Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1994, Side 41

Æskan - 01.04.1994, Side 41
„VIÐ BYRJUÐUM AÐ LEIKA í KVENNASKÓLANUM í REYKJAVÍK“ Rætt við Ögmund Rúnarsson gítarleikara Grillaðs þrillers & síldarsmellanna! PLOTUGAGNRYNI ÞÆGILEG SAFNPLATA Titill: Heyrðu 3. Flytjendur: SSSól, Orri Harðar, Anna Mjöll, Vinir vors og blóma, Þóranna JónBjörns- dóttir og Elvar Aðalsteinsson, Enigma, Proclaimers o.fl. Fáar safnplötur bjóöa upp á jafngóða byrj- un og Fleyrðu 3. Fyrstu sex lögin (af sautján) eru hvort öðru betra. Upphafslagið er índíána/araba-popplagið „Return to Inn- ocence“ með Enigma, ein áhugaverðasta poppballaða síðasta árs. Cranberries taka við með hugljúfu og seiðandi þjóðlagakenndu poppi, „Linger“. SSSól á besta íslenska lagið á plötunni. í því sameinast áhrif frá harðneskjulegu ensku nýrokki, bandarísku blökkumannafönki og falsettusöngstíl Micks Jaggers frá diskóárum Rolling Stones. Skosku braeðurnir í Proclaimers eiga hér óvænta en vel heppnaða endurkomu með vinalegu popprokklagi, „Let’s Get Married". Upphafstónarnir eru sóttir í smiðju Fats Dom- inos. Peir falla einkar vel að hressileika lags- ins án þess að blandast því á annan hátt. Smashing Pumkins er ein mest spennandi bandariska nýrokksveitin um þessar mundir. Flér er þessi magnaði kvartett með frekar seintekna ballöðu, „Disarm", sem vinnur kröftuglega á við hverja spilun. Orri Harðar fylgir stemmningunni eftir með Ijúfu vísna- poppi, söng úr lífinu, krydduðum örlitlum djasskornum. Platan fellur úr háum söðli þegar kemur að sjöunda laginu, „Renaissance“ með M- People. Einhæft lag í vélrænum tölvubúningi. Seinni hluti plötunnar stendur þeirri fyrri að baki. Þó eru þar nokkur prýðileg lög. T.a.m. „Mr. Jones" með kántríblússveitinni Counting Crows. Hún sækir sterk áhrif í írska þjóðlaga- rokkarann Van Morrison. Sveitin Stakka Bo rabbar einnig þokkalegasta fönklag, „Down The Drain“. Quicksand Jesus á næst besta íslenska lagið á plötunni, „Suicide". Þessari efnilegu Nýlega fór okkur að berast til eyrna hrósyrði um „bráðskemmtilega hljómsveit sem heitir Grillaður þriller og síldarplanið eða eitthvað svoleiðis". Skömmu síðar heyrðum við þessa nýstárlegu hljómsveit skemmta við opnun málverkasýningar Önnu Gunnlaugs- dóttur í Listasafni A.S.l’. Allt um fyrrgreind hrósyrði kom hljómsveit- in verulega á óvart. Músíkin er létt, nýstárleg og spennandi, söngtextarnir frumlegir og fyndnir; auk þess er sviðsframkoman fjörleg og sannfærandi. Nafn hljómsveitarinnar þvælist mjög fyrir fólki. í upphafi fengum við nafnið rangt eftir haft. Rétt nafn er Grillaður þriller & síld- arsmellirnir. Framandi nafn en fellur vel að stíl tríósins. Við spurðum gítarleikarann, Ögmund Rún- arsson (áður í hljómsveitinni One Mö) um til- drög hljómsveitarinnar. „Við byrjuðum að leika opinberlega í Kvennaskólanum í Reykjavik fyrir jól,“ upplýs- ir Ögmundur og heldur áfram: „Síðan vatt þetta upp á sig. Við höfum ver- ið fengnir til að skemmta í alls konar einka- samkvæmum, á árshátíðum, í afmælum og þess háttar. Við komum einnig fram á íþrótta- hátið í Laugardalshöllinni fyrir skömmu. Ögmundur hefur alist upp við músík því að stjúpfaðir hans, „Gilli", var í vinsælli og lang- lífri hippa- og pönkhljómsveit, Kamarorghest- unum (með Lísu Páls dagskrárgerðarmanni hljómsveit svipar nokkuð til Jet Black Joe. Þær tvær myndu báðar styrkjast til muna ef sjálfstraust þeirra efldist nægilega til að þær færu að syngja á íslensku í stað ósannfær- andi skólaensku. Rokksagan sýnir að íslensk lög sungin á ensku gleymast fyrr en þau sem sungin eru á íslensku. Önnur áhugaverð lög á plötunni eru hið ofurrólega Mmm Mmm Mmm Mmm með Crash Tesi Dummies og popprokkslagarinn „Locket Up“ með Crowded House. hjá Rás 2) á áttunda og níunda áratugnum. Til gamans má jafnframt nefna að móðir Ög- mundar er Guðrún Ögmundsdóttir borgarfull- trúi Kvennalistans. Með Ögmundi eru bassaleikarinn Kjartan Guðmundsson og söngvarinn Ölvir Gíslason. Þeir voru áður í hljómsveitinni Tálknbogunum. Til viðbótar muna eflaust einhverjir eftir þeim i forkeppni söngvakeppni framhaldsskóianna. Músíkstíll tríósins er ekki auðskilgreindur. Hvernig skýra þeir sjálfir músík sína? „Þetta er kántrípopp," segir Ögmundur. Hinir eru á öðru máli. Niðurstaðan er sú að þetta sé lauflétt þungarokk. „Unplugged", segir Ögmundur til nánari skýringar og vísar á geysivinsæla músíkþátta- syrpu á sjónvarpsstöðinni M.T.V. í þeim þátt- um skemmta kunnir rokkarar á borð við Eric Clapton, Arrested Development og Rod Stewart við órafmagnaðan undirleik. Á hvernig músík hlusta drengirnir annars? „Ölvir hlustar á kántrí,“ fullyrðir Ögmundur. „Kenny Rogers er hans maður. Við erum hrifnir af Sverri Stormskeri. Einnig alls konar popptónlist, diskói og tölvupoppi eins og Leiktækjasalnum meö Magnúsi og Jóhanni." Að lokum: Hvar geta skólar, vinnustaðir og aðrir náð þessari framsæknu hljómveit til að skemmta hjá sér? „Til dæmis hjá mér,“ svarar Ögmundur. “Síminn er 18407.“ Léttrokklagið Frjáls, með Vinum vors og blóma, er í sveitaballastíl og allsæmilegt sem slíkt. Tvö lög úr Evrópusöngvakeppninni eru á skjön við annað efni á plötunni, bæði frekar bragðdauf. Hefðbundin einkunnagjöf hentar ekki alltaf safnplötu með ólíkum flytjendum. Fyrst sex lög plötunnar Heyrðu 3 fá einkunnina 9,0 en seinni hlutinn einkunnina 5,0. Meðaleinkunnin er þá í námunda við 7,0. jkg Æ S K A N 4 7

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.