Æskan - 01.04.1994, Blaðsíða 37
ÆSKUVANDI
Pósthólf 523,
121 Reykjavík.
Umsjón: Sigurborg
Sveinbjörnsdóttir.
NÁMSLEIÐI OC
FEIMNI
Kæri Æskuvandi!
Ég veit að vandi minn er
ekkert rosalegur miðað við öll
þau vandamál sem lesa má um
í þættinum. En þannig er að ég
hef misst allan áhuga á að
læra. Ég hef ekki eirð í mér til
að lesa undir próf. Ég get ekki
einbeitt mér. Eftir fimm mínútur
er ég búin að henda frá mér
bókinni og farin að lesa eitt-
hvað annað (ég hef áhuga á
skáldsögum).
Hitt vandamálið er að ég er
svo vinafá og feimin. í frímínút-
um sit ég kannski hjá mörgum
krökkum sem tala mikið en ég
hlusta bara og fikta í einhverju.
Ég þori einfaldlega ekki að tala.
Mig hefur oft langað á ball
en ég hef aldrei neinn til að fara
með. Ef ég færi ein og reyndi
að hitta einhverja krakka hef ég
á tilfinningunni að enginn
nennti að hafa mig með.
Hvað lestu úr skriftinni?
Hvað heldur þú að ég sé göm-
ul?
Flækja.
Svar:
Það er leitt að heyra þetta
um námsleiðann. Ég get vel
skilið hvernig þér líður. Þó á
ég í dálitlum vandræðum
með svarið af því að þú getur
þess ekki hvort þetta er ný-
byrjað eða hefur varað lengi.
Ég veit ekki heldur hvernig
þér hefur gengið í skólanum.
Það er ekki óalgengt að
slíkur leiði komi yfir ungling
sem hefur ekki gengið allt of
vel í skólanum, orðið undir
félagslega, lent í útistöðum
við kennara - eða eitthvað
þessu líkt hefur bagað. Þá
þarf að leita sér aðstoðar,
t.d. hjá námsráðgjafa skól-
ans, til að skipuleggja námið.
Oft þarf maður að taka sig
taki þegar próflestur byrjar.
Góð regla er að lesa í ákveð-
inn tíma og taka sér síðan
frí stutta stund; skipta
deginum þannig með
nokkrum hléum.
Þetta mál með vinina
og feimnina er all-al-
gengt í þínum aldurs-
hópi. Þú talar ekki um
hvað þú hefur gert til að
eignast vini. Oft er það
nú í skólanum, við tóm-
stundastörf eða í nán-
asta umhverfi, t.d. sömu
götu, að krakkar kynn-
ast og fara að leika
sér saman. Mér
dettur í hug
hvort það gæti
verið þrösk-
uldur að þú
hafir minnimátt-
arkennd eða
sért svo feimin
að þú dragir
þig t hlé og
gefir öðrum
(óbeint) ekki
kost á að
kynnast þér.
Fáðu ein-
hvern sem þú
þekkir til að
fara með þér á
ball. Ég veit að
það verður þér auðveldara en
þig grunar. Gangi þér vel!
Skriftin er skýr og þú hef-
ur gengið vel frá bréfinu. Lík-
lega ertu 14 ára.
ERU ÞEIR
HRIFNIR?
Kæra Sigurborg!
Við, tvær stelpur að norðan,
erum hrifnar af þremur strákum
sem við skulum kalla X, Y og Z.
X og Y eru dálítið opinskáir og
tala næstum við hvern sem er
en Z er fremur feiminn og „lok-
aður“. Samt eru þeir allir „æð-
islegir".
Við vitum ekki hvort þeir eru
hrifnir af okkur. Hvað getum við
gert til að komast að því? Við
erum líka dálítið feimnar og
þorum ekki að tala við þá.
Okkur langar líka að vita
hvað þér finnst að maður þurfi
að vera orðinn gamall til að
sofa hjá.
Tvær ráðalausar.
Svar:
Kæru stelpur að norðan!
Við fáum mörg bréf um
vandamál sem eru lík ykkar.
Af lýsingu ykkar má ráða að
X og Y séu nógu upplitsdjarf-
ir til að láta skýrt í Ijós hvort
þeir laðast að ykkur eða ekki.
Ef ykkur finnst þeir á-
hugalitlir verðið þið að
gefa ykkur að þeim og
spjalla við þá - ef hrifn-
ingin varir þá enn. Sama
gildir um Z. Hann virðist
þurfa á uppörvun að
halda. Þið verðið þá að
hafa frumkvæðið.
Að byrja að sofa hjá
er stórt skref hjá stelp-
um á ykkar aldri, ekki
síst ef þið eigið við að
sofa hjá strákum sem
þið þekkið lítið
sem ekkert.
Maður sefur
ekki hjá bara
til að geta sagt
„ég hef sofið
hjá“. Margir aðrir
þættir þurfa
að koma til.
Þar ber
hæst and-
legan og
sálrænan
þroska og
að hafa
myndað
traust og
gott tilfinn-
ingasamband
við aðra mann-
eskju. Að mörgu þarf að
gæta, t.a.m. ótímabærri
þungun og ýmsum sjúkdóm-
um sem tengjast kynlífi.
Margir krakkar og reyndar
líka fullorðið fólk nenna ekki
að hugsa um þessa hlið
málsins. Þetta um óléttu,
sjúkdóma og fóstureyðingu
er bara eitthvað sem kemur
fyrir aðra en ekki þá.
Rannsóknir á fyrstu sam-
förum unglinga sýna að
margir sofa fyrst hjá af al-
gjörri forvitni, bara til að
prófa. Síðan geta liðið mörg
ár þar til reynt er næst. Ég
hef heyrt að margir unglingar
lýsi yfir vonbrigðum með
þessar fyrstu „tilraunasam-
farir“ og er talið að þau stafi
af því að þeir hafi ekki verið
nægilega þroskaðir á öllum
svlðum til að geta notið
reynslunnar. Yfirleitt er mælt
með að viss þróun og að-
dragandi eigi sér stað þar
sem samvera, atlot og gælur
um einhvern tíma móti sam-
bandið. Grunnurinn verður
að vera traustur til að náin
kynni verði báðum til góðs.
Ég vil ekki tala um ákveð-
inn aldur einstaklings í þessu
sambandi heldur benda á
það sem ég hef sagt áður um
þroska unglings.
Skriftin er góð. Þið eruð
líklega 15-16 ára.
AE> STAMA
Svar:
Þakka þér kærlega fyrir
bréfið. Þú baðst um það yrði
ekki birt...
Vandamálið, sem þú lýsir,
er dálítið erfitt. Þú spyrð:
„Af hverju stamar fólk?“
Oft er það svo að börn
eiga í mál-erfiðleikum án
þess að nokkur skýring eða
orsök finnist - þó að heyrn sé
eðlileg og verkleg greind
einnig. Stam er það kallað
þegar tal er slitrótt eða hik-
andi á þann hátt að fram-
burður orðs truflast af endur-
tekningu eða lengingu hljóðs.
Þrátt fyrir miklar rannsóknir
hefur ekki fundist neinn líf-
fræðilegur þáttur eða þáttur í
umverfi sem orsakar stam.
Þó getur stamið verið al-
gengara í sumum fjölskyld-
um en öðrum. Talið er að for-
eldrar, sem verða áhyggju-
fullir og reyna að leiðrétta
stamandi barn, kunni að ýta
undir stam þess. Við streitu
og álag eykst stamið.
Yfirleitt eldist stam af
börnum en í nokkrum tilfell-
um er það þrálátt fram á full-
orðinsár. Ekki hefur fundist
nein algild meðferð við stami.
Sé það á háu stigi byggist
meðferð einkum á því að
hjálpa fólki til að lifa með því.
Þú segir í bréfi þínu að þú
hafir stamað sem lítið barn,
síðan hætt en sért nú aftur
byrjuð. Þú nefnir ekki hvort í
fjölskyldunni hafi átt sér stað
einhverjar breytingar sem
gætu hafa haft áhrif á þetta.
Skriftin er skýr en dálítið
ójafnvægi í setningaskipan.
Gangi þér vel!
Kærar þakkir fyrir
bréfin! Mérþykir vænt
um að nú muna lang-
flestir eftir að undir-
rita með réttu nafni.
Ég vona að ráðlegg-
ingarnar komi
bréfriturum og öðrum
að gagni.
Með kærri kveðju,
Sigurborg.
Æ S K A N 3 7