Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1994, Síða 42

Æskan - 01.04.1994, Síða 42
EINELTI Kæri þáttur! Mig langar til að minnast aðeins á einelti eins og hefur verið gert áður í þessum þætti. Mér finnst að þeir sem leggja aðra í einelti séu bara al- gjörir bjánar. Það lýsir best þeim sjálfum sem aðhafast þetta. Það er merki um vanþroska. Einelti á hvergi að eiga sér stað. Ég var stundum lögð í einelti fyrir nokkrum árum. Það er reyndar reynt enn þá en ég tek það ekki til mín. Mikið er gaman að sjá svipinn á þeim sem stríða þegar maður snýr öllu upp á þá! Til þeirra sem eru lagðir í einelti: Látið þetta ekki setja ykkur út af lag- inu. Haldið áfram ykkar striki þó að það sé erfitt. Það fer mjög í taugarnar á mér þegar margir krakkar leggjast á einn og stríða honum. Engir geta gert að því þó að þeir séu ekki eins og best vaxni maður heims eða fegurðar- drottning - eða að foreldrarnir hagi sér öðruvísi en gengur og gerist. Litli, svarti Sambó. SVEFN Ég hef mikið verið að velta einu fyrir mér. Hvað gerist þegar maður sofnar? Ég á ekki við þegar talað er um að sofna svefninum langa heldur bara sofna á kvöldin. Hvað gerist? Slokknar á heilan- um? Þrengjast æðarnar - eða hvað? Hvað er það sem gerist? Ein hugsi. Svar Æskunnar: Guðsteinn Þengilsson læknir sagði okkur að engin ein einföld skýring væri til á svefninum. En hann sé hvíldar- og endurnæringarástand líkamans, einkum miðtaugakerfisins, og taki við af vöku m.a. vegna þreytu í líkamanum sem hafi áhrif á heilann. Minna súrefni berst til heil- ans en þreytuefni safnast upp. Dag- vitundin hverfur. í svefni (draumum) starfa önnur svið heilans en í vöku. Skynjun örvar líkamsstarfsemina. Þegar við lokum augum dregur úr á- hrifum hennar og skilyrði skapast til að sofna... SJÁLFSTÆÐI Mér finnst það heimska að ung- lingar skuli reyna að neyða aðra til að reykja eða drekka og ýta úr hópnum þeim sem ekki vilja fylgja þeim. Unglingar! Ekki láta neyða ykkur til neins sem þið viljið ekki sjálfir! Það er ekki “töff” að reykja eða drekka. Verið sjálfstæðir! Ákveðin. KEÐJUBRÉF Kæra Æska! Ég er orðin rosalega þreytt á því að fá send keðjubréf frá krökkum sem ég kannast ekkert við. Sumir eru mjög frekir og skrifa að maður sé heimskur letingi ef maður taki ekki þátt í keðjunni. Mér finnst þetta vera algjör dóna- skapur. Krakkar geta látið einhverja sem þeir þekkja og vilja vera með í keðjunni hafa bréfin en eiga ekki að senda þau ókunnugum. Það er eins og maður megi ekki birta nafn sitt í pennavinum eða fá verðlaun fyrir þraut því að þá fær maður send keðjubréf. Ég hef fengið sex slík bréf á þessu ári og er orðin leið á því. Keðjan. 4 2 Æ S K A N

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.