Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 26
Skirnir]
Magnós Stephensen.
17
betur innlent hér eptir en hingað til«. Og á félagsfundi
15. Júli s. á. voru þeir kosnir í nefnd til þess að endur-
skoða lög félagsins Einar Ásmundsson, Jón Sigurðsson frá
Khöfn, Dr. Grímur Thomsen, Jón Sigurðsson frá Gaut-
löndum og síra Hallgrímur Sveinsson. Skyldi þá auðvitað
gera skipun á á milli deildanna. En nefnd þessi gerði
víst aldrei neitt. Stóð alt í sama fari hin næstu ár, og
hvorki sýnist stjórn Rvíkurdeildar félagsins hafa farið
þess á leit að fá, né heldur feingið, styrk handa deildinni
af fé því, er landshöfðingi hafði til umráða.
I byrjun þings 1877 töluðu þingmenn sig saman um
það að skipta um forseta í Bókmentfélaginu. Var það
bæði svo að skilja, að þingmönnum þætti bækur félagsins
hér hafa verið fáar og einhliða, og vildu, að þær yrði
framvegis alment meira fræðandi en þær hefði verið, svo og
framkvæmdir deildarinnar meiri á sjálfstæðum stofni, jafn-
framt því að sameina deildirnar, þegar forsetaskipti yrði
í Hafnardeildinni, en ekki fyrr, því að Jón Sigurðsson
var þá gamall, en mörgum lítið um gefið að áreita hann.1)
Magnús Stephensen var kosinn forseti Reykjavíkur-
■deildarinnar 9. Júlí 1877, sama ár og hann varð konung-
kjörinn þingmaður. Þá um sumarið voru samþykt á Al-
þingi lög um stofnun gagnfræðaskóla á Möðruvöllum (lög
Nr. 30, 14. Dec. 1877), sem þó var breytt nokkuð síðar
(lög Nr. 30, 7. Nóv. 1879), og var um þau ár hinn mesti
hugur í mönnum að efla almenna fræðslu í landinu. Kom
sú stefna og bráðlega fram í Bókmentafélaginu, eptir að
Magnús Stephensen tók við stjórn þess. En fyrst af öllu
kom þó upp í honum fræðimaðurinn. Gísli sagnafræðing-
ur Konráðsson í Elatey hafði andazt öndvert ár 1877, og
lá eptir hann mikið handritasafn með alskonar fróðleik.
Eitt af fyrstu verkum Magnúsar sem forseta félagsins var
að rita (28. Ágúst sumarið 1877) Flateyjar framfarastofn-
un, sem .átti þetta safn, um kaup handa Bókmentafélaginu
‘) Sá, sem þetta skrifar nú, var þá áheyrsla þessa samtals nokkurra
þingmanna.
2