vand-
lega Æskupóstinn í
nokkrum blöðum áður
en þið sendið fyrir-
spurn til okkar.
Mjög oft hefur svip-
uðum spurningum ver-
ið svarað áður. Þá fáið
þið svarið miklu fyrr en
ella. Undirritið líka
alltaf með fullu nafni
og póstfangi.
2 8 Æ S K A N