Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1994, Qupperneq 54

Æskan - 01.04.1994, Qupperneq 54
hræddir um að aðrir yfirgefi þá. Urr merkir hótun eða að hundurinn treysti engum; öryggisleysi og hótun eru gefin til kynna með sama hljóði en af skottinu og svipnum má ráða um hvort sé að ræða. AÐ TALA VIÐ HUND Hundar vilja oft horfast í augu við eigendur sína. Ef maður lítur ekki í augu hunds sem leitar eftir augum manns er það svipað því að svara ekki þeim sem talar við mann. Þó á ekki að stara í augu hunds. Það merkir hótun. Líttu undan með jöfnu millibili. Þá finnst hundinum þú kurt- eis! Hundar vilja gjarna sleikja oft og mikið þá sem þeim þykir vænt um. Maður á alltaf að taka því hlýlega. Hundurinn vill finna að hann sé met- inn að verðleikum. Ef maður ýtir frá sér hundi, sem vill sleikja mann, metur hann það þannig að manni sé ekki að treysta. FÁÐU LEYFI HJÁ EIGANDANUM Við gleymum stundum að hundar eru ekki fólk. Sumir krefjast þess af hundi sínum að hann skammist sín lengi ef hann hefur gert eitthvað rangt. En hundum er það ekki eðli- legt. Þeir sýna að þeir eru beygðir, vilja að þeim sé fyrirgefið og verða jafnskjótt bestu vinir manns aftur. Með því að krefjast skömmustu af hundi er auðvelt að rjúfa trúnaðar- traust. Margir eru hræddir við hunda. Á þeirri hræðslu má vinna bug með því að læra táknmál þeirra og venja sig við að umgangast góða hunda. En aldrei ætti að heilsa hundi með því að stara í augu hans og klappa hon- um á höfuðið. Rétt er að láta hund- inum eftir að ákveða hvort hann vill heilsa manni, komatil manns. Þú átt alltaf að spyrja eiganda hunds hvort þú megir klappa hon- um. Þú þarft ekki að skammast þín fyrir það. Allir skynsamir hundaeig- endur spyrja sjálfir að þessu. Og eigandinn vill að þú spyrjir áður en þú heilsar hundi hans af því að hann þekkir hann best sjálfur. (Byggt á grein í finnska barnablaðinu EOS. Höfundur: Susse Dunderfelt). SAMKEPPNI: ÍSLANDSFERÐ FIÖLSKYLDUNNAR LÝST í MÁLI OC MYNDUM Eflaust ferð þú með fjölskyldu þinni um fallega landið okkar í sum- ar. Þá er tilvalið að taka þátt í sam- keppni Æskunnar um lýsingu á ferð- inni í máli og myndum. Ekki skiptir máli hvort farið er langt eða skammt. Alltaf er hægt að segja frá einhverju sem vekur athygli eða veitir ánægju - hvort sem skoðaður er merkur sögustaður eða smáblóm sem vex í urð, gengið er á fjall eða um fjöru, róið á báti eða buslað í laug. Myndir má taka með vél eða teikna á blað. VIÐURKENNINGAR OG VERÐLAUN Allir sem senda slíka lýsingu á ferð fjölskyldunnar vinna til vióur- kenningar. Þeir fá skjal sem vottar hana. Auk þess veitum við þrenn verð- laun. Þau eru: 1. Tveggja manna kúlutjald frá Lichfield (Falcon 180) 2. Bakpoki frá Karrimor (Panther 60) 3. Svefnpoki frá Ajungilak (Scout Lux) - allt úrvalsvörur frá Skátabúðinni. Nokkrar frásagnir verða birtar í Æskunni. Island SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ SKILAFRESTUR er til 10. september nk. Nægur tími er til stefnu en mundu að skrifa hjá þér allt skemmtilegt og markvert í öllum ferðum fjölskyld- unnar um landið í sumar. AFMÆLI ÍSLENSKA LÝÐVELDISINS - ÁR FJÖLSKYLDUNNAR Kynningarriti um íslandsferð fjöl- skyldunnar hefur verið dreift til allra heimila í landinu. Ég býst við að þú hafir flett því. Þar má t.a.m. finna dagatal með lýsingum á margs kon- ar skemmtunum, skoðunarferðum, í- þróttamótum og ótal mörgu öðru sem efnt er til um allt land í sumar. Samgönguráðuneytið gaf ritið út með stuðningi nokkurra aðilja, eink- um Mjólkursamsölunnar og Olíufé- lagsins hf., Esso, en þau fyrirtæki leggja mest til kynningar á þessu verkefni ráðuneytisins. VERTU MEÐ! Varðveittu góðar minningar með því að skrifa um þær og skreyta með myndum! Sendu svo blaðinu þínu lýsingu þína á ferð um landið þitt! Við sendum þér hana aftur - með viðurkenningarskjali og kannski veg- legum verðlaunum. 4 ísland SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ S 4 Æ S K A N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.