Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 9
2
Magnús Stephensen.
[Skírnir
riks Hölters kaupmanns í Stykkishólmi. Ekki var Ólafi
stiptamtmanni, föður Stefáns amtmanns, mikið gefið um
þann ráðahag í fyrstu. En frá því hjónabandi er þó
kominn fjölmennasti og öflugasti niðjastofn Ólafs stipt-
amtmanns á 19. öld. Faðir Ólafs stiptamtmanns var Stef-
án prestur á Höskuldsstöðum, er drukknaði ekki gamall
1748. Af dætrum sira Stefáns og systrum Ólafs stiptamt-
manns er einnig komið raikið kyn og nafnkunnugt. Kona
síra Stefáns á Höskuldsstöðum var Ragnheiður Magnús-
dóttir frá Espihóli, Björnssonar, Pálssonar, Guðbrandsson-
ar biskups. Faðir sira Stefáns var Ólafur prófastur Guð-
mundsson á Hrafnagili, er átti önnu dóttur Stefáns skálds
og prófasts í Vallanesi, Ólafssonar prófasts í Kirkjubæ í
Tungu, Einarssonar officialis í Eydölum, Sigurðssonar
prests, Þorsteinssonar. Ólaf prófast í Hrafnagili henti sú
ávirðing gamlan að missa prestskapar fyrir barneign utan
hjónabands, og hefir hann líklega þá ekki grunað það, þegar
hann átti í því basli, að niðjar hans mundu hver um ann-
an þveran verða siðar hinir mestu valdamenn hérálandi
svo sem óslitið hátt á annað hundrað ára, alt fram yfir
1900.1) Ólafur prófastur lézt hjá síra Stefáni syni sínum
*) Sem sýnishorn upp á einstakt niöjalán sira Olafs, má geta þess,
að meðal annara vorn þessir valdamenn af honnm komnir í beinan karl-
legg: Ólafur Stefánsson varalögmaður, aðstoðaramtmaður, amtmaðnr
og stiptamtmaður 1756—1803, óslitið, nema árin 1784—1786; Magnús
Stephensen lögmaður og háyfirdómari 1789—1833; Stephán Stephensen
varalögmaður, aukaassessor og amtmaður 1790—1820; Björn Stephen-
sen jústizsekreteri 1800—1834; Magnús Stephensen sýslnmaðnr 1823—
1857; Ólafur Stephensen i Eplatótt héraðs- og bæjarfógeti i Danmörku
1832—1854; Oddgeir Stephensen skrifstofustjóri og stjórnardeildarfor-
seti 1848—1885; Hilmar Stephensen stjórnardeilarforseti 1885—1889;
Magnús Stephensen yfirdómari og landshöfðingi 1870—1904; Sigurður
Stefánsson Hólabiskup 1789—1798, og mart kennimanna annara, þar á
meðal Hannes Stephensen prestur og prófastur 1825—1856, nafnkunnur
höfðingsmaður. En í kvenkné Stefán Þórarinsson varalögmaður, lög-
maður og amtmaðnr 1779—1823, og alt það kyn, sem komið er frá Sig-
riði á Grund m. fl. Enda heyrðist það stundum fjúka, úr þvi að leið að
lokum 18. aldar, að ekki yrði þverfótað á Islandi fyrir Ólafi stipt-
amtmanni og frændfólki hans.